Innlent

Færri hlynntir því að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni nú en árið 2013

Bjarki Ármannsson skrifar
Talsvert færri segjast nú hlynntir því að framtíðarstaðsetning Reykjavíkurflugvallar verði í Vatnsmýrinni heldur en í september árið 2013.
Talsvert færri segjast nú hlynntir því að framtíðarstaðsetning Reykjavíkurflugvallar verði í Vatnsmýrinni heldur en í september árið 2013. Vísir/GVA
Talsvert færri segjast nú hlynntir því að framtíðarstaðsetning Reykjavíkurflugvallar verði í Vatnsmýrinni heldur en í september árið 2013, ef marka má könnun Maskínu. Enn eru þó fleiri hlynntir því að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni en eru andvígir.

Í könnuninni kemur fram að næstum 59 prósent segjast fremur eða mjög hlynnt því að flugvöllurinn verði um kyrrt. Síðast þegar Maskína framkvæmdi könnun sem þessa sögðust aftur á móti 72 prósent hlynnt núverandi staðsetningu.

Rösklega sautján prósent sögðust andvígir því að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni árið 2013 en rúmlega 22 prósent nú. Talsvert fleiri segjast nú „í meðallegi hlynnt“ núverandi staðsetningu, rösklega tíu prósent árið 2013 en rúmlega nítján prósent nú.

Enginn munur mælist á afstöðu kynjanna í nýju könnuninni. Íbúar landsbyggðarinnar eru áfram hlynntari því að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og þeir sem lokið hafa háskólamenntun áfram andvígari því.

Þá eru kjósendur stjórnarflokkanna mun hlynntari núverandi staðsetningu en kjósendur stjórnarandstöðuflokkanna.

Könnunina í heild sinni má lesa í viðhengi við fréttina.


Tengdar fréttir

„Ekki mitt hjartans mál að flugvöllur verði í Vatnsmýri“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir það ekki vera hans hjartans mál að Reykjavíkurflugvöllur verði staðsettur í Vatnsmýrinni. Hans vegna gæti flugvöllurinn alveg eins verið staðsettur annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×