Samfylking eins og maki á leið í meðferð Snærós Sindradóttir skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Árni Páll Árnason var kjörinn formaður á landsfundi Samfylkingarinnar 2013. Hann er ákveðinn í því að bjóða sig fram að nýju. „Maður verður bara að treysta því að menn geti hamið sig í hnífunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, þar sem hann var staddur í Vestmannaeyjum í gær og þar með ófær um að mæta á þingflokksfund. Ástandið innan þingflokksins er sérstaklega slæmt að mati þingmanna innan flokks sem utan. Árni segir hins vegar að ástandið hafi aldrei snúist um sig og sína persónu og tekur því ekki nærri sér þó aðrir séu orðaðir við formannssætið. „Það væri nú eitthvað að ef enginn vildi vera formaður í Samfylkingunni,“ segir Árni. Hann hyggst bjóða sig fram til formanns að nýju þegar landsfundur fer fram. Samflokksmaður Árna sagði í samtali við Fréttablaðið að Árni liti svo á að ekki mætti bola honum úr embætti.Magnús Orri SchramOg það eru sannarlega fleiri sem vilja vera formenn flokksins. Helgi Hjörvar þingmaður hélt samkvæmi fyrir lokaðan hóp samfylkingarfólks í Reykjavík þann 15. janúar síðastliðinn. Athygli vakti að þingmenn voru ekki í samkvæminu en þó var nokkuð vel mætt af fólki. Helgi stofnaði líka nýlega Facebook-síðu fyrir sjálfan sig sem opinber persóna svo stuðningsmenn geti lækað hann. Þingmenn annarra flokka tóku svo eftir því að Helgi fundaði með Hrannari B. Arnarssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Jóhönnu Sigurðardóttur, í Alþingishúsinu á þriðjudag. Þá þótti ljóst að Helga væri ekki í mun að fela formannsbuxurnar.Helgi HjörvarÞingmaður Vinstri grænna, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að það hefði verið subbuskapur hjá Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar þann 21. janúar síðastliðinn. Helgi Hjörvar væri formaður þingflokks Samfylkingarinnar og það tíðkaðist ekki í því embætti að leggja fram mál þvert gegn vilja formanns flokksins. Þessir tveir formenn verði að dansa í takt og framlagningin hafi sýnt að engin virðing sé borin fyrir Árna Páli sem formanni flokksins. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að það hafi verið viðbrögð Árna sem komu á óvart. Málið hafi verið þaulrætt í þingflokki Samfylkingar og þingmönnunum gefið leyfi til að leggja frumvarpið fram. Þegar Árni lagðist hart gegn frumvarpinu í fjölmiðlum hafi það komið þingmönnunum tveimur í opna skjöldu.Össur SkarphéðinssonÞingmenn VG segja að fyrir nokkrum misserum hafi farið fram samtal á milli flokkanna á vinstrivængnum um aukið samstarf. Þá hafi það helst verið Samfylking sem ekki vildi ræða samstarf eða sameiningu í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn. Nú sé komið annað hljóð í strokkinn en þingmönnum vinstri vængsins þyki tal um sameiningu nú hjákátlegt. Einn orðaði það svo: „Samstarf væri eins og að reyna að lappa upp á hjónaband þar sem annar aðilinn er veikur og þarf nauðsynlega í meðferð.“Anna Pála SverrisdóttirÞessi hafa verið nefnd Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður, er það nafn sem flestir virðast spenntir fyrir í formannsembættið eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Hann nýtur mikils stuðnings innan Ungra jafnaðarmanna og Kragans. Horft er til Magnúsar sem fersks andblæs af þeim sem ekki geta hugsað sér neinn sitjandi þingmann í formannsembættið. Össur Skarphéðinsson er talinn hafa tvö plott í gangi. Annað snýst um að verða forseti og hitt formaður Samfylkingarinnar. Það gæti hæglega unnið gegn honum ef fólk veit ekki í hvorn fótinn hann ætlar að stíga. Anna Pála Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna, er vonarstjarna innan flokksins. Hún fékk eitt atkvæði í formannsembættið á síðasta landsfundi flokksins sem jafnvel var atkvæðið sem skildi á milli Árna Páls Árnasonar og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur.Fylgi Samfylkingar síðasta árið. Tengdar fréttir Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
„Maður verður bara að treysta því að menn geti hamið sig í hnífunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, þar sem hann var staddur í Vestmannaeyjum í gær og þar með ófær um að mæta á þingflokksfund. Ástandið innan þingflokksins er sérstaklega slæmt að mati þingmanna innan flokks sem utan. Árni segir hins vegar að ástandið hafi aldrei snúist um sig og sína persónu og tekur því ekki nærri sér þó aðrir séu orðaðir við formannssætið. „Það væri nú eitthvað að ef enginn vildi vera formaður í Samfylkingunni,“ segir Árni. Hann hyggst bjóða sig fram til formanns að nýju þegar landsfundur fer fram. Samflokksmaður Árna sagði í samtali við Fréttablaðið að Árni liti svo á að ekki mætti bola honum úr embætti.Magnús Orri SchramOg það eru sannarlega fleiri sem vilja vera formenn flokksins. Helgi Hjörvar þingmaður hélt samkvæmi fyrir lokaðan hóp samfylkingarfólks í Reykjavík þann 15. janúar síðastliðinn. Athygli vakti að þingmenn voru ekki í samkvæminu en þó var nokkuð vel mætt af fólki. Helgi stofnaði líka nýlega Facebook-síðu fyrir sjálfan sig sem opinber persóna svo stuðningsmenn geti lækað hann. Þingmenn annarra flokka tóku svo eftir því að Helgi fundaði með Hrannari B. Arnarssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Jóhönnu Sigurðardóttur, í Alþingishúsinu á þriðjudag. Þá þótti ljóst að Helga væri ekki í mun að fela formannsbuxurnar.Helgi HjörvarÞingmaður Vinstri grænna, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að það hefði verið subbuskapur hjá Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar þann 21. janúar síðastliðinn. Helgi Hjörvar væri formaður þingflokks Samfylkingarinnar og það tíðkaðist ekki í því embætti að leggja fram mál þvert gegn vilja formanns flokksins. Þessir tveir formenn verði að dansa í takt og framlagningin hafi sýnt að engin virðing sé borin fyrir Árna Páli sem formanni flokksins. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að það hafi verið viðbrögð Árna sem komu á óvart. Málið hafi verið þaulrætt í þingflokki Samfylkingar og þingmönnunum gefið leyfi til að leggja frumvarpið fram. Þegar Árni lagðist hart gegn frumvarpinu í fjölmiðlum hafi það komið þingmönnunum tveimur í opna skjöldu.Össur SkarphéðinssonÞingmenn VG segja að fyrir nokkrum misserum hafi farið fram samtal á milli flokkanna á vinstrivængnum um aukið samstarf. Þá hafi það helst verið Samfylking sem ekki vildi ræða samstarf eða sameiningu í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn. Nú sé komið annað hljóð í strokkinn en þingmönnum vinstri vængsins þyki tal um sameiningu nú hjákátlegt. Einn orðaði það svo: „Samstarf væri eins og að reyna að lappa upp á hjónaband þar sem annar aðilinn er veikur og þarf nauðsynlega í meðferð.“Anna Pála SverrisdóttirÞessi hafa verið nefnd Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður, er það nafn sem flestir virðast spenntir fyrir í formannsembættið eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Hann nýtur mikils stuðnings innan Ungra jafnaðarmanna og Kragans. Horft er til Magnúsar sem fersks andblæs af þeim sem ekki geta hugsað sér neinn sitjandi þingmann í formannsembættið. Össur Skarphéðinsson er talinn hafa tvö plott í gangi. Annað snýst um að verða forseti og hitt formaður Samfylkingarinnar. Það gæti hæglega unnið gegn honum ef fólk veit ekki í hvorn fótinn hann ætlar að stíga. Anna Pála Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna, er vonarstjarna innan flokksins. Hún fékk eitt atkvæði í formannsembættið á síðasta landsfundi flokksins sem jafnvel var atkvæðið sem skildi á milli Árna Páls Árnasonar og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur.Fylgi Samfylkingar síðasta árið.
Tengdar fréttir Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00