Guðni hafnar því alfarið að vera leigupenni ferðaskrifstofu Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2016 16:36 Guðni á Klörubar en þar var ályktað og Vigdís Hauksdóttir send með áskorun til Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar um að þeir gerðu eitthvað í málefnum aldraðra og öryrkja. „Hvaða vitleysa er þetta? Ég er þarna í fullri vinnu. Það er ekkert leyndarmál. Ég er fararstjóri hjá Víta og skemmtanastjóri. Og hef verið í auglýsingum hjá þeim,“ segir Guðni Ágústsson. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, sætir nokkrum ávirðingum í aðsendri grein eftir Valbjörn Jónsson bakarameistara sem birtist í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: „Lítt dulbúin auglýsing“Trúverðugleiki Moggans og Guðna undirValbjörn gerir aðsenda grein Guðna, sem birtist fyrir nokkru, „Sólin skín á Íslendinga á Kanarí“, að umfjöllunarefni, greinir hana og segir að ef frá sé tekið „málskrúð ráðherrans fyrrverandi“ standi lítið eftir í greininni „annað en lítt dulin auglýsing fyrir tiltekna ferðaskrifstofu“. Valbjörn bakarameistari spyr hvort Guðni hafi þarna hagsmuna að gæta? „Fær hann ókeypis eða sérstaklega ódýrar ferðir með þessum aðila? Nú geng ég út frá því að hann sé ekki á launum hjá þessum ferðaþjónustuaðila. Guðni Ágústsson hefur haft margt fram að færa í þjóðmálaumræðunni síðustu áratugi. Oft er undirritaður sammála honum og því þykir mér miður að trúverðugleiki hans sé gjaldfelldur með þessum hætti. Ég hélt sannast sagna að Morgunblaðið hefði sínar siðareglur um umfjöllun af þessu tagi. En kannski ekki, og kannski er þetta innan þeirra marka sem sett eru.“Betra að vera í sólinni en rífast við Pétur á SöguGuðni telur þetta fráleitt. Ekkert nýtt sé að hann skrifi um lífið og tilveruna, stundum greinar um hollustu, gegn sykri, um nauðsyn þess að hreyfa sig en liggja ekki í leti og aumingjaskap. „Ég er í vinnu þegar ég er þarna úti, er skemmtanastjóri og held utan um fólkið sem er hjá Vita. Troðfullt út af dyrum á hverri hátíð, spila bingó, félagsvist, sagnastundir, árshátíðir, spurningakeppnir, míní-golf og allt mögulegt. Ég skrifa allskonar greinar inní Mogga enda lifandi maður með skoðanir og skap.“ Guðni segir fráleitt að greinaskrif hans í Moggann sé inni í pakkanum, sem laun til sín frá ferðaskrifstofunni. Og Guðni vill nota tækifærið og brýna eldri borgara til dáða: „Þó ég sé stundum talinn síðasti Íslendingurinn mæli ég með því við gamla fólkið að taka sér einhverjar vikur úti í staðinn fyrir að rífast við Pétur á Sögu eða horfa á þingið, fundarstjórn forseta og verða alveg ringlað.“ Guðni segir alla glaða og káta í sólinni. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Hvaða vitleysa er þetta? Ég er þarna í fullri vinnu. Það er ekkert leyndarmál. Ég er fararstjóri hjá Víta og skemmtanastjóri. Og hef verið í auglýsingum hjá þeim,“ segir Guðni Ágústsson. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, sætir nokkrum ávirðingum í aðsendri grein eftir Valbjörn Jónsson bakarameistara sem birtist í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: „Lítt dulbúin auglýsing“Trúverðugleiki Moggans og Guðna undirValbjörn gerir aðsenda grein Guðna, sem birtist fyrir nokkru, „Sólin skín á Íslendinga á Kanarí“, að umfjöllunarefni, greinir hana og segir að ef frá sé tekið „málskrúð ráðherrans fyrrverandi“ standi lítið eftir í greininni „annað en lítt dulin auglýsing fyrir tiltekna ferðaskrifstofu“. Valbjörn bakarameistari spyr hvort Guðni hafi þarna hagsmuna að gæta? „Fær hann ókeypis eða sérstaklega ódýrar ferðir með þessum aðila? Nú geng ég út frá því að hann sé ekki á launum hjá þessum ferðaþjónustuaðila. Guðni Ágústsson hefur haft margt fram að færa í þjóðmálaumræðunni síðustu áratugi. Oft er undirritaður sammála honum og því þykir mér miður að trúverðugleiki hans sé gjaldfelldur með þessum hætti. Ég hélt sannast sagna að Morgunblaðið hefði sínar siðareglur um umfjöllun af þessu tagi. En kannski ekki, og kannski er þetta innan þeirra marka sem sett eru.“Betra að vera í sólinni en rífast við Pétur á SöguGuðni telur þetta fráleitt. Ekkert nýtt sé að hann skrifi um lífið og tilveruna, stundum greinar um hollustu, gegn sykri, um nauðsyn þess að hreyfa sig en liggja ekki í leti og aumingjaskap. „Ég er í vinnu þegar ég er þarna úti, er skemmtanastjóri og held utan um fólkið sem er hjá Vita. Troðfullt út af dyrum á hverri hátíð, spila bingó, félagsvist, sagnastundir, árshátíðir, spurningakeppnir, míní-golf og allt mögulegt. Ég skrifa allskonar greinar inní Mogga enda lifandi maður með skoðanir og skap.“ Guðni segir fráleitt að greinaskrif hans í Moggann sé inni í pakkanum, sem laun til sín frá ferðaskrifstofunni. Og Guðni vill nota tækifærið og brýna eldri borgara til dáða: „Þó ég sé stundum talinn síðasti Íslendingurinn mæli ég með því við gamla fólkið að taka sér einhverjar vikur úti í staðinn fyrir að rífast við Pétur á Sögu eða horfa á þingið, fundarstjórn forseta og verða alveg ringlað.“ Guðni segir alla glaða og káta í sólinni.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira