Orð ráðherra þvert á réttindasáttmála Svavar Hávarðsson skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Nákvæm upplýsingaöflun og tölfræði um ofbeldi gegn fötluðum er sérstaklega nefnt í alþjóðasáttmála um réttindi fatlaðs fólks sem grunnur allra aðgerða gegn slíku ofbeldi. nordicphotos/getty Skráningu í málaskrá lögreglu var breytt í byrjun desember og kærð nauðgunarbrot gegn fólki sem á við alvarlega geðsjúkdóma eða andlega fötlun að glíma eru nú sérstaklega færð til bókar. Að öðru leyti er ekki haldið miðlægt utan um kærð kynferðisbrot eða annað ofbeldi gegn fötluðu fólki sérstaklega, hvort sem fötlun þess fólks sem um ræðir er andleg eða líkamleg. Þetta kom fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi á mánudag þar sem spurt var um rannsóknir á kynferðisbrotum gegn fötluðu fólki. Þar var sérstaklega spurt um hvort væri haldið miðlægt utan um kærð kynferðisbrot, meint og dæmd, gegn fötluðu fólki og hvort til greina kæmi að hefja sérstaka rannsókn á umfangi slíkra brota. Eins hvort kæmi til greina að setja saman sérstakt teymi til að halda utan um slík mál. Í svari sínu sagði Ólöf að nákvæm skráning á öllum kynferðisbrotum gegn fötluðum yrði aldrei möguleg, meðal annars vegna þess að skilgreining á fötlun sé ekki einföld.Ólöf Nordal„Svo má líka velta því fyrir sér hvort rétt sé að skrá þetta eitthvað frekar en brot gegn öðrum hópum ef fötlun hefur ekki lagalega eða refsiréttarlega þýðingu,“ sagði Ólöf og bætti við að með þeirri hugleiðingu væri hún ekki að taka nokkra afstöðu til þess álitamáls. Eins að starfandi væri stýrihópur með aðkomu fjölmargra aðila sem hefur það hlutverk að undirbúa aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að vinna gegn ofbeldi í samfélaginu. Samstarfið sé leitt af velferðarráðuneytinu og vinnunni miði vel áfram. Hún telur rétt að bíða niðurstöðu stýrihópsins til að sjá til hvaða aðgerða hann telur nauðsynlegt að grípa og í framhaldinu verði stjórnvöld að meta tillögur og hrinda þeim í framkvæmd sem líklegastar teljist til bóta. Katrín svaraði ráðherra með þeim orðum að þó að hópurinn fatlað fólk sé gríðarlega víður og ólíkur innbyrðis þá vildi hún brýna ráðherra „til að láta ekki vandann við að skilgreina hvernig hópurinn lítur út tefja okkur eða koma í veg fyrir að við söfnum mikilvægum upplýsingum. Það má safna þessum upplýsingum án þess að þær séu endilega persónugreinanlegar. Ég hef trú á, og veit að ráðherrann er sammála mér um það, að upplýsingar séu grunnurinn að því að við getum ráðist í alvöru aðgerðir og tekið upplýstar ákvarðanir um framhaldið.“Furðar sig á orðum innanríkisráðherraÍslenska ríkið skrifaði undir samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks árið 2007 og hefur síðan unnið að því að undirbúa fullgildingu samningsins. Innleiðingarferlið hefur því nú staðið í á níunda ár en á þeim tíma hafa um 150 ríki fullgilt samninginn frá því það var fyrst mögulegt árið 2007. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, lýsir yfir miklum vonbrigðum og áhyggjum af því sem kom fram í ræðu innanríkisráðherra. Ástæðan er einföld. Í fyrrnefndum samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks er sérstaklega fjallað um að aðildarríkin skuldbindi sig til þess að safna viðeigandi upplýsingum, þar með talið tölfræði og rannsóknargögnum, sem gera þeim kleift að móta og innleiða stefnu samningsins svo með honum náist árangur, eins og þar stendur í 31. grein. „Af svari ráðherra verður alls ekki ráðið að íslensk stjórnvöld hafi unnið markvisst að því að tryggja fötluðu fólki þá vernd sem því ber. Af svari ráðherra verður heldur ekki ráðið að þessi mál séu tekin eins alvarlega af hlutaðeigandi stjórnvöldum og eðlilegt er með tilliti til eðlis þeirra, og þeirra hagsmuna og réttinda fatlaðs fólks sem eru í húfi. Heldur ekki að þessi mál hafi verið og séu í þeim forgangi hjá ráðherra mannréttinda, lögreglu og dómsmála eins og þau ættu að vera,“ segir Bryndís. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Skráningu í málaskrá lögreglu var breytt í byrjun desember og kærð nauðgunarbrot gegn fólki sem á við alvarlega geðsjúkdóma eða andlega fötlun að glíma eru nú sérstaklega færð til bókar. Að öðru leyti er ekki haldið miðlægt utan um kærð kynferðisbrot eða annað ofbeldi gegn fötluðu fólki sérstaklega, hvort sem fötlun þess fólks sem um ræðir er andleg eða líkamleg. Þetta kom fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi á mánudag þar sem spurt var um rannsóknir á kynferðisbrotum gegn fötluðu fólki. Þar var sérstaklega spurt um hvort væri haldið miðlægt utan um kærð kynferðisbrot, meint og dæmd, gegn fötluðu fólki og hvort til greina kæmi að hefja sérstaka rannsókn á umfangi slíkra brota. Eins hvort kæmi til greina að setja saman sérstakt teymi til að halda utan um slík mál. Í svari sínu sagði Ólöf að nákvæm skráning á öllum kynferðisbrotum gegn fötluðum yrði aldrei möguleg, meðal annars vegna þess að skilgreining á fötlun sé ekki einföld.Ólöf Nordal„Svo má líka velta því fyrir sér hvort rétt sé að skrá þetta eitthvað frekar en brot gegn öðrum hópum ef fötlun hefur ekki lagalega eða refsiréttarlega þýðingu,“ sagði Ólöf og bætti við að með þeirri hugleiðingu væri hún ekki að taka nokkra afstöðu til þess álitamáls. Eins að starfandi væri stýrihópur með aðkomu fjölmargra aðila sem hefur það hlutverk að undirbúa aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að vinna gegn ofbeldi í samfélaginu. Samstarfið sé leitt af velferðarráðuneytinu og vinnunni miði vel áfram. Hún telur rétt að bíða niðurstöðu stýrihópsins til að sjá til hvaða aðgerða hann telur nauðsynlegt að grípa og í framhaldinu verði stjórnvöld að meta tillögur og hrinda þeim í framkvæmd sem líklegastar teljist til bóta. Katrín svaraði ráðherra með þeim orðum að þó að hópurinn fatlað fólk sé gríðarlega víður og ólíkur innbyrðis þá vildi hún brýna ráðherra „til að láta ekki vandann við að skilgreina hvernig hópurinn lítur út tefja okkur eða koma í veg fyrir að við söfnum mikilvægum upplýsingum. Það má safna þessum upplýsingum án þess að þær séu endilega persónugreinanlegar. Ég hef trú á, og veit að ráðherrann er sammála mér um það, að upplýsingar séu grunnurinn að því að við getum ráðist í alvöru aðgerðir og tekið upplýstar ákvarðanir um framhaldið.“Furðar sig á orðum innanríkisráðherraÍslenska ríkið skrifaði undir samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks árið 2007 og hefur síðan unnið að því að undirbúa fullgildingu samningsins. Innleiðingarferlið hefur því nú staðið í á níunda ár en á þeim tíma hafa um 150 ríki fullgilt samninginn frá því það var fyrst mögulegt árið 2007. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, lýsir yfir miklum vonbrigðum og áhyggjum af því sem kom fram í ræðu innanríkisráðherra. Ástæðan er einföld. Í fyrrnefndum samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks er sérstaklega fjallað um að aðildarríkin skuldbindi sig til þess að safna viðeigandi upplýsingum, þar með talið tölfræði og rannsóknargögnum, sem gera þeim kleift að móta og innleiða stefnu samningsins svo með honum náist árangur, eins og þar stendur í 31. grein. „Af svari ráðherra verður alls ekki ráðið að íslensk stjórnvöld hafi unnið markvisst að því að tryggja fötluðu fólki þá vernd sem því ber. Af svari ráðherra verður heldur ekki ráðið að þessi mál séu tekin eins alvarlega af hlutaðeigandi stjórnvöldum og eðlilegt er með tilliti til eðlis þeirra, og þeirra hagsmuna og réttinda fatlaðs fólks sem eru í húfi. Heldur ekki að þessi mál hafi verið og séu í þeim forgangi hjá ráðherra mannréttinda, lögreglu og dómsmála eins og þau ættu að vera,“ segir Bryndís.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira