Fékk að kenna á því á Þorrablóti Skagamanna en svaraði fyrir sig á skemmtilegan hátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2016 12:30 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari ætlaði að kaupa sér hamar í Húsasmiðjunni en vörurnar voru af skornum skammti. Raunar engar. Segja má að Húsasmiðjan á Akranesi hafi svo sannarlega fengið að kenna á því á árlegu þorrablóti Skagamanna þann 23. janúar síðastliðinn. Í annálnum, árlegu myndbandi þar sem gert er grín að lífinu á Akranesi og íbúum bæjarins, var gert grín að vöruúrvalinu í Húsasmiðjunni en samkvæmt heimildum Vísis er það upplifun fjölmargra bæjarbúa að þeir finni aldrei það sem þá vanti í versluninni.Bæjarfulltrúar á Skaganum tóku þátt í gríninu.Annálinn má sjá hér að neðan en þar koma fjölmargir Skagamenn við sögu svo sem bæjarfulltrúarnir Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Ólafur Adolfsson, fyrrverandi miðvörður gullaldarliðs Skagamanna og um tíma íslenska landsliðsins. Þá kemur Ólafur Þór Hauksson, áður sérstakur saksóknari en nú héraðssaksóknari, við sögu. Reglulega mætir bæjarbúi í verslun Húsasmiðjunnar sem er tóm vöruskemma. Þar tekur á móti þeim einn starfsmaður sem er alltaf jafnundrandi á því að viðskiptavinurinn óski eftir aðstoð hans. Í hvert skipti getur hann því miður ekki boðið upp á vörurnar sem viðskiptavinurinn hafði hugsað sér að kaupa. Er um að ræða hluti á borð við hamar og málningu.Fyrsta Húsasmiðjuatriðið má sjá eftir tvær og hálfa mínútu í myndbandinu að neðan. Það næsta á 6:40 mínútur og það þriðja eftir níu mínútur.Ekki er hægt að segja annað en að Húsasmiðjan hafi húmor fyrir sjálfri sér ef marka má auglýsingu sem birtist í auglýsingablaðinu Póstinum nokkrum dögum eftir þorrablótið. Póstinum er dreift á Vesturlandi. „Skagamenn athugið! Hamrarnir eru komnir og full búð af vörum, án gríns!“Posted by Viktor Elvar Viktorsson on Thursday, February 4, 2016 Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Segja má að Húsasmiðjan á Akranesi hafi svo sannarlega fengið að kenna á því á árlegu þorrablóti Skagamanna þann 23. janúar síðastliðinn. Í annálnum, árlegu myndbandi þar sem gert er grín að lífinu á Akranesi og íbúum bæjarins, var gert grín að vöruúrvalinu í Húsasmiðjunni en samkvæmt heimildum Vísis er það upplifun fjölmargra bæjarbúa að þeir finni aldrei það sem þá vanti í versluninni.Bæjarfulltrúar á Skaganum tóku þátt í gríninu.Annálinn má sjá hér að neðan en þar koma fjölmargir Skagamenn við sögu svo sem bæjarfulltrúarnir Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Ólafur Adolfsson, fyrrverandi miðvörður gullaldarliðs Skagamanna og um tíma íslenska landsliðsins. Þá kemur Ólafur Þór Hauksson, áður sérstakur saksóknari en nú héraðssaksóknari, við sögu. Reglulega mætir bæjarbúi í verslun Húsasmiðjunnar sem er tóm vöruskemma. Þar tekur á móti þeim einn starfsmaður sem er alltaf jafnundrandi á því að viðskiptavinurinn óski eftir aðstoð hans. Í hvert skipti getur hann því miður ekki boðið upp á vörurnar sem viðskiptavinurinn hafði hugsað sér að kaupa. Er um að ræða hluti á borð við hamar og málningu.Fyrsta Húsasmiðjuatriðið má sjá eftir tvær og hálfa mínútu í myndbandinu að neðan. Það næsta á 6:40 mínútur og það þriðja eftir níu mínútur.Ekki er hægt að segja annað en að Húsasmiðjan hafi húmor fyrir sjálfri sér ef marka má auglýsingu sem birtist í auglýsingablaðinu Póstinum nokkrum dögum eftir þorrablótið. Póstinum er dreift á Vesturlandi. „Skagamenn athugið! Hamrarnir eru komnir og full búð af vörum, án gríns!“Posted by Viktor Elvar Viktorsson on Thursday, February 4, 2016
Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira