Þurfum að passa vel upp á flóttamennina Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Menntamálaráðuneytið hyggst ekki skoða hina svokölluðu tossabekki sérstaklega. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Guðmundur Hannesson „Þetta kerfi var barn síns tíma. Ég held við séum öll sammála um að það hafi verið gott að breytingar urðu á því hvernig fólk hugsaði um menntamál sem gerði það að verkum að horfið var frá þessari nálgun,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, um svokallaða tossabekki. Fjallað var um kerfið í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem nokkrir fyrrum nemendur sögðu frá slæmri reynslu sinni af því að hafa verið í þessum bekkjum sem voru við lýði hér á landi fram á áttunda áratug síðustu aldar. „Kerfið sem við búum við núna er manneskjulegra og skynsamlegra. Það er byggt á þeirri hugsun að reyna að finna leiðir til þess að horfa á hvern einstakling fyrir sig og finna leiðir til að vinna með hverju og einu barni í einstaklingsmiðuðu námi,“ segir hann.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherraIllugi segir að auðvitað verði stöðugt að fylgjast með til þess að tryggja eins og kostur er að börn fái sem bestu menntun við sitt hæfi. Í einhverjum skólum er enn getuskipt að einhverjum hluta en það sé með öðrum hætti í dag en áður. „Við þurfum alltaf að vera á varðbergi hvað þetta varðar. Ef að þróunin verður til dæmis sú á næstu árum að þeim muni fjölga sem koma til okkar t.d vegna flóttamannavandans, þá er ekki nóg að taka bara vel á móti þeim þegar þeir koma til landsins. Það þarf líka að tryggja að það sé fjármagn til að veita börnum viðeigandi þjónustu út skólagönguna og þetta kostar allt peninga. Ef við gætum ekki vel að okkur í þessum efnum þá er hætta á því að börnin fái ekki þá menntun sem þau þurfa á að halda og verða þar með annars flokks þjóðfélagshópur,“ segir Illugi. „Það er gjarnan talað um þann kostnað sem er í skólakerfinu og stundum á það bent að hann hafi verið minni hér á árum áður. En þá þarf að hafa í huga að sú hugmyndafræði að búa til skóla fyrir alla þar sem hæfileikar hvers og eins eru ræktaðir kostar vissulega meira, en um leið erum við líka að ná meiri árangri.“ Ekki hefur komið til tals að farið verði í opinbera rannsókn á tossabekkjunum né að fyrrum nemendur verði beðnir afsökunar. „Vissulega, eins og kom fram hjá ykkur, þá var fyrir mörg börn óbærilegt að vera sett í þessa stöðu. Þetta kerfi var ekki skynsamlegt en þetta var opinber stefna og svona var skólakerfið rekið. Það er hins vegar áhugavert verkefni fyrir fræðimenn að skoða afleiðingar þessarar stefnu og sögu þessara einstaklinga.“ Tengdar fréttir Tossabekkir: Kerfi sem niðurlægði nemendur Börn efnaminni foreldra lentu frekar í svokölluðum tossabekkjum sem voru við lýði á Íslandi um árabil. Fyrrverandi nemendur segja það hafa falið í sér mikla skömm og niðurlægingu að vera settur í slíkan bekk. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
„Þetta kerfi var barn síns tíma. Ég held við séum öll sammála um að það hafi verið gott að breytingar urðu á því hvernig fólk hugsaði um menntamál sem gerði það að verkum að horfið var frá þessari nálgun,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, um svokallaða tossabekki. Fjallað var um kerfið í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem nokkrir fyrrum nemendur sögðu frá slæmri reynslu sinni af því að hafa verið í þessum bekkjum sem voru við lýði hér á landi fram á áttunda áratug síðustu aldar. „Kerfið sem við búum við núna er manneskjulegra og skynsamlegra. Það er byggt á þeirri hugsun að reyna að finna leiðir til þess að horfa á hvern einstakling fyrir sig og finna leiðir til að vinna með hverju og einu barni í einstaklingsmiðuðu námi,“ segir hann.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherraIllugi segir að auðvitað verði stöðugt að fylgjast með til þess að tryggja eins og kostur er að börn fái sem bestu menntun við sitt hæfi. Í einhverjum skólum er enn getuskipt að einhverjum hluta en það sé með öðrum hætti í dag en áður. „Við þurfum alltaf að vera á varðbergi hvað þetta varðar. Ef að þróunin verður til dæmis sú á næstu árum að þeim muni fjölga sem koma til okkar t.d vegna flóttamannavandans, þá er ekki nóg að taka bara vel á móti þeim þegar þeir koma til landsins. Það þarf líka að tryggja að það sé fjármagn til að veita börnum viðeigandi þjónustu út skólagönguna og þetta kostar allt peninga. Ef við gætum ekki vel að okkur í þessum efnum þá er hætta á því að börnin fái ekki þá menntun sem þau þurfa á að halda og verða þar með annars flokks þjóðfélagshópur,“ segir Illugi. „Það er gjarnan talað um þann kostnað sem er í skólakerfinu og stundum á það bent að hann hafi verið minni hér á árum áður. En þá þarf að hafa í huga að sú hugmyndafræði að búa til skóla fyrir alla þar sem hæfileikar hvers og eins eru ræktaðir kostar vissulega meira, en um leið erum við líka að ná meiri árangri.“ Ekki hefur komið til tals að farið verði í opinbera rannsókn á tossabekkjunum né að fyrrum nemendur verði beðnir afsökunar. „Vissulega, eins og kom fram hjá ykkur, þá var fyrir mörg börn óbærilegt að vera sett í þessa stöðu. Þetta kerfi var ekki skynsamlegt en þetta var opinber stefna og svona var skólakerfið rekið. Það er hins vegar áhugavert verkefni fyrir fræðimenn að skoða afleiðingar þessarar stefnu og sögu þessara einstaklinga.“
Tengdar fréttir Tossabekkir: Kerfi sem niðurlægði nemendur Börn efnaminni foreldra lentu frekar í svokölluðum tossabekkjum sem voru við lýði á Íslandi um árabil. Fyrrverandi nemendur segja það hafa falið í sér mikla skömm og niðurlægingu að vera settur í slíkan bekk. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Tossabekkir: Kerfi sem niðurlægði nemendur Börn efnaminni foreldra lentu frekar í svokölluðum tossabekkjum sem voru við lýði á Íslandi um árabil. Fyrrverandi nemendur segja það hafa falið í sér mikla skömm og niðurlægingu að vera settur í slíkan bekk. 30. janúar 2016 07:00