Þurfum að passa vel upp á flóttamennina Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Menntamálaráðuneytið hyggst ekki skoða hina svokölluðu tossabekki sérstaklega. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Guðmundur Hannesson „Þetta kerfi var barn síns tíma. Ég held við séum öll sammála um að það hafi verið gott að breytingar urðu á því hvernig fólk hugsaði um menntamál sem gerði það að verkum að horfið var frá þessari nálgun,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, um svokallaða tossabekki. Fjallað var um kerfið í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem nokkrir fyrrum nemendur sögðu frá slæmri reynslu sinni af því að hafa verið í þessum bekkjum sem voru við lýði hér á landi fram á áttunda áratug síðustu aldar. „Kerfið sem við búum við núna er manneskjulegra og skynsamlegra. Það er byggt á þeirri hugsun að reyna að finna leiðir til þess að horfa á hvern einstakling fyrir sig og finna leiðir til að vinna með hverju og einu barni í einstaklingsmiðuðu námi,“ segir hann.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherraIllugi segir að auðvitað verði stöðugt að fylgjast með til þess að tryggja eins og kostur er að börn fái sem bestu menntun við sitt hæfi. Í einhverjum skólum er enn getuskipt að einhverjum hluta en það sé með öðrum hætti í dag en áður. „Við þurfum alltaf að vera á varðbergi hvað þetta varðar. Ef að þróunin verður til dæmis sú á næstu árum að þeim muni fjölga sem koma til okkar t.d vegna flóttamannavandans, þá er ekki nóg að taka bara vel á móti þeim þegar þeir koma til landsins. Það þarf líka að tryggja að það sé fjármagn til að veita börnum viðeigandi þjónustu út skólagönguna og þetta kostar allt peninga. Ef við gætum ekki vel að okkur í þessum efnum þá er hætta á því að börnin fái ekki þá menntun sem þau þurfa á að halda og verða þar með annars flokks þjóðfélagshópur,“ segir Illugi. „Það er gjarnan talað um þann kostnað sem er í skólakerfinu og stundum á það bent að hann hafi verið minni hér á árum áður. En þá þarf að hafa í huga að sú hugmyndafræði að búa til skóla fyrir alla þar sem hæfileikar hvers og eins eru ræktaðir kostar vissulega meira, en um leið erum við líka að ná meiri árangri.“ Ekki hefur komið til tals að farið verði í opinbera rannsókn á tossabekkjunum né að fyrrum nemendur verði beðnir afsökunar. „Vissulega, eins og kom fram hjá ykkur, þá var fyrir mörg börn óbærilegt að vera sett í þessa stöðu. Þetta kerfi var ekki skynsamlegt en þetta var opinber stefna og svona var skólakerfið rekið. Það er hins vegar áhugavert verkefni fyrir fræðimenn að skoða afleiðingar þessarar stefnu og sögu þessara einstaklinga.“ Tengdar fréttir Tossabekkir: Kerfi sem niðurlægði nemendur Börn efnaminni foreldra lentu frekar í svokölluðum tossabekkjum sem voru við lýði á Íslandi um árabil. Fyrrverandi nemendur segja það hafa falið í sér mikla skömm og niðurlægingu að vera settur í slíkan bekk. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
„Þetta kerfi var barn síns tíma. Ég held við séum öll sammála um að það hafi verið gott að breytingar urðu á því hvernig fólk hugsaði um menntamál sem gerði það að verkum að horfið var frá þessari nálgun,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, um svokallaða tossabekki. Fjallað var um kerfið í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem nokkrir fyrrum nemendur sögðu frá slæmri reynslu sinni af því að hafa verið í þessum bekkjum sem voru við lýði hér á landi fram á áttunda áratug síðustu aldar. „Kerfið sem við búum við núna er manneskjulegra og skynsamlegra. Það er byggt á þeirri hugsun að reyna að finna leiðir til þess að horfa á hvern einstakling fyrir sig og finna leiðir til að vinna með hverju og einu barni í einstaklingsmiðuðu námi,“ segir hann.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherraIllugi segir að auðvitað verði stöðugt að fylgjast með til þess að tryggja eins og kostur er að börn fái sem bestu menntun við sitt hæfi. Í einhverjum skólum er enn getuskipt að einhverjum hluta en það sé með öðrum hætti í dag en áður. „Við þurfum alltaf að vera á varðbergi hvað þetta varðar. Ef að þróunin verður til dæmis sú á næstu árum að þeim muni fjölga sem koma til okkar t.d vegna flóttamannavandans, þá er ekki nóg að taka bara vel á móti þeim þegar þeir koma til landsins. Það þarf líka að tryggja að það sé fjármagn til að veita börnum viðeigandi þjónustu út skólagönguna og þetta kostar allt peninga. Ef við gætum ekki vel að okkur í þessum efnum þá er hætta á því að börnin fái ekki þá menntun sem þau þurfa á að halda og verða þar með annars flokks þjóðfélagshópur,“ segir Illugi. „Það er gjarnan talað um þann kostnað sem er í skólakerfinu og stundum á það bent að hann hafi verið minni hér á árum áður. En þá þarf að hafa í huga að sú hugmyndafræði að búa til skóla fyrir alla þar sem hæfileikar hvers og eins eru ræktaðir kostar vissulega meira, en um leið erum við líka að ná meiri árangri.“ Ekki hefur komið til tals að farið verði í opinbera rannsókn á tossabekkjunum né að fyrrum nemendur verði beðnir afsökunar. „Vissulega, eins og kom fram hjá ykkur, þá var fyrir mörg börn óbærilegt að vera sett í þessa stöðu. Þetta kerfi var ekki skynsamlegt en þetta var opinber stefna og svona var skólakerfið rekið. Það er hins vegar áhugavert verkefni fyrir fræðimenn að skoða afleiðingar þessarar stefnu og sögu þessara einstaklinga.“
Tengdar fréttir Tossabekkir: Kerfi sem niðurlægði nemendur Börn efnaminni foreldra lentu frekar í svokölluðum tossabekkjum sem voru við lýði á Íslandi um árabil. Fyrrverandi nemendur segja það hafa falið í sér mikla skömm og niðurlægingu að vera settur í slíkan bekk. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Tossabekkir: Kerfi sem niðurlægði nemendur Börn efnaminni foreldra lentu frekar í svokölluðum tossabekkjum sem voru við lýði á Íslandi um árabil. Fyrrverandi nemendur segja það hafa falið í sér mikla skömm og niðurlægingu að vera settur í slíkan bekk. 30. janúar 2016 07:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent