Innlent

Viðgerð hafin í Öræfum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Snjór og ísing barin af háspennulínu fyrir norðan.
Snjór og ísing barin af háspennulínu fyrir norðan. Mynd/Landsnet
Töluverðar skemmdir urðu á byggðalínunni við Hof í Öræfum á aðfararnótt föstudags.

Í tilkynningu Landsnets í gær var ekki gert ráð fyrir að viðgerð lyki fyrr en í fyrsta lagi í dag.

Fram kemur að þverslár í nokkrum möstrum hafi brotnað, auk þess sem kanna hafi þurft ástand línunnar frekar þar sem mikil ísing sé á henni. Viðgerðarhópar frá Landsneti eru sagðir hafa farið á vettvang eldsnemma í gærmorgun, strax og veður hafi verið gengið niður.

Þá olli óveðrið sem gekk yfir landið truflunum víðar í flutningskerfi Landsnets. Bolungarvíkurlína 1 sló út rétt upp úr klukkan fimm á fimmtudag, en unnið var að bilanagreiningu þar í gær. Þá leysti Vatnshamralína 1, milli Hvalfjarðar og Borgarfjarðar, út á sjöunda tímanum á fimmtudagskvöld, en sú bilun fannst fljótt og var lagfærð.

„Á meðan Vatnshamralína var út var byggðalínuhringurinn rofinn r úti og takmarkaður flutningur á rafmagni á milli landshluta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×