ESA krefst svara vegna kerfisframlags Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Ef kostnaður er mikill við að tengja stórnotendur við flutningskerfið þurfa þeir að greiða þann kostnað. Það hefur aldrei verið gert hér á landi. Fréttablaðið/Stefán ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, gerir alvarlegar athugasemdir við starfsemi Landsnets og Orkustofnunar. Reglur Landsnets um svokallað tengigjald stóriðju við flutningskerfi raforku eru óljósar, ógagnsæjar og hafa ekki verið kynntar almenningi í gjaldskrám. Ekki sé með neinu móti hægt að sjá hvað stórnotendur greiði í svokölluð tengigjöld þrátt fyrir að sá kostnaður eigi að liggja fyrir. Þetta kemur fram í bréfi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá ESA, dagsettu 17. desember síðastliðinn. Kerfisframlag er gjald sem raforkuframleiðendur og stórnotendur skulu greiða Landsneti til viðbótar almennu gjaldi valdi tenging aðila hækkun til annarra notenda, svo sem almennings. Þetta framlag hefur aldrei verið lagt á á Íslandi samkvæmt gjaldskrá. Raforkuflutningur er nokkuð sérhæfð starfsemi. Enginn „markaður“ er á þessum vettvangi þar sem aðeins eitt flutningskerfi er á landinu. Því lýtur þessi starfsemi miklu aðhaldi hins opinbera í gegn um lög með innleiðingu raforkutilskipana. Málið á sér langan aðdraganda. Þann 23. september síðastliðinn skrifaði ESA íslenskum stjórnvöldum bréf um að gagnsæi væri ábótavant hjá Landsneti og Orkustofnun. Bréfið var skrifað íslenskum stjórnvöldum vegna kæru frá því í ágúst 2014. Fréttablaðið fjallaði um það mál þann 4. september 2014. Í kæru kemur fram að íslensk stjórnvöld hefðu trassað að innleiða Evrópulöggjöf um innri markað raforku sem átti að innleiða þann 1. júní 2007. Vegna málsins gaf ESA út frumniðurstöðu í bréfi þann 23. september árið 2015. Þar kom fram að gagnsæi er ábótavant hjá Landsneti og Orkustofnun. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið svaraði fréttaflutningi Fréttablaðsins vegna málsins þann 25. september síðastliðinn. Á vef ráðuneytisins segir að væru „verulegar brotalamir á innleiðingu annarrar raforkutilskipunar hér á landi, eins og skilja má af framangreindri frétt, þá myndi ESA reka samningsbrotamál“. Í þann farveg hefur ESA ákveðið að fara nú þó hér sé aðeins um að ræða fyrsta stig þess. Einnig sagði ráðuneytið í sömu frétt að ábendingar ESA væru í vinnslu og yrði lokið við á næstu vikum. ESA rekur nú enn og aftur á eftir atvinnuvegaráðuneytinu að gera gangskör að málinu. ESA, sem eftirlitsaðili með að Evrópureglur séu réttar, vekur athygli á að ósamþykktar, óbirtar reglur Landsnets, þar sem útreikningar eru á huldu þegar gjald eigi að leggja á stóriðju og nýjar virkjanir, séu ekki í takt við þær Evróputilskipanir sem íslensk stjórnvöld eigi að vera búin að innleiða fyrir margt löngu. Vísar ESA í dóm Evrópudómstólsins í máli gegn Svíþjóð sem kveðinn var upp í októbermánuði árið 2009. Í dómnum segir að markmið tilskipunarinnar, sem átti að vera búið að innleiða í íslenska löggjöf árið 2007, verði aðeins náð með gagnsærri gjaldskrá eða að aðferðafræðin við útreikninga kerfisframlags sé svo skýrt að eftirlitsaðilar geti metið kostnað við tengingu. Samkvæmt svari Þóris Hrafnssonar, upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er frestur gefinn til 16. febrúar til að svara bréfi ESA. Hann sagði vinnu við að svara bréfinu í vinnslu og að því verði svarað fyrir tilskilinn tíma. Nýir stórnotendurFjöldi nýrra stórnotenda áforma að hefja rekstur á Íslandi á næstu árum. PCC áformar rekstur á Bakka við Húsavík. Thorsil og United Silicon auk álvers verða starfrækt á Grundartanga auk Silicor Material á Grundartanga. Ljóst er að tengja þarf þessa aðila við flutningskerfi raforku á Íslandi. Hins vegar er óljóst hver beri kostnaðinn af tengingu stórnotendanna við flutningskerfi Landsnets. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, gerir alvarlegar athugasemdir við starfsemi Landsnets og Orkustofnunar. Reglur Landsnets um svokallað tengigjald stóriðju við flutningskerfi raforku eru óljósar, ógagnsæjar og hafa ekki verið kynntar almenningi í gjaldskrám. Ekki sé með neinu móti hægt að sjá hvað stórnotendur greiði í svokölluð tengigjöld þrátt fyrir að sá kostnaður eigi að liggja fyrir. Þetta kemur fram í bréfi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá ESA, dagsettu 17. desember síðastliðinn. Kerfisframlag er gjald sem raforkuframleiðendur og stórnotendur skulu greiða Landsneti til viðbótar almennu gjaldi valdi tenging aðila hækkun til annarra notenda, svo sem almennings. Þetta framlag hefur aldrei verið lagt á á Íslandi samkvæmt gjaldskrá. Raforkuflutningur er nokkuð sérhæfð starfsemi. Enginn „markaður“ er á þessum vettvangi þar sem aðeins eitt flutningskerfi er á landinu. Því lýtur þessi starfsemi miklu aðhaldi hins opinbera í gegn um lög með innleiðingu raforkutilskipana. Málið á sér langan aðdraganda. Þann 23. september síðastliðinn skrifaði ESA íslenskum stjórnvöldum bréf um að gagnsæi væri ábótavant hjá Landsneti og Orkustofnun. Bréfið var skrifað íslenskum stjórnvöldum vegna kæru frá því í ágúst 2014. Fréttablaðið fjallaði um það mál þann 4. september 2014. Í kæru kemur fram að íslensk stjórnvöld hefðu trassað að innleiða Evrópulöggjöf um innri markað raforku sem átti að innleiða þann 1. júní 2007. Vegna málsins gaf ESA út frumniðurstöðu í bréfi þann 23. september árið 2015. Þar kom fram að gagnsæi er ábótavant hjá Landsneti og Orkustofnun. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið svaraði fréttaflutningi Fréttablaðsins vegna málsins þann 25. september síðastliðinn. Á vef ráðuneytisins segir að væru „verulegar brotalamir á innleiðingu annarrar raforkutilskipunar hér á landi, eins og skilja má af framangreindri frétt, þá myndi ESA reka samningsbrotamál“. Í þann farveg hefur ESA ákveðið að fara nú þó hér sé aðeins um að ræða fyrsta stig þess. Einnig sagði ráðuneytið í sömu frétt að ábendingar ESA væru í vinnslu og yrði lokið við á næstu vikum. ESA rekur nú enn og aftur á eftir atvinnuvegaráðuneytinu að gera gangskör að málinu. ESA, sem eftirlitsaðili með að Evrópureglur séu réttar, vekur athygli á að ósamþykktar, óbirtar reglur Landsnets, þar sem útreikningar eru á huldu þegar gjald eigi að leggja á stóriðju og nýjar virkjanir, séu ekki í takt við þær Evróputilskipanir sem íslensk stjórnvöld eigi að vera búin að innleiða fyrir margt löngu. Vísar ESA í dóm Evrópudómstólsins í máli gegn Svíþjóð sem kveðinn var upp í októbermánuði árið 2009. Í dómnum segir að markmið tilskipunarinnar, sem átti að vera búið að innleiða í íslenska löggjöf árið 2007, verði aðeins náð með gagnsærri gjaldskrá eða að aðferðafræðin við útreikninga kerfisframlags sé svo skýrt að eftirlitsaðilar geti metið kostnað við tengingu. Samkvæmt svari Þóris Hrafnssonar, upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er frestur gefinn til 16. febrúar til að svara bréfi ESA. Hann sagði vinnu við að svara bréfinu í vinnslu og að því verði svarað fyrir tilskilinn tíma. Nýir stórnotendurFjöldi nýrra stórnotenda áforma að hefja rekstur á Íslandi á næstu árum. PCC áformar rekstur á Bakka við Húsavík. Thorsil og United Silicon auk álvers verða starfrækt á Grundartanga auk Silicor Material á Grundartanga. Ljóst er að tengja þarf þessa aðila við flutningskerfi raforku á Íslandi. Hins vegar er óljóst hver beri kostnaðinn af tengingu stórnotendanna við flutningskerfi Landsnets.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira