Hópslagsmál í Skeifunni: Þeir handteknu af erlendu bergi brotnir Birgir Olgeirsson skrifar 8. febrúar 2016 11:44 Mennirnir fjórir sem handteknir voru í tengslum við hópslagsmál í Skeifunni síðastliðinn laugardag eru af erlendu bergi brotnir. Þetta segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi um rannsókn málsins. Atvikið átti sér stað við Rúmfatalagerinn í Skeifunni um kvöldmatarleytið á laugardag. Talið er að á bilinu tuttugu til þrjátíu manns hafi tekið þátt í slagsmálunum. Sjónarvottar sögðu í samtali við Ríkisútvarpið að töluvert hefði séð á nokkrum þeirra sem tóku þátt í slagsmálunum og hefðu sumir verið blóðugir. Friðrik Smári segir að eftir því sem næst verður komist hafi enginn slasast alvarlega í þessum átökum.Á fertugs- og fimmtugsaldri Mennirnir fjórir sem voru handteknir voru vopnaðir kylfum og hamri en Friðrik Smári segir rannsókn málsins miða að því að upplýsa upptök þessara hópslagsmála. Hann segir allt of snemmt að segja hvort málið tengdist einhverskonar uppgjöri í undirheimum eða þá skipulagðri glæpastarfsemi. Hann gat ekki gefið upp hvort mennirnir fjórir sem voru handteknir hafi áður komið við sögu lögreglu. Um var að ræða fullorðna einstaklinga, en á meðal þeirra sem lögreglan hafði afskipti af voru menn á fertugs- og fimmtugsaldri.Sérstakt staðarval Slagsmálin áttu sér stað á afar fjölförnum stað í Skeifunni, við Rúmfatalagerinn og Hagkaupsverslun. Friðrik segir þetta afar sérstakt staðarval. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið af ásettu ráði,“ segir Friðrik. Teknar hafa verið skýrslur af þeim sem handteknir voru og vitnum en Friðrik segir rannsókn málsins verða að leiða í ljós hvort fleiri verði kallaðir til skýrslutöku og þá hvort lögreglan handtaki fleiri í tengslum við rannsóknina. Tengdar fréttir Börn sáu blóðug hópslagsmál í Skeifunni Hátt í þrjátíu karlmenn tóku þátt í slagsmálum í Skeifunni í gær. 7. febrúar 2016 14:55 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Mennirnir fjórir sem handteknir voru í tengslum við hópslagsmál í Skeifunni síðastliðinn laugardag eru af erlendu bergi brotnir. Þetta segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi um rannsókn málsins. Atvikið átti sér stað við Rúmfatalagerinn í Skeifunni um kvöldmatarleytið á laugardag. Talið er að á bilinu tuttugu til þrjátíu manns hafi tekið þátt í slagsmálunum. Sjónarvottar sögðu í samtali við Ríkisútvarpið að töluvert hefði séð á nokkrum þeirra sem tóku þátt í slagsmálunum og hefðu sumir verið blóðugir. Friðrik Smári segir að eftir því sem næst verður komist hafi enginn slasast alvarlega í þessum átökum.Á fertugs- og fimmtugsaldri Mennirnir fjórir sem voru handteknir voru vopnaðir kylfum og hamri en Friðrik Smári segir rannsókn málsins miða að því að upplýsa upptök þessara hópslagsmála. Hann segir allt of snemmt að segja hvort málið tengdist einhverskonar uppgjöri í undirheimum eða þá skipulagðri glæpastarfsemi. Hann gat ekki gefið upp hvort mennirnir fjórir sem voru handteknir hafi áður komið við sögu lögreglu. Um var að ræða fullorðna einstaklinga, en á meðal þeirra sem lögreglan hafði afskipti af voru menn á fertugs- og fimmtugsaldri.Sérstakt staðarval Slagsmálin áttu sér stað á afar fjölförnum stað í Skeifunni, við Rúmfatalagerinn og Hagkaupsverslun. Friðrik segir þetta afar sérstakt staðarval. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið af ásettu ráði,“ segir Friðrik. Teknar hafa verið skýrslur af þeim sem handteknir voru og vitnum en Friðrik segir rannsókn málsins verða að leiða í ljós hvort fleiri verði kallaðir til skýrslutöku og þá hvort lögreglan handtaki fleiri í tengslum við rannsóknina.
Tengdar fréttir Börn sáu blóðug hópslagsmál í Skeifunni Hátt í þrjátíu karlmenn tóku þátt í slagsmálum í Skeifunni í gær. 7. febrúar 2016 14:55 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Börn sáu blóðug hópslagsmál í Skeifunni Hátt í þrjátíu karlmenn tóku þátt í slagsmálum í Skeifunni í gær. 7. febrúar 2016 14:55