Þrjátíu atriði til að hafa í huga og lífið gæti orðið betra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2016 14:00 Spunahópurinn Haraldur á góðri stundu. „Fyndnustu atriði kvöldsins spruttu fram á sjónarsviðið þegar leikararnir voru óhræddir við að gera grín að sjálfum sér,“ sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins um sýningu þeirra fyrir einu og hálfu ári. Vísir/Andri Marinó Í spuna verður atburðarásin til í augnablikinu; karakterarnir, plottið, umhverfið og allt sem sögunni tengist verður til á staðnum. Allir mæta óundirbúnir til leiks og svara miðað við þá sögu sem orðin er til. Nauðsynlegt er að hafa nokkra hluti í huga til þess að standa sig vel í spuna en reyndar er það þannig að sömu atriði er gott að hafa í huga í lífinu sjálfu. Að neðan má sjá lista yfir *þrjátíu atriði sem eru lykilatriði í spuna en ekki síður í daglegu lífi. Að neðan má svo sjá Ted-fyrirlestur um spuna þar sem nokkur atriðanna eru útskýrð betur með aðstoðar þátttakenda. 1. Mestu máli skiptir að vera heiðarlegur. 2. Að viðurkenna veikleika er styrkleiki, ekki veikleiki. 3. Hlustaðu á það sem fólkið sem er að tala er að segja í stað þess að pæla í því hvað þú ætlar að segja næst. 4. Segðu það sem þér finnst. 5. Meintu það sem þú segir. 6. Ekkert er jafnsmitandi og að verða vitni að jákvæðu fólki njóta þess sem það gerir. 7. Þegar þú hjálpar öðrum þá ertu að hjálpa sjálfum þér. 8. Reyndu við það sem þú hræðist mest - hjartað þitt er að reyna að segja þér eitthvað. 9. Ekki ofhugsa hlutina og lifðu fyrir hvert augnablik. 10. Vertu vingjarnlegur, líka í garð þeirra sem þú þolir ekki. 11. Það er mikilvægara að vera einlægur en fyndinn. 12. Opnaðu augun og veittu umhverfi þínu athygli. Árangur þinn í vinnunni mun ekki láta á sér standa óháð því við hvað þú fæst. 13. Að gera lítið úr öðrum lætur þig ekki líta betur út. 14. Reyndar hjálpar það þér ekkert að gera lítið úr öðrum. 15. Í rauninni viljum við öll það sama, að tengjast öðru fólki. 16. Ekki flokka fólk - valdamikill framkvæmdastjóri getur verið af hvaða kynþætti sem er og af hvaða kynhneigð sem er. 17. Allir sem verða á vegi þínum geta kennt þér eitthvað. 18. Það er allt í lagi þótt einhverjir séu betri en þú í einhverju. Þú ert líka betri en þau í einhverju. 19. Ekki eyða orku í að gera fólk að samkeppnisaðilum. 20. Langflestir styðja þig og eru ekki á móti þér. 21. Þeir sem eru á móti þér glíma líklega sjálf við erfiðleika. 22. Skoðanir og reynsla annarra er jafnmikilvæg og þín. 23. Ekki vera fífl. Enginn vill verja tíma með hálfvita, hvort sem er á sviði eða í lífinu. 24. Hlustaðu meira en þú talar. 25. Viðhafðu menningu í kringum þig þar sem gagnkvæm virðing er fyrir hendi. 26. Verðu minni tíma í að ofhugsa hlutina og lifðu frekar í núinu. 27. Stöðug gagnrýni á annað fólk gerir þig að þreytandi félagsskap. 28. Sérhver mistök eru gjöf. 29. Hugleiddu og vertu meðvitaður um allar ákvarðarnir og allt sem þú kýst að gera. 30. Leitaðu til fólks sem þú treystir. Þau munu alltaf taka þér opnum örmum. *Listinn birtist fyrst á vefsíðunni ThoughtCatalog.com og er þýddur á íslensku. Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Í spuna verður atburðarásin til í augnablikinu; karakterarnir, plottið, umhverfið og allt sem sögunni tengist verður til á staðnum. Allir mæta óundirbúnir til leiks og svara miðað við þá sögu sem orðin er til. Nauðsynlegt er að hafa nokkra hluti í huga til þess að standa sig vel í spuna en reyndar er það þannig að sömu atriði er gott að hafa í huga í lífinu sjálfu. Að neðan má sjá lista yfir *þrjátíu atriði sem eru lykilatriði í spuna en ekki síður í daglegu lífi. Að neðan má svo sjá Ted-fyrirlestur um spuna þar sem nokkur atriðanna eru útskýrð betur með aðstoðar þátttakenda. 1. Mestu máli skiptir að vera heiðarlegur. 2. Að viðurkenna veikleika er styrkleiki, ekki veikleiki. 3. Hlustaðu á það sem fólkið sem er að tala er að segja í stað þess að pæla í því hvað þú ætlar að segja næst. 4. Segðu það sem þér finnst. 5. Meintu það sem þú segir. 6. Ekkert er jafnsmitandi og að verða vitni að jákvæðu fólki njóta þess sem það gerir. 7. Þegar þú hjálpar öðrum þá ertu að hjálpa sjálfum þér. 8. Reyndu við það sem þú hræðist mest - hjartað þitt er að reyna að segja þér eitthvað. 9. Ekki ofhugsa hlutina og lifðu fyrir hvert augnablik. 10. Vertu vingjarnlegur, líka í garð þeirra sem þú þolir ekki. 11. Það er mikilvægara að vera einlægur en fyndinn. 12. Opnaðu augun og veittu umhverfi þínu athygli. Árangur þinn í vinnunni mun ekki láta á sér standa óháð því við hvað þú fæst. 13. Að gera lítið úr öðrum lætur þig ekki líta betur út. 14. Reyndar hjálpar það þér ekkert að gera lítið úr öðrum. 15. Í rauninni viljum við öll það sama, að tengjast öðru fólki. 16. Ekki flokka fólk - valdamikill framkvæmdastjóri getur verið af hvaða kynþætti sem er og af hvaða kynhneigð sem er. 17. Allir sem verða á vegi þínum geta kennt þér eitthvað. 18. Það er allt í lagi þótt einhverjir séu betri en þú í einhverju. Þú ert líka betri en þau í einhverju. 19. Ekki eyða orku í að gera fólk að samkeppnisaðilum. 20. Langflestir styðja þig og eru ekki á móti þér. 21. Þeir sem eru á móti þér glíma líklega sjálf við erfiðleika. 22. Skoðanir og reynsla annarra er jafnmikilvæg og þín. 23. Ekki vera fífl. Enginn vill verja tíma með hálfvita, hvort sem er á sviði eða í lífinu. 24. Hlustaðu meira en þú talar. 25. Viðhafðu menningu í kringum þig þar sem gagnkvæm virðing er fyrir hendi. 26. Verðu minni tíma í að ofhugsa hlutina og lifðu frekar í núinu. 27. Stöðug gagnrýni á annað fólk gerir þig að þreytandi félagsskap. 28. Sérhver mistök eru gjöf. 29. Hugleiddu og vertu meðvitaður um allar ákvarðarnir og allt sem þú kýst að gera. 30. Leitaðu til fólks sem þú treystir. Þau munu alltaf taka þér opnum örmum. *Listinn birtist fyrst á vefsíðunni ThoughtCatalog.com og er þýddur á íslensku.
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira