Ný vinnubrögð og allir við sama borð Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Frá undirritun samkomulags SALEK-hópsins í október í fyrra. Fréttablaðið/Pjetur „Tími átaka og sundurlyndis sem áberandi var í aðdraganda kjarasamninga á síðasta ári er vonandi að baki,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í leiðara síðasta fréttabréfs samtakanna. Hann vísar til þess að fyrir helgi skrifuðu SA og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undir nýjan kjarasamning sem byggir á grunni svonefnds SALEK-samkomulags sem heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda skrifuðu undir í október og kveður á um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Með uppfærðum kjarasamningum á almenna launamarkaðnum á að tryggja því fólki sambærilegar kjarabætur og samið var um eftir vinnudeilur, verkföll og niðurstöðu gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og fólks í BHM á síðasta ári.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAHin hliðin á nýja samningnum er jöfnun lífeyrisréttinda. Réttindi á almenna markaðnum eru færð að því sem gerist hjá hinu opinbera. Þannig getur einstaklingur sem alla starfsævina greiðir í lífeyrissjóð samkvæmt nýju samkomulagi vænst þess að fá rúma þrjá fjórðu af meðaltalsmánaðartekjum á ævinni í mánaðarlegum ellilífeyrisgreiðslum, í stað 56 prósenta áður. Við tekur kosning um nýja kjarasamninginn í aðildarfélögum ASÍ, en niðurstaða úr þeim á að liggja fyrir ekki síðar en 26. næsta mánaðar. Þá ganga þau félög sem standa utan ASÍ til samninga við SA um uppfærslu samninga sinna á sama grunni. Núna er bara kosið um kjarasamninginn, en ekki nýtt samningalíkan. Kálið er nefnilega ekki sopið þó í ausuna sé komið.Gylfi Arnbjörnsson„Mikil vinna er framundan við mótun samningalíkansins þar sem kallað verður eftir þátttöku aðildarfélaga og félagsmanna, meðal annars með fjölmennu stefnumóti í byrjun maí,“ segir í samantekt ASÍ. Hjá félögum opinberra starfsmanna á líka enn eftir að ná lendingu um hvernig endanlega verður farið með jöfnun lífeyrisréttinda. Þá liggur ekki endanlega fyrir með hvaða hætti ríkið styður við þessa tilraun til sáttar á vinnumarkaði, en þó hefur verið frá því greint að atvinnurekendur hafa fengið vilyrði um lækkun á tryggingagjaldi, á móti kostnaðarauka í tengslum við samningana. Með því að samningar hafa náðst við bróðurpart vinnumarkaðarins á grundvelli bæði SALEK og samninga á opinbera markaðnum er hins vegar búið að kaupa frið út 2018 til þess að klára þau mál sem út af standa. Vonir standa til þess að greiða megi atkvæði um nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd á vormánuðum 2017. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
„Tími átaka og sundurlyndis sem áberandi var í aðdraganda kjarasamninga á síðasta ári er vonandi að baki,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í leiðara síðasta fréttabréfs samtakanna. Hann vísar til þess að fyrir helgi skrifuðu SA og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undir nýjan kjarasamning sem byggir á grunni svonefnds SALEK-samkomulags sem heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda skrifuðu undir í október og kveður á um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Með uppfærðum kjarasamningum á almenna launamarkaðnum á að tryggja því fólki sambærilegar kjarabætur og samið var um eftir vinnudeilur, verkföll og niðurstöðu gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og fólks í BHM á síðasta ári.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAHin hliðin á nýja samningnum er jöfnun lífeyrisréttinda. Réttindi á almenna markaðnum eru færð að því sem gerist hjá hinu opinbera. Þannig getur einstaklingur sem alla starfsævina greiðir í lífeyrissjóð samkvæmt nýju samkomulagi vænst þess að fá rúma þrjá fjórðu af meðaltalsmánaðartekjum á ævinni í mánaðarlegum ellilífeyrisgreiðslum, í stað 56 prósenta áður. Við tekur kosning um nýja kjarasamninginn í aðildarfélögum ASÍ, en niðurstaða úr þeim á að liggja fyrir ekki síðar en 26. næsta mánaðar. Þá ganga þau félög sem standa utan ASÍ til samninga við SA um uppfærslu samninga sinna á sama grunni. Núna er bara kosið um kjarasamninginn, en ekki nýtt samningalíkan. Kálið er nefnilega ekki sopið þó í ausuna sé komið.Gylfi Arnbjörnsson„Mikil vinna er framundan við mótun samningalíkansins þar sem kallað verður eftir þátttöku aðildarfélaga og félagsmanna, meðal annars með fjölmennu stefnumóti í byrjun maí,“ segir í samantekt ASÍ. Hjá félögum opinberra starfsmanna á líka enn eftir að ná lendingu um hvernig endanlega verður farið með jöfnun lífeyrisréttinda. Þá liggur ekki endanlega fyrir með hvaða hætti ríkið styður við þessa tilraun til sáttar á vinnumarkaði, en þó hefur verið frá því greint að atvinnurekendur hafa fengið vilyrði um lækkun á tryggingagjaldi, á móti kostnaðarauka í tengslum við samningana. Með því að samningar hafa náðst við bróðurpart vinnumarkaðarins á grundvelli bæði SALEK og samninga á opinbera markaðnum er hins vegar búið að kaupa frið út 2018 til þess að klára þau mál sem út af standa. Vonir standa til þess að greiða megi atkvæði um nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd á vormánuðum 2017.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira