106 ára og miðpunktur umfjöllunar stærsta karlatímarits Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 21:12 Georg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall. Jóhannes Kjartansson Hinn 106 ára gamli Georg Breiðfjörð Ólafsson er miðpunkturinn í leit bandaríska blaðamannsins Jim Thornton að svarinu við því af hverju íslenskir karlmenn lifa lengur en kynbræður sínur í nýjasta tölublaði stærsta karlablaði Bandaríkjanna, Men's Health. Georg er elsti núlifandi Íslendingurinn, búsettur á Stykkishólmi og fékk fyrr í vetur heimsókn frá bandaríska blaðamanninum Thornton. Ljóst er að Thornton hefur mikið þótt til langlífi Georgs koma.Sjá einnig: Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“„Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég hef lifað svona lengi,“ sagði Georg við Thornton en flestar spurningar blaðamannsins til Georgs snerust um svipað stef, hvað ylli því að Georg hefði náð svo háum aldri.Svo handsterkur að hann braut nærri hönd blaðamannsins Mens' Health er mest selda karlatímaritið í Bandaríkjunum, gefið út í um tveimur milljónum eintaka. Í umfjöllun sinni fléttar Thornton svör Georgs við spurningum sínum í kringum viðtöl við sérfræðinga á borð við Kára Stefánsson og Ármann Jakobsson. „Foreldrar mínir sögðu mér að þau hefðu oft liðið sult á sínum yngri árum en við bræðurnir lifðum ágæti lífi þegar við vorum litlir,“ útskýrir Georg eftir að hafa útskýrt uppistöðuna í fæðinu fyrstu áratugi lífs síns: Fiskur, lambakjöt og mjólkurvörur.Forsíða nýjasta eintaks Men's Health. Georg er til ummfjöllunar í þessu eintaki.Georg ólst upp á sveit í Dalasýslu og starfaði sem skipasmiður og veltir Thornton upp þeirri spurningu hvort að þessi blanda af mataræði, erfiðisvinnu og hugarfari sé lykillinn að langlífi en Georg segir að hann hafi lært jákvæði af þeim í kringum sig. „Allir í kringum mig hafa alltaf verið jákvæðir, þannig að ég smitaðist af því,“ en líkt og blaðamaður Men's Health kemur inn á hefur Georg þurft á þessari jákvæðni að halda enda búinn að lifa lengur en eiginkona sín og allir vinir. „Auðvitað er það ekki gaman að flestir sem ég hef þekkt séu dánir,“ sagði Georg. „En svona er lífið og mitt mottó er bara það að taka því sem lífið færir mér.“ Ljóst er að Thornton þykir mikið til koma til Georgs og segir hann ekki líta út fyrir að vera deginum eldri en 90 ára. Þegar var kominn tími til að segja bless tók Georg svo fast í höndina á honum að hún brotnaði næstum því, svo kraftmikið var handtakið hans. Tengdar fréttir Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson tók myndir fyrir Men's Health þegar blaðamaður blaðsins kom til landsins og kannaði langlífi íslenskra karlmanna. 10. janúar 2016 20:00 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Hinn 106 ára gamli Georg Breiðfjörð Ólafsson er miðpunkturinn í leit bandaríska blaðamannsins Jim Thornton að svarinu við því af hverju íslenskir karlmenn lifa lengur en kynbræður sínur í nýjasta tölublaði stærsta karlablaði Bandaríkjanna, Men's Health. Georg er elsti núlifandi Íslendingurinn, búsettur á Stykkishólmi og fékk fyrr í vetur heimsókn frá bandaríska blaðamanninum Thornton. Ljóst er að Thornton hefur mikið þótt til langlífi Georgs koma.Sjá einnig: Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“„Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég hef lifað svona lengi,“ sagði Georg við Thornton en flestar spurningar blaðamannsins til Georgs snerust um svipað stef, hvað ylli því að Georg hefði náð svo háum aldri.Svo handsterkur að hann braut nærri hönd blaðamannsins Mens' Health er mest selda karlatímaritið í Bandaríkjunum, gefið út í um tveimur milljónum eintaka. Í umfjöllun sinni fléttar Thornton svör Georgs við spurningum sínum í kringum viðtöl við sérfræðinga á borð við Kára Stefánsson og Ármann Jakobsson. „Foreldrar mínir sögðu mér að þau hefðu oft liðið sult á sínum yngri árum en við bræðurnir lifðum ágæti lífi þegar við vorum litlir,“ útskýrir Georg eftir að hafa útskýrt uppistöðuna í fæðinu fyrstu áratugi lífs síns: Fiskur, lambakjöt og mjólkurvörur.Forsíða nýjasta eintaks Men's Health. Georg er til ummfjöllunar í þessu eintaki.Georg ólst upp á sveit í Dalasýslu og starfaði sem skipasmiður og veltir Thornton upp þeirri spurningu hvort að þessi blanda af mataræði, erfiðisvinnu og hugarfari sé lykillinn að langlífi en Georg segir að hann hafi lært jákvæði af þeim í kringum sig. „Allir í kringum mig hafa alltaf verið jákvæðir, þannig að ég smitaðist af því,“ en líkt og blaðamaður Men's Health kemur inn á hefur Georg þurft á þessari jákvæðni að halda enda búinn að lifa lengur en eiginkona sín og allir vinir. „Auðvitað er það ekki gaman að flestir sem ég hef þekkt séu dánir,“ sagði Georg. „En svona er lífið og mitt mottó er bara það að taka því sem lífið færir mér.“ Ljóst er að Thornton þykir mikið til koma til Georgs og segir hann ekki líta út fyrir að vera deginum eldri en 90 ára. Þegar var kominn tími til að segja bless tók Georg svo fast í höndina á honum að hún brotnaði næstum því, svo kraftmikið var handtakið hans.
Tengdar fréttir Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson tók myndir fyrir Men's Health þegar blaðamaður blaðsins kom til landsins og kannaði langlífi íslenskra karlmanna. 10. janúar 2016 20:00 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson tók myndir fyrir Men's Health þegar blaðamaður blaðsins kom til landsins og kannaði langlífi íslenskra karlmanna. 10. janúar 2016 20:00