Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta sæunn gisladóttir. skrifar 13. janúar 2016 08:00 Olíuvinnsla fæstra ríkja stendur undir sér miðað við núvernadi olíuverð. fréttablaðið Fæst olíuframleiðsluríki geta staðið undir núverandi olíuverði, en það hefur fallið um yfir sjötíu prósent frá sumrinu 2014. „Það er olíustríð á mörkuðum," segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingarstjóri hjá VÍB, en hann flutti erindi um hrávörumarkaðinn á fundi VÍB í gær.Vignir Þór Sverrisson telur það áhugavert að sjá hvað hrávöruverð á olíu muni haldast lágt lengi.Einungis þrjú lönd, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit, og Katar, geta staðið undir hrávöruverði á olíu undir fimmtíu dollurum, vegna gífurlegra varasjóða. Eins og sjá má á myndinni er framleiðslukostnaður á olíu mismunandi milli landa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við núna í nóvember að flest olíuríki í Miðausturlöndum myndu klára varasjóði sína á fimm árum ef olíuverð héldist undir fimmtíu dollurum. Um þessar mundir er hrávöruverð á olíu rétt rúmlega þrjátíu dollarar. Þá er þetta orðin óhagkvæm framleiðsla fyrir ríkisfjármálin hjá þessum löndum. Þrátt fyrir það leyfa þeir hjá OPEC verðinu að vera svona lágt. Það má nánast leiða að því líkur að þeir séu að leysa af ákveðna framleiðendur áður en þeir finna jafnvægi í verðinu. Í erindi sínu fór Vignir almennt yfir hrávörumarkaðinn og hvað fælist í honum. „Það eru til dæmis ekki allir sem átta sig á því að sú hrávara sem er næstmest átt viðskipti með í heiminum er kaffi,“ segir Vignir. Sérstaklega var einblínt á hráolíu, gull og silfur. „Þetta hafa verið fjárfestingarvörur að ákveðnu leyti. Gullið hefur verið vörn gegn verðbólgu, vörn gegn áföllum á markaði eða pólitískri óvissu. Þetta hafa verið fjárfestingarkostir sem bæði eignastýringar og eignastýringaraðilar hafa verið að nota í sínum söfnum,“ segir Vignir.fréttablaðið„Ef við horfum almennt á verðbréfamarkaðinn og núna þegar fer að opnast fyrir höftin hjá okkur þá er hrávörumarkaðurinn einn af þeim þáttum sem hreyfa verulega við mörkuðunum og ef við horfum til dæmis á óvissuna í kringum olíuverðið – þetta er allt leiðandi þáttur í bæði hagstöðu og hreyfingu markaða í heiminum,“ segir Vignir. Í heiminum eru áttatíu og sex kauphallir sem eiga viðskipti með hrávörur. Vignir bendir á að áhrif hrávöruuverðs á olíu fari eftir því hvort þú ert neytandi eða framleiðandi olíu. „Við erum að horfa á það að tuttugu dollara lækkun á olíu eykur heimshagvöxt um hálft prósent, þannig að þetta hefur töluverð áhrif á hagvöxt. Við erum til dæmis að njóta góðs af þessu á Íslandi fyrir skipaflotann.“ Erfitt er að spá um framtíð olíuverðs. „Eftirspurnin hefur aukist töluvert í heiminum en síðasta árið hefur framboðið aukist mun meira. Þetta er framboðsdrifin lækkun á olíunni og það er spurning hvort það leiði að einhverju leyti til meiri eftirspurnar,“ segir Vignir. Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum. Hrávörumarkaðurinn from Íslandsbanki on Vimeo. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Fæst olíuframleiðsluríki geta staðið undir núverandi olíuverði, en það hefur fallið um yfir sjötíu prósent frá sumrinu 2014. „Það er olíustríð á mörkuðum," segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingarstjóri hjá VÍB, en hann flutti erindi um hrávörumarkaðinn á fundi VÍB í gær.Vignir Þór Sverrisson telur það áhugavert að sjá hvað hrávöruverð á olíu muni haldast lágt lengi.Einungis þrjú lönd, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit, og Katar, geta staðið undir hrávöruverði á olíu undir fimmtíu dollurum, vegna gífurlegra varasjóða. Eins og sjá má á myndinni er framleiðslukostnaður á olíu mismunandi milli landa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við núna í nóvember að flest olíuríki í Miðausturlöndum myndu klára varasjóði sína á fimm árum ef olíuverð héldist undir fimmtíu dollurum. Um þessar mundir er hrávöruverð á olíu rétt rúmlega þrjátíu dollarar. Þá er þetta orðin óhagkvæm framleiðsla fyrir ríkisfjármálin hjá þessum löndum. Þrátt fyrir það leyfa þeir hjá OPEC verðinu að vera svona lágt. Það má nánast leiða að því líkur að þeir séu að leysa af ákveðna framleiðendur áður en þeir finna jafnvægi í verðinu. Í erindi sínu fór Vignir almennt yfir hrávörumarkaðinn og hvað fælist í honum. „Það eru til dæmis ekki allir sem átta sig á því að sú hrávara sem er næstmest átt viðskipti með í heiminum er kaffi,“ segir Vignir. Sérstaklega var einblínt á hráolíu, gull og silfur. „Þetta hafa verið fjárfestingarvörur að ákveðnu leyti. Gullið hefur verið vörn gegn verðbólgu, vörn gegn áföllum á markaði eða pólitískri óvissu. Þetta hafa verið fjárfestingarkostir sem bæði eignastýringar og eignastýringaraðilar hafa verið að nota í sínum söfnum,“ segir Vignir.fréttablaðið„Ef við horfum almennt á verðbréfamarkaðinn og núna þegar fer að opnast fyrir höftin hjá okkur þá er hrávörumarkaðurinn einn af þeim þáttum sem hreyfa verulega við mörkuðunum og ef við horfum til dæmis á óvissuna í kringum olíuverðið – þetta er allt leiðandi þáttur í bæði hagstöðu og hreyfingu markaða í heiminum,“ segir Vignir. Í heiminum eru áttatíu og sex kauphallir sem eiga viðskipti með hrávörur. Vignir bendir á að áhrif hrávöruuverðs á olíu fari eftir því hvort þú ert neytandi eða framleiðandi olíu. „Við erum að horfa á það að tuttugu dollara lækkun á olíu eykur heimshagvöxt um hálft prósent, þannig að þetta hefur töluverð áhrif á hagvöxt. Við erum til dæmis að njóta góðs af þessu á Íslandi fyrir skipaflotann.“ Erfitt er að spá um framtíð olíuverðs. „Eftirspurnin hefur aukist töluvert í heiminum en síðasta árið hefur framboðið aukist mun meira. Þetta er framboðsdrifin lækkun á olíunni og það er spurning hvort það leiði að einhverju leyti til meiri eftirspurnar,“ segir Vignir. Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum. Hrávörumarkaðurinn from Íslandsbanki on Vimeo.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira