Innlent

Hringurinn gaf Vökudeildinni tækjabúnað í afmælisgjöf

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á Vökudeildinni er fyrirburum meðal annars veitt umönnun.
Á Vökudeildinni er fyrirburum meðal annars veitt umönnun. vísir/getty
Vökudeild Barnaspítala Hringsins átti 40 ára afmæli þann 2. febrúar síðastliðinn. Í tilefni afmælisins gaf Kvenfélagið Hringurinn deildinni tækjabúnað fyrir níu milljónir króna.

Kaupa á fjóra mæla sem notaðir eru til að meta og stýra þörf fyrir öndunarstuðning barns sem er á öndunarvél. Með búnaðinum er hægt að draga úr óþarfa inngripum og stungum til að taka blóðprufur. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir minnstu fyrirburana. Verð á þessum búnaði er tæpar sex milljónir króna.

Þá verða einnig keyptar fimm brjóstamjólkurdælur og tíu mjólkurhitarar sem samtals kosta þrjár milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×