Karl var misnotaður af póstburðarmanninum í æsku: „Ég bara gafst upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2016 15:14 Frásögn Karls hefur vakið mikla athygli. „Ég var orðinn ellefu ára gamall og það bjó póstburðarmaður í hverfinu mínu,“ segir Karl Ómar Guðbjörnsson, í átakanlegu viðtali í söfnunarþætti Stígamóta á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Hann lýsti því að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi aðeins ellefu ára gamall. „Hann var rosalega vinsæll í hverfinu og við krakkarnir í hverfinu hjálpuðum honum að bera út blöðin og svona. Hann var alltaf hress og skemmtilegur, það vantaði ekki. Hann var síðan alltaf með helling af sælgæti sem hann gaf okkur fyrir að hjálpa sér.“ Karl segir að maðurinn hafi alltaf verið með splunkunýjan lakkrís á sér og það hafi krökkunum í hverfinu þótt spennandi.Var ekki með neitt nammi á sér „Eitt sinn þegar ég er aleinn að bera út með honum kemur í ljós að hann er ekki með neitt nammi á sér. Hann bauð mér því heim til sín, og það var þá sem þetta gerðist. Hann byrjaði að segja mér frá að hann væri sko að taka mig að sér, útaf því að mamma og pabbi væru að fara flytja til útlanda á morgun, og hann ætti að taka við mér. Eftir smá spjall fór hann að þukla á mér og spurði mig hvort að mamma og pabbi gerðu ekki svona við mig líka.“ Hann segir að maðurinn hafi talið honum trú um að foreldrar ættu að gera svona við börn til að fræða þau. „Svo gekk hann alltaf lengra og lengra. Hann taldi mig trú um það að mamma og pabbi væru vondir foreldrar, af því að þau voru ekki búin að sýna mér þetta. Hann í rauninni misnotaði mig alla leið. Þetta var svo sárt. Ég man að ég stóð upp einhvern veginn með buxurnar á hælunum, og hann að hóta mér að ef ég myndi segja frá þessu myndi ég drukkna og mamma og pabbi líka.“ Karl sagði ekki frá atvikinu í mörg ár.Sagði engum frá „Ég næ að sparka í hann, á viðkvæma staðinn og það var á þeim tímapunkti sem ég náði að hlaupa út. Ég sagði aldrei neinum frá. Ég kom heim og ég man að það sem ég óttaðist mest væri hvort það væru ferðatöskur á gólfinu og hvort mamma og pabbi væru að fara.“ Hann segir að móðir hans hafi strax áttað sig á því að það væri eitthvað að þegar Karl kom heim. „Ég sagði bara að strákarnir höfðu verið að stríða mér. Það sem gerist í kjölfarið þegar vikurnar og mánuðirnir liðu var að ég lokaðist. Ég tók aldrei þátt í neinu í skólanum og stóð alltaf bara út í horni og talaði aldrei við neinn. Ég var síðan lagður í gróft einelti. Ég bara gafst upp.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Karl í heild sinni. Alls söfnuðust 58.365.000 í sérstökum söfnunarþætti Stígamóta sem sýndur var í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Um er að ræða átak Stígamóta sem ber heitið Styttum svartnættið. Markmið átaksins er að efla og bæta þjónustu um land allt við brotaþola sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hægt er að styrkja Stígamót með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: Bankanúmer: 101-15-630999 Kt.: 620190-1449 Tengdar fréttir Rúmlega 58 milljónir söfnuðust fyrir Stígamót Söfnunarþáttur Stígamóta í heild sinni. 19. nóvember 2016 10:52 Bein útsending: Söfnunarþáttur fyrir Stígamót Sérstakur söfnunarþáttur fyrir Stígamót verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2016 19:00 Söfnunarþáttur fyrir Stígamót á Stöð 2 Sérstakur söfnunarþáttur fyrir Stígamót verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2016 11:11 Leiddist út í vændi eftir gróft kynferðisofbeldi: Átti að nota kattakassa Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. 18. nóvember 2016 22:13 Yfir fimmtíu manns leitað til Stígamóta í vikunni Fimmtíu manns hafa leitað til Stígamóta síðustu vikuna til að leita sér aðstoðar. Talskona Stígamóta segir söfnunarátak þeirra hafa vakið mikla athygli og fleiri því leitað til samtakanna. Yfir sextíu milljónir söfnuðust í átakinu og um fimm hundruð mánaðarlega styrktaraðilar urðu til. 19. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Ég var orðinn ellefu ára gamall og það bjó póstburðarmaður í hverfinu mínu,“ segir Karl Ómar Guðbjörnsson, í átakanlegu viðtali í söfnunarþætti Stígamóta á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Hann lýsti því að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi aðeins ellefu ára gamall. „Hann var rosalega vinsæll í hverfinu og við krakkarnir í hverfinu hjálpuðum honum að bera út blöðin og svona. Hann var alltaf hress og skemmtilegur, það vantaði ekki. Hann var síðan alltaf með helling af sælgæti sem hann gaf okkur fyrir að hjálpa sér.“ Karl segir að maðurinn hafi alltaf verið með splunkunýjan lakkrís á sér og það hafi krökkunum í hverfinu þótt spennandi.Var ekki með neitt nammi á sér „Eitt sinn þegar ég er aleinn að bera út með honum kemur í ljós að hann er ekki með neitt nammi á sér. Hann bauð mér því heim til sín, og það var þá sem þetta gerðist. Hann byrjaði að segja mér frá að hann væri sko að taka mig að sér, útaf því að mamma og pabbi væru að fara flytja til útlanda á morgun, og hann ætti að taka við mér. Eftir smá spjall fór hann að þukla á mér og spurði mig hvort að mamma og pabbi gerðu ekki svona við mig líka.“ Hann segir að maðurinn hafi talið honum trú um að foreldrar ættu að gera svona við börn til að fræða þau. „Svo gekk hann alltaf lengra og lengra. Hann taldi mig trú um það að mamma og pabbi væru vondir foreldrar, af því að þau voru ekki búin að sýna mér þetta. Hann í rauninni misnotaði mig alla leið. Þetta var svo sárt. Ég man að ég stóð upp einhvern veginn með buxurnar á hælunum, og hann að hóta mér að ef ég myndi segja frá þessu myndi ég drukkna og mamma og pabbi líka.“ Karl sagði ekki frá atvikinu í mörg ár.Sagði engum frá „Ég næ að sparka í hann, á viðkvæma staðinn og það var á þeim tímapunkti sem ég náði að hlaupa út. Ég sagði aldrei neinum frá. Ég kom heim og ég man að það sem ég óttaðist mest væri hvort það væru ferðatöskur á gólfinu og hvort mamma og pabbi væru að fara.“ Hann segir að móðir hans hafi strax áttað sig á því að það væri eitthvað að þegar Karl kom heim. „Ég sagði bara að strákarnir höfðu verið að stríða mér. Það sem gerist í kjölfarið þegar vikurnar og mánuðirnir liðu var að ég lokaðist. Ég tók aldrei þátt í neinu í skólanum og stóð alltaf bara út í horni og talaði aldrei við neinn. Ég var síðan lagður í gróft einelti. Ég bara gafst upp.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Karl í heild sinni. Alls söfnuðust 58.365.000 í sérstökum söfnunarþætti Stígamóta sem sýndur var í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Um er að ræða átak Stígamóta sem ber heitið Styttum svartnættið. Markmið átaksins er að efla og bæta þjónustu um land allt við brotaþola sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hægt er að styrkja Stígamót með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: Bankanúmer: 101-15-630999 Kt.: 620190-1449
Tengdar fréttir Rúmlega 58 milljónir söfnuðust fyrir Stígamót Söfnunarþáttur Stígamóta í heild sinni. 19. nóvember 2016 10:52 Bein útsending: Söfnunarþáttur fyrir Stígamót Sérstakur söfnunarþáttur fyrir Stígamót verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2016 19:00 Söfnunarþáttur fyrir Stígamót á Stöð 2 Sérstakur söfnunarþáttur fyrir Stígamót verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2016 11:11 Leiddist út í vændi eftir gróft kynferðisofbeldi: Átti að nota kattakassa Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. 18. nóvember 2016 22:13 Yfir fimmtíu manns leitað til Stígamóta í vikunni Fimmtíu manns hafa leitað til Stígamóta síðustu vikuna til að leita sér aðstoðar. Talskona Stígamóta segir söfnunarátak þeirra hafa vakið mikla athygli og fleiri því leitað til samtakanna. Yfir sextíu milljónir söfnuðust í átakinu og um fimm hundruð mánaðarlega styrktaraðilar urðu til. 19. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Rúmlega 58 milljónir söfnuðust fyrir Stígamót Söfnunarþáttur Stígamóta í heild sinni. 19. nóvember 2016 10:52
Bein útsending: Söfnunarþáttur fyrir Stígamót Sérstakur söfnunarþáttur fyrir Stígamót verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2016 19:00
Söfnunarþáttur fyrir Stígamót á Stöð 2 Sérstakur söfnunarþáttur fyrir Stígamót verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2016 11:11
Leiddist út í vændi eftir gróft kynferðisofbeldi: Átti að nota kattakassa Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. 18. nóvember 2016 22:13
Yfir fimmtíu manns leitað til Stígamóta í vikunni Fimmtíu manns hafa leitað til Stígamóta síðustu vikuna til að leita sér aðstoðar. Talskona Stígamóta segir söfnunarátak þeirra hafa vakið mikla athygli og fleiri því leitað til samtakanna. Yfir sextíu milljónir söfnuðust í átakinu og um fimm hundruð mánaðarlega styrktaraðilar urðu til. 19. nóvember 2016 12:00