UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. nóvember 2016 13:30 Tyron Woodley fagnar sigrinum á Robbie Lawler. Vísir/Getty UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn.Gunnar Nelson keppir auðvitað í veltivigt UFC en þetta er einn sterkasti flokkurinn í UFC. Tyron Woodley (16-3) varð veltivigtarmeistari UFC með sigri á Robbie Lawler í sumar. Hann mun verja beltið sitt í fyrsta sinn í nótt þegar hann mætir Stephen Thompson (13-1). Sigurinn gegn Lawler kom mörgum á óvart en Woodley rotaði Lawler snemma í fyrstu lotu. Það eru ekki margir sem hafa trú á Woodley gegn Thompson enda er sá síðarnefndi sigurstranglegri hjá veðbönkum. Woodley hefur þó oft áður komið á óvart en þetta er sjötti bardaginn í röð þar sem andstæðingur hans er talinn sigurstranglegri fyrirfram. Woodley á sjálfur erfitt með að skilja hvers vegna svo fáir hafa trú á sér og er staðráðinn í að sýna hvers hann er megnugur. Woodley er frábær íþróttamaður og er með sjaldséðan hraða og sprengikraft eins og sást er hann rotaði Lawler. Woodley átti góðan feril í bandarísku háskólaglímunni og þarf að nýta sér glímuna í kvöld. Stephen Thompson er virkilega skemmtilegur bardagamaður sem hefur farið á kostum að undanförnu. Thompson hefur æft karate frá þriggja ára aldri og var ósigraður í 57 bardögum í sparkboxi áður en hann snéri sér að MMA. Thompson hefur unnið sjö bardaga í röð eftir sitt fyrsta tap á ferlinum og á þennan titilbardaga fyllilega skilið. Thompson er talsvert vinsælli en Woodley og hefur honum verið fagnað af aðdáendum í vikunni á meðan baulað er á Woodley. Thompson er líka fyrirmyndardrengur og er erfitt að segja eitthvað neikvætt um hann. Hann kennir krökkum karate, kemur vel fyrir og er með skemmtilegan stíl í búrinu sem gaman er að horfa á. Thompson er með afskaplega góða fótavinnu og er oft á tíðum líkt og hann sé ósnertanlegur. Hann er snöggur og tæknilegur og reynist hann mörgum bardagamönnum erfið ráðgáta. Það gæti því reynst meistaranum Woodley erfitt fyrir að stoppa karate strákinn Stephen Thompson. Það myndi reynast Woodley vel að þjarma að Thompson upp við búrið þar sem hann hefur minna pláss til að athafna sig. Það er þó hægara sagt en gert enda hafa margir reynt en fáum tekist. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 205 en þeir Eddie Alvarez og Conor McGregor mætast í aðalbardaga kvöldsins. UFC 205 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 3, aðfaranótt sunnudags. MMA Tengdar fréttir Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18 Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn.Gunnar Nelson keppir auðvitað í veltivigt UFC en þetta er einn sterkasti flokkurinn í UFC. Tyron Woodley (16-3) varð veltivigtarmeistari UFC með sigri á Robbie Lawler í sumar. Hann mun verja beltið sitt í fyrsta sinn í nótt þegar hann mætir Stephen Thompson (13-1). Sigurinn gegn Lawler kom mörgum á óvart en Woodley rotaði Lawler snemma í fyrstu lotu. Það eru ekki margir sem hafa trú á Woodley gegn Thompson enda er sá síðarnefndi sigurstranglegri hjá veðbönkum. Woodley hefur þó oft áður komið á óvart en þetta er sjötti bardaginn í röð þar sem andstæðingur hans er talinn sigurstranglegri fyrirfram. Woodley á sjálfur erfitt með að skilja hvers vegna svo fáir hafa trú á sér og er staðráðinn í að sýna hvers hann er megnugur. Woodley er frábær íþróttamaður og er með sjaldséðan hraða og sprengikraft eins og sást er hann rotaði Lawler. Woodley átti góðan feril í bandarísku háskólaglímunni og þarf að nýta sér glímuna í kvöld. Stephen Thompson er virkilega skemmtilegur bardagamaður sem hefur farið á kostum að undanförnu. Thompson hefur æft karate frá þriggja ára aldri og var ósigraður í 57 bardögum í sparkboxi áður en hann snéri sér að MMA. Thompson hefur unnið sjö bardaga í röð eftir sitt fyrsta tap á ferlinum og á þennan titilbardaga fyllilega skilið. Thompson er talsvert vinsælli en Woodley og hefur honum verið fagnað af aðdáendum í vikunni á meðan baulað er á Woodley. Thompson er líka fyrirmyndardrengur og er erfitt að segja eitthvað neikvætt um hann. Hann kennir krökkum karate, kemur vel fyrir og er með skemmtilegan stíl í búrinu sem gaman er að horfa á. Thompson er með afskaplega góða fótavinnu og er oft á tíðum líkt og hann sé ósnertanlegur. Hann er snöggur og tæknilegur og reynist hann mörgum bardagamönnum erfið ráðgáta. Það gæti því reynst meistaranum Woodley erfitt fyrir að stoppa karate strákinn Stephen Thompson. Það myndi reynast Woodley vel að þjarma að Thompson upp við búrið þar sem hann hefur minna pláss til að athafna sig. Það er þó hægara sagt en gert enda hafa margir reynt en fáum tekist. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 205 en þeir Eddie Alvarez og Conor McGregor mætast í aðalbardaga kvöldsins. UFC 205 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 3, aðfaranótt sunnudags.
MMA Tengdar fréttir Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18 Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18
Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00
Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00