Goðsögnin tók „besta lag allra tíma“ í Hörpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2016 11:45 Brian Wilson á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Vísir/Eyþór Eftir tæplega tveggja klukkustunda tónleika gekk Brian Wilson fyrstur af sviðinu eftir flutning á einhverju mesta meistaraverki poppsögunnar, Pet Sounds. Tónlistarmaðurinn 74 ára var fyrirliðinn í ellefu manna vel skipaðri hljómsveit þar sem öll helstu lög Beach Boys voru spiluð. Bekkurinn var þéttsetinn í Hörpu og hvergi til sparað. Wilson var í aðalhlutverki í frægustu lögum sveitarinnar en inni á milli hélt hann sér til hlés, spilaði á píanóið og lét Jardine-feðgana Al og Matt um sönginn. Greinilegt var hve mikla virðingu samstarfsmennirnir báru fyrir Wilson, goðsögn í lifanda lífi, sem var fyrir löngu greindur með geðklofa og geðhvarfasýki. Wilson sat við flygilinn og nýtti stundum tækifærið á milli laga til að spjalla við tónleikagesti.vísir/eyþór Rödd Brian Wilson má muna sinn fífil fegurri, eðlilega, en það var samt einstakt að heyra listamanninn sjálfan flytja slagarana sína, á fjórða tug í gærkvöldi. Pet Sounds var spiluð í réttri röð, hlið A og svo hlið B. Áður en yfir lauk stóð fólk á fætur og dansaði í takt við Good Vibrations, Barbara Ann og Surfin’ USA. Hápunktur tónleikanna var þegar Wilson flutti sitt frægast og að margra mati fallegast lag. Paul McCartney er reyndar á þeirri skoðun að lagið sé það flottast sem nokkurn tímann hefur verið samið og segist alltaf fella tár þegar hann heyri það. Lái honum hver sem vill. Brian Wilson og sveitin hans á sviðinu í gær.Vísir/Eyþór Pet Sounds fagnar fimmtíu ára afmæli sínu um þessar mundir en þetta mun vera í síðasta skipti sem Wilson ætlar að flytja plötuna í heild sinni. Wilson hefur aldrei áður komið til Íslands og sagði í ítarlegu viðtali við Birgi Örn Steinarsson á dögunum að hann færi aðallega í göngutúra þegar hann ætti frídaga. Þá helst í kringum hótelin þar sem hann dvelur hverju sinni. Hann elski að spila fyrir fólk. „Okkur finnst gaman að halda áfram því tónlist okkar gerir fólk hamingjusamt.“Að neðan má hlusta á eitt fallegasta lag allra tíma, God Only Knows.Lagalistinn frá í gærCalifornia GirlsDance, Dance, DanceI Get AroundShut Down/Little Deuce CoupeLittle HondaIn My RoomSurfer GirlDon't Worry BabyWake the WorldAdd Some Music to Your DayCalifornia Saga: CaliforniaYou're So Good to MeWild HoneyFunky PrettySail On, Sailor Wouldn't It Be NiceYou Still Believe In MeThat’s Not meDon’t Talk (Put Your Head On My Shoulder)I'm Waiting for the DayLet's Go Away for AwhileSloop John BGod Only KnowsI Know There’s an AnswerHere TodayI Just Wasn't Made for These TimesPet SoundsCaroline, No AukalögGood VibrationsHelp Me, RhondaBarbara AnnSurfin' U.S.A.Fun, Fun, Fun Tengdar fréttir „Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“ Strandarstrákurinn og tónlistargoðsögnin Brian Wilson er á leiðinni til Íslands. Birgir Örn Steinarsson átti undarlegt samtal við hann í síma. 1. september 2016 05:00 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Týndu tvífararnir sameinaðir á ný Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Eftir tæplega tveggja klukkustunda tónleika gekk Brian Wilson fyrstur af sviðinu eftir flutning á einhverju mesta meistaraverki poppsögunnar, Pet Sounds. Tónlistarmaðurinn 74 ára var fyrirliðinn í ellefu manna vel skipaðri hljómsveit þar sem öll helstu lög Beach Boys voru spiluð. Bekkurinn var þéttsetinn í Hörpu og hvergi til sparað. Wilson var í aðalhlutverki í frægustu lögum sveitarinnar en inni á milli hélt hann sér til hlés, spilaði á píanóið og lét Jardine-feðgana Al og Matt um sönginn. Greinilegt var hve mikla virðingu samstarfsmennirnir báru fyrir Wilson, goðsögn í lifanda lífi, sem var fyrir löngu greindur með geðklofa og geðhvarfasýki. Wilson sat við flygilinn og nýtti stundum tækifærið á milli laga til að spjalla við tónleikagesti.vísir/eyþór Rödd Brian Wilson má muna sinn fífil fegurri, eðlilega, en það var samt einstakt að heyra listamanninn sjálfan flytja slagarana sína, á fjórða tug í gærkvöldi. Pet Sounds var spiluð í réttri röð, hlið A og svo hlið B. Áður en yfir lauk stóð fólk á fætur og dansaði í takt við Good Vibrations, Barbara Ann og Surfin’ USA. Hápunktur tónleikanna var þegar Wilson flutti sitt frægast og að margra mati fallegast lag. Paul McCartney er reyndar á þeirri skoðun að lagið sé það flottast sem nokkurn tímann hefur verið samið og segist alltaf fella tár þegar hann heyri það. Lái honum hver sem vill. Brian Wilson og sveitin hans á sviðinu í gær.Vísir/Eyþór Pet Sounds fagnar fimmtíu ára afmæli sínu um þessar mundir en þetta mun vera í síðasta skipti sem Wilson ætlar að flytja plötuna í heild sinni. Wilson hefur aldrei áður komið til Íslands og sagði í ítarlegu viðtali við Birgi Örn Steinarsson á dögunum að hann færi aðallega í göngutúra þegar hann ætti frídaga. Þá helst í kringum hótelin þar sem hann dvelur hverju sinni. Hann elski að spila fyrir fólk. „Okkur finnst gaman að halda áfram því tónlist okkar gerir fólk hamingjusamt.“Að neðan má hlusta á eitt fallegasta lag allra tíma, God Only Knows.Lagalistinn frá í gærCalifornia GirlsDance, Dance, DanceI Get AroundShut Down/Little Deuce CoupeLittle HondaIn My RoomSurfer GirlDon't Worry BabyWake the WorldAdd Some Music to Your DayCalifornia Saga: CaliforniaYou're So Good to MeWild HoneyFunky PrettySail On, Sailor Wouldn't It Be NiceYou Still Believe In MeThat’s Not meDon’t Talk (Put Your Head On My Shoulder)I'm Waiting for the DayLet's Go Away for AwhileSloop John BGod Only KnowsI Know There’s an AnswerHere TodayI Just Wasn't Made for These TimesPet SoundsCaroline, No AukalögGood VibrationsHelp Me, RhondaBarbara AnnSurfin' U.S.A.Fun, Fun, Fun
Tengdar fréttir „Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“ Strandarstrákurinn og tónlistargoðsögnin Brian Wilson er á leiðinni til Íslands. Birgir Örn Steinarsson átti undarlegt samtal við hann í síma. 1. september 2016 05:00 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Týndu tvífararnir sameinaðir á ný Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
„Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“ Strandarstrákurinn og tónlistargoðsögnin Brian Wilson er á leiðinni til Íslands. Birgir Örn Steinarsson átti undarlegt samtal við hann í síma. 1. september 2016 05:00