Fengu Jón í hljómsveitina því hann er edrú og á jeppa Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 14:03 Súperstjörnurnar og Jón sem ætlar að nýta tækifærið og baða sig í frægð félaga sinna og tromma sem mest hann má. Gosar eru ný súpergrúbba þar sem hver stórstjarnan treðst um aðra þvera: Valdimar, Snorri Helgason, Teitur Magnússon, Örn Eldjárn og svo, ef skyggnst er bak við trommusettið þá má þar sjá þar Jón Mýrdal. Sem óneitanlega stingur nokkuð í stúf. Vísir gat ekki stillt sig um að forvitnast um hvernig liggur í þessu. „Ég trommaði síðast fyrir svona 20 árum. Ég kann alveg að tromma, sko,“ útskýrir Jón fyrir blaðamanni Vísis. „Það var Iron Maden og Ozzy og eitthvað svoleiðis. Ég tók þátt í músíktilraunum með hljómsveitinni Við erum menn á sínum tíma. Svo hef ég nú bara verið í dvala.“Fengu Jón í hljómsveitina því hann er edrú og á jeppa Já, dvala sem trommari en það er ekki svo að hann hafi látið lítið fyrir sér fara. Jón hefur undanfarin ár látið að sér kveða í veitingabransanum og vakið athygli sem vert. Hann stýrir Bravó – knæpu við Laugaveg, skemmtistaðnum og tónleikastaðnum Húrra við Tryggvagötu og svo er það Messinn, veitingastaður við Lækjargötu, sem hefur slegið rækilega í gegn.Sannkallaðir Gosar. Þeir fundu besta trommara í heimi sem bókstaflega ber þá á höndum sér.Þórsteinn SigurðssonHvað vilja þeir þessir frægu og mikilsmetnu popparar vilja hafa með þig að gera í þessu samhengi? „Mig grunaði nú fljótt, þegar þeir komu að máli við mig, að þetta gæti verið út af því að ég á góðan jeppa.“Ha? „Já, og svo er ég edrú. Draslið kemst einhvern veginn þægilega fyrir í bílnum, og ég keyri alltaf og ég held að það sé meginástæðan.“Drekka frítt á börum Jóns Og, hljómsveitarmeðlimir eru þá væntanlega að drekka frítt á þínum börum? „Þegar lagt var upp var þetta hugsað þannig að við ætluðum ekki að spila í Reykjavík. Við ætlum að sigra landsbyggðina fyrst. Og við höfum ekki verið bókaðir neitt á Húrra.“ En, hæg eru heimatökin. Snorri Helgason starfar fyrir Jón, við að bóka hljómsveitir á Húrra og ef vill verður hægur leikurinn að koma Gosum að þar. „En, jájá. Ég átta mig náttúrlega á því að ég er fýsilegur kostur útaf þessari bartengingu. Auðvelt að halda hljómsveitarfundi. Það er verið að plana og þeir fundir fara fram á þessum börum.“Þeir vilja detta í belginn á poppurunum bjórarnir, einn til þrír af börum Jóns.visir/daníelJón hlýtur að teljast heppilegasti einhver sá allra heppilegasti fyrir fátæka poppara að hafa með sér í hljómsveit. Það liggur algerlega ljóst fyrir.Ætlar að baða sig í frægð félaga sinna Og, þá dettur nú kannski einn bjór og annar til í belginn á þessum tónlistarmönnum? „Já, heldur betur. Og ein og ein panna af steinbít hefur runnið ljúft ofan í þá.“ En, fyrir þig sem trymbil, elur þetta ekki á óöryggi ef forsendurnar virðast vera þessar – að þú fáir að vera með af því að þú átt boltann? „Jú. Ég byrjaði mjög varlega. Spilaði lítið á trommusettið. Fyrstu þrjú giggin. En ég er farinn að færast í aukana. Og ég er búinn að tilkynna þeim það að mér hafi fundist þetta einkennilegt í fyrstu, þegar þeir komu að máli við mig og ég fenginn í hljómsveitina. En ég ætla bara að nýta mér það og ríða þá öldu að baða mig í frægð þeirra.“ Fyrir þá sem vilja berja Gosa augum þá munu þeir troða upp annað kvöld, í Landnámssetrinu á Borgarnesi. Þar er Jón á heimavelli því hann á ætt og uppruna að rekja þangað. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Gosar eru ný súpergrúbba þar sem hver stórstjarnan treðst um aðra þvera: Valdimar, Snorri Helgason, Teitur Magnússon, Örn Eldjárn og svo, ef skyggnst er bak við trommusettið þá má þar sjá þar Jón Mýrdal. Sem óneitanlega stingur nokkuð í stúf. Vísir gat ekki stillt sig um að forvitnast um hvernig liggur í þessu. „Ég trommaði síðast fyrir svona 20 árum. Ég kann alveg að tromma, sko,“ útskýrir Jón fyrir blaðamanni Vísis. „Það var Iron Maden og Ozzy og eitthvað svoleiðis. Ég tók þátt í músíktilraunum með hljómsveitinni Við erum menn á sínum tíma. Svo hef ég nú bara verið í dvala.“Fengu Jón í hljómsveitina því hann er edrú og á jeppa Já, dvala sem trommari en það er ekki svo að hann hafi látið lítið fyrir sér fara. Jón hefur undanfarin ár látið að sér kveða í veitingabransanum og vakið athygli sem vert. Hann stýrir Bravó – knæpu við Laugaveg, skemmtistaðnum og tónleikastaðnum Húrra við Tryggvagötu og svo er það Messinn, veitingastaður við Lækjargötu, sem hefur slegið rækilega í gegn.Sannkallaðir Gosar. Þeir fundu besta trommara í heimi sem bókstaflega ber þá á höndum sér.Þórsteinn SigurðssonHvað vilja þeir þessir frægu og mikilsmetnu popparar vilja hafa með þig að gera í þessu samhengi? „Mig grunaði nú fljótt, þegar þeir komu að máli við mig, að þetta gæti verið út af því að ég á góðan jeppa.“Ha? „Já, og svo er ég edrú. Draslið kemst einhvern veginn þægilega fyrir í bílnum, og ég keyri alltaf og ég held að það sé meginástæðan.“Drekka frítt á börum Jóns Og, hljómsveitarmeðlimir eru þá væntanlega að drekka frítt á þínum börum? „Þegar lagt var upp var þetta hugsað þannig að við ætluðum ekki að spila í Reykjavík. Við ætlum að sigra landsbyggðina fyrst. Og við höfum ekki verið bókaðir neitt á Húrra.“ En, hæg eru heimatökin. Snorri Helgason starfar fyrir Jón, við að bóka hljómsveitir á Húrra og ef vill verður hægur leikurinn að koma Gosum að þar. „En, jájá. Ég átta mig náttúrlega á því að ég er fýsilegur kostur útaf þessari bartengingu. Auðvelt að halda hljómsveitarfundi. Það er verið að plana og þeir fundir fara fram á þessum börum.“Þeir vilja detta í belginn á poppurunum bjórarnir, einn til þrír af börum Jóns.visir/daníelJón hlýtur að teljast heppilegasti einhver sá allra heppilegasti fyrir fátæka poppara að hafa með sér í hljómsveit. Það liggur algerlega ljóst fyrir.Ætlar að baða sig í frægð félaga sinna Og, þá dettur nú kannski einn bjór og annar til í belginn á þessum tónlistarmönnum? „Já, heldur betur. Og ein og ein panna af steinbít hefur runnið ljúft ofan í þá.“ En, fyrir þig sem trymbil, elur þetta ekki á óöryggi ef forsendurnar virðast vera þessar – að þú fáir að vera með af því að þú átt boltann? „Jú. Ég byrjaði mjög varlega. Spilaði lítið á trommusettið. Fyrstu þrjú giggin. En ég er farinn að færast í aukana. Og ég er búinn að tilkynna þeim það að mér hafi fundist þetta einkennilegt í fyrstu, þegar þeir komu að máli við mig og ég fenginn í hljómsveitina. En ég ætla bara að nýta mér það og ríða þá öldu að baða mig í frægð þeirra.“ Fyrir þá sem vilja berja Gosa augum þá munu þeir troða upp annað kvöld, í Landnámssetrinu á Borgarnesi. Þar er Jón á heimavelli því hann á ætt og uppruna að rekja þangað.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira