Jóni Hákoni komið á þurrt land Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. júní 2016 19:30 Frá björgunaraðgerðum í dag. vísir/hafþór Landhelgisgæslan hefur í dag reynt að koma dragnótabátnum Jóni Hákoni á þurrt land á Ísafirði. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir síðustu daga en báturinn kom inn til Ísafjarðar í fyrradag. Verið er að losa sjó úr bátnum sem gegnur hægt en örugglega og búist er við að hann verði kominn á þurrt land síðar í kvöld til frekari rannsóknar. „Þetta hefur gengið bara mjög vel. Við höfum þurft að þétta bátinn meria heldur en við áttum vona á, en náðum ekki að gera það alveg þannig að við höfum verið að dæla frá honum frá því í gærkvöldi,“ segir Jón Arilíus Ingólfsson, rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Svo virðist sem báturinn sé verr farinn en menn áttu von á, en töluverður leki er að bátnum og breytti það björgunaraðgerðum. „Þessi staða hefur breytt því að í staðinn fyrir að taka hann í slipp þá sjáum við okkur ekki annað fært en að taka hann beint á land,“ Segir Jón Arilíus. Enn er ekki ljóst hvað gerðist þegar báturinn fórst úti fyrir Aðalvík í júlí á síðasta ári. „Þegar við erum búnir að ná honum upp þá tekur við okkar eiginlega rannsókn. Við þurfum að mæla bátinn upp, til að fá rétta mælingu á hann uppá að reikna stöðugleika. Við eigum eftir að skoða og fara yfir til að sjá hvort við finnum einhverja galla sem geta skýrt þetta atvik. Það er einnig með björgunarbúnaðinn og lensibúnaðinn. Þannig að við komumst í þetta allt saman og við eigum ekki von á því að það hafi skemmst þó þetta hafi dregist þennan tíma. Þannig að við eigum vona á því besta að niðurstöður verði góðar,“ segir Jón Arilíus. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur í dag reynt að koma dragnótabátnum Jóni Hákoni á þurrt land á Ísafirði. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir síðustu daga en báturinn kom inn til Ísafjarðar í fyrradag. Verið er að losa sjó úr bátnum sem gegnur hægt en örugglega og búist er við að hann verði kominn á þurrt land síðar í kvöld til frekari rannsóknar. „Þetta hefur gengið bara mjög vel. Við höfum þurft að þétta bátinn meria heldur en við áttum vona á, en náðum ekki að gera það alveg þannig að við höfum verið að dæla frá honum frá því í gærkvöldi,“ segir Jón Arilíus Ingólfsson, rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Svo virðist sem báturinn sé verr farinn en menn áttu von á, en töluverður leki er að bátnum og breytti það björgunaraðgerðum. „Þessi staða hefur breytt því að í staðinn fyrir að taka hann í slipp þá sjáum við okkur ekki annað fært en að taka hann beint á land,“ Segir Jón Arilíus. Enn er ekki ljóst hvað gerðist þegar báturinn fórst úti fyrir Aðalvík í júlí á síðasta ári. „Þegar við erum búnir að ná honum upp þá tekur við okkar eiginlega rannsókn. Við þurfum að mæla bátinn upp, til að fá rétta mælingu á hann uppá að reikna stöðugleika. Við eigum eftir að skoða og fara yfir til að sjá hvort við finnum einhverja galla sem geta skýrt þetta atvik. Það er einnig með björgunarbúnaðinn og lensibúnaðinn. Þannig að við komumst í þetta allt saman og við eigum ekki von á því að það hafi skemmst þó þetta hafi dregist þennan tíma. Þannig að við eigum vona á því besta að niðurstöður verði góðar,“ segir Jón Arilíus.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira