„Nagladekk í dag ekki eins og nagladekk í gamla daga“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2016 23:37 Nagladekkin eru umdeild. Vísir/Róbert Reynisson Það fer alfarið eftir því hvert er verið að keyra hvort æskilegt sé að vera á nagladekkjum eða ekki á höfuðborgarsvæðinu mati sérfræðings í umferðaröryggi. Reykjavíkurborg sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem íbúar borgarinnar voru hvattir til þess að nota ekki nagladekk. Í tilkynningunni kom raunar fram að nagladekk væru ekki æskileg þar sem þau spæni upp malbikið og auki þar með á kostnað borgarinnar vegna viðhalds gatna. Þessu eru Ólafur Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðingur hjá FÍB, ekki sammála. Hann segir að mikil þróun hafi orðið í nagladekkjum síðustu ár. Þar auki sé það gerð malbiksins, ekki dekkin, sem eigi stærri hluta í því að svokölluð hjólför myndist.Ólafur GuðmundssonVísir„Þau gera það ekki vegna þess að malbikið hér er mýkra, það er mýkra grjót í þvi. Rásirnar eru ekki bara út af sliti frá dekkjum heldur vegna þess að malbikið er svo þunnt. Það sígur bara,“ segir Ólafur sem segir að 10-15 prósent af sliti gatna sé að völdum nagladekkja. „Svo skal líka hafa í huga að nagladekk í dag eru ekki eins og nagladekk í gamla daga. Það eru færri naglar í dekkjunum, þau eru léttari og í mörgum tilfellum minni,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þeir sem keyri einungis um í Reykjavík þurfi líklega ekki að vera á nagladekkjum, en fyrir þá sem fara reglulega úr bænum, geti fátt komið í stað nagladekkjanna. „Þeir sem keyra minna og meira bara innanbæjar hafa að mínu viti ekkert að gera með nagladekk. Vera með góð vetrardekk og passa að þau séu ekki slitin,“ segir Ólafur. „Ef að menn eru að fara úr bænum, bústaðaferðir fyrir austan eða eru að fara oft yfir Hellisheiði kemur hins vegar ekkert í stað nagla.“ Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira
Það fer alfarið eftir því hvert er verið að keyra hvort æskilegt sé að vera á nagladekkjum eða ekki á höfuðborgarsvæðinu mati sérfræðings í umferðaröryggi. Reykjavíkurborg sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem íbúar borgarinnar voru hvattir til þess að nota ekki nagladekk. Í tilkynningunni kom raunar fram að nagladekk væru ekki æskileg þar sem þau spæni upp malbikið og auki þar með á kostnað borgarinnar vegna viðhalds gatna. Þessu eru Ólafur Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðingur hjá FÍB, ekki sammála. Hann segir að mikil þróun hafi orðið í nagladekkjum síðustu ár. Þar auki sé það gerð malbiksins, ekki dekkin, sem eigi stærri hluta í því að svokölluð hjólför myndist.Ólafur GuðmundssonVísir„Þau gera það ekki vegna þess að malbikið hér er mýkra, það er mýkra grjót í þvi. Rásirnar eru ekki bara út af sliti frá dekkjum heldur vegna þess að malbikið er svo þunnt. Það sígur bara,“ segir Ólafur sem segir að 10-15 prósent af sliti gatna sé að völdum nagladekkja. „Svo skal líka hafa í huga að nagladekk í dag eru ekki eins og nagladekk í gamla daga. Það eru færri naglar í dekkjunum, þau eru léttari og í mörgum tilfellum minni,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þeir sem keyri einungis um í Reykjavík þurfi líklega ekki að vera á nagladekkjum, en fyrir þá sem fara reglulega úr bænum, geti fátt komið í stað nagladekkjanna. „Þeir sem keyra minna og meira bara innanbæjar hafa að mínu viti ekkert að gera með nagladekk. Vera með góð vetrardekk og passa að þau séu ekki slitin,“ segir Ólafur. „Ef að menn eru að fara úr bænum, bústaðaferðir fyrir austan eða eru að fara oft yfir Hellisheiði kemur hins vegar ekkert í stað nagla.“
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira