Kynsjúkdómar færast í aukana hér á landi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. júlí 2016 19:30 Kynsjúkdómar eru að færast í aukana hér á landi og þá einkum sárasótt og lekandi. Þá hafa fleiri greinst með HIV það sem af er ári en á öllu síðasta ári. Sóttvarnarlæknir segir þessa þróun vera áhyggjuefni og að hvetja þurfi til aukinnar smokkanotkunar. Greint er frá því í fréttabréfi sóttvarnarlæknis að kynsjúkdómar hafi verið að sækja í sig veðrið hér á landi undanfarna mánuði. Það sem af er árinu 2016 hafa 16 tilfelli af sárasótt verið greind á Íslandi, fjórtán karlmenn og tvær konur. Það er umtalsverð aukning á sjúkdómum á undanförnum tveimur árum. Þá hafa mun fleiri greinst með lekanda á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Það sem af er árinu 2016 hafa 16 einstaklingar greinst með HIV-sýkingu, þar af þrír með alnæmi. Það eru fleiri en á öllu síðasta ári. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir þetta áhyggjuefni. „Menn eru að sjá þessa aukningu á lekanda og sárasótt. Þetta er aukning einkum hjá karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn. Sennilega er orsökin sú að menn eru farnir að slaka á notkun smokka og viðhafa kynmök sem eru kannski ekki eins örugg og áður,“segir Þórólfur. „Það hefur náðst mjög góður árangur í meðferð við HIV og það má vel vera að menn hafi slakað aðeins á og talið að það sé ekki þörf á að nota smokka. Þess vegna blossi þessir kynsjúkdómar upp aftur. Mér finnst það líklegasta skýringin.“ Þórólfur segir að hvetja þurfi til aukinnar smokkanotkunar þar sem dregið hafi jafnt og þétt úr notkun þeirra síðustu ár. „Það þarf í fyrsta lagi að vekja athygli á þessu og koma þessum skilaboðum inn í áhættuhópana þar sem þessi sýking er orðin áberandi. Og hvetja til ábyrgs kynlífs og aukinnar notkunnar smokka. Svo þarf líka að efla forvarnir og upplýsingafræðslu til dæmis í skólum. Það er það sem verið er að gera núna.“ Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Kynsjúkdómar eru að færast í aukana hér á landi og þá einkum sárasótt og lekandi. Þá hafa fleiri greinst með HIV það sem af er ári en á öllu síðasta ári. Sóttvarnarlæknir segir þessa þróun vera áhyggjuefni og að hvetja þurfi til aukinnar smokkanotkunar. Greint er frá því í fréttabréfi sóttvarnarlæknis að kynsjúkdómar hafi verið að sækja í sig veðrið hér á landi undanfarna mánuði. Það sem af er árinu 2016 hafa 16 tilfelli af sárasótt verið greind á Íslandi, fjórtán karlmenn og tvær konur. Það er umtalsverð aukning á sjúkdómum á undanförnum tveimur árum. Þá hafa mun fleiri greinst með lekanda á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Það sem af er árinu 2016 hafa 16 einstaklingar greinst með HIV-sýkingu, þar af þrír með alnæmi. Það eru fleiri en á öllu síðasta ári. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir þetta áhyggjuefni. „Menn eru að sjá þessa aukningu á lekanda og sárasótt. Þetta er aukning einkum hjá karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn. Sennilega er orsökin sú að menn eru farnir að slaka á notkun smokka og viðhafa kynmök sem eru kannski ekki eins örugg og áður,“segir Þórólfur. „Það hefur náðst mjög góður árangur í meðferð við HIV og það má vel vera að menn hafi slakað aðeins á og talið að það sé ekki þörf á að nota smokka. Þess vegna blossi þessir kynsjúkdómar upp aftur. Mér finnst það líklegasta skýringin.“ Þórólfur segir að hvetja þurfi til aukinnar smokkanotkunar þar sem dregið hafi jafnt og þétt úr notkun þeirra síðustu ár. „Það þarf í fyrsta lagi að vekja athygli á þessu og koma þessum skilaboðum inn í áhættuhópana þar sem þessi sýking er orðin áberandi. Og hvetja til ábyrgs kynlífs og aukinnar notkunnar smokka. Svo þarf líka að efla forvarnir og upplýsingafræðslu til dæmis í skólum. Það er það sem verið er að gera núna.“
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira