Byrjaði að prjóna í fótboltaferðalögum Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. janúar 2016 09:00 Vilhelm Ottó Biering Ottósson er sáttur við saumavélina sem hann fékk frá ömmu sinni. Hinn þrettán ára gamli Akureyringur Vilhelm Ottó Biering Ottósson fékk snemma áhuga á prjóna- og saumaskap og hefur undanfarna mánuði verið iðinn við að sauma og prjóna slaufur. „Ég hef alltaf haft gaman af því að búa eitthvað til í höndunum og byrjaði að prjóna til dæmis húfur í fyrravor. Þegar ég var ný orðinn þrettán ára byrjaði ég að prjóna slaufur og svo í haust byrjaði ég að sauma slaufur,“ segir Vilhelm Ottó um upphafið á saumaskapnum. „Ég fór eiginlega að prjóna og sauma af fullri alvöru vegna þess að ég var eiginlega of ungur til þess að sækja um vinnu.“ Hann segir að handavinnukennarinn sinn sé ákaflega ánægður með þann gífurlega áhuga sem hann hefur sýnt prjóna- og saumaskapnum. „Jú, handavinnukennarinn er sáttur við mig,“ segir Vilhelm Ottó og hlær. Hann sér um að hanna og búa til slaufurnar alveg sjálfur. „Kennarinn minn kenndi mér hvernig maður á að gera þetta.“Hér má sjá slaufur eftir Vilhelm Ottó.Hann segir það taka um það bil klukkustund að prjóna eina slaufu en að sauma slaufu taki örlítið styttri tíma. „Maður er aðeins fljótari að sauma en þá þarf maður að undirbúa slaufuna eins og til dæmis að strauja efnið, setja títuprjóna og þræða saumavélina,“ útskýrir Vilhelm Ottó sem stofnaði fyrir skömmu Facebook-síðu þar sem hægt er að skoða og panta slaufur. Fyrir utan sauma- og prjónaskapinn hefur Vilhelm Ottó gaman af íþróttum og er til dæmis að æfa bæði körfubolta og fótbolta, ásamt því að vera nemandi í 8. bekk í Glerárskóla. Hann hefur til dæmis nýtt fótboltaferðalögin vel og prjónað á meðan hann er ekki að sparka í knöttinn og segir að félögunum þyki þetta frekar kúl. Hvernig hefur hann tíma fyrir þetta allt saman? „Maður verður að nýta tímann vel og forgangsraða rétt. Það tekur ekkert það langan tíma að gera slaufu, ég geri stundum eina og eina slaufu á kvöldin áður en ég fer að sofa,“ segir Vilhelm Ottó og hlær. Vilhelm Ottó segist hafa saumað og prjónað í kringum hundrað slaufur á sínum ferli. „Ég hef líklega prjónað um fjörutíu slaufur og saumað um sextíu slaufur.“ Slaufurnar og aðrar vörur eftir Vilhelm Ottó hafa verið til sölu í versluninni The Viking á Akureyri og í Jólahúsinu í Eyjafirði. Þá var mikið að gera hjá honum fyrir jólin. „Já, það var mjög mikið að gera í desember, einn daginn fór ég ekki út úr húsi, ég sat við saumavélina og straujaði allan daginn. Ég held að bara ég sjálfur hafi selt um þrjátíu slaufur í desember og svo líka auðvitað í búðunum. Ég veit líka að útlendingarnir voru hrifnir af prjónuðu slaufunum, það hafa einhverjar slaufur farið til Þýskalands, Spánar og Dubai,“ segir Vilhelm Ottó. Þá voru slaufurnar vinsælar jólagjafir fjölskyldunnar. Hann fékk fyrir skömmu saumavél ömmu sinnar og er hæstánægður með hana. „Þetta er öflug saumavél þó hún sé dálítið gömul, ég held hún sé frá 1960 en hún er góð.“ Hann langar að framleiða alls kyns fatnað í framtíðinni og er til dæmis nýbyrjaður að sauma klúta. „Mig langar að gera meira og hef verið að hugsa um það. Ég held samt að þetta sé gott í bili en ég ætla gera meira í framtíðinni,“ bætir Vilhelm Ottó við. Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Hinn þrettán ára gamli Akureyringur Vilhelm Ottó Biering Ottósson fékk snemma áhuga á prjóna- og saumaskap og hefur undanfarna mánuði verið iðinn við að sauma og prjóna slaufur. „Ég hef alltaf haft gaman af því að búa eitthvað til í höndunum og byrjaði að prjóna til dæmis húfur í fyrravor. Þegar ég var ný orðinn þrettán ára byrjaði ég að prjóna slaufur og svo í haust byrjaði ég að sauma slaufur,“ segir Vilhelm Ottó um upphafið á saumaskapnum. „Ég fór eiginlega að prjóna og sauma af fullri alvöru vegna þess að ég var eiginlega of ungur til þess að sækja um vinnu.“ Hann segir að handavinnukennarinn sinn sé ákaflega ánægður með þann gífurlega áhuga sem hann hefur sýnt prjóna- og saumaskapnum. „Jú, handavinnukennarinn er sáttur við mig,“ segir Vilhelm Ottó og hlær. Hann sér um að hanna og búa til slaufurnar alveg sjálfur. „Kennarinn minn kenndi mér hvernig maður á að gera þetta.“Hér má sjá slaufur eftir Vilhelm Ottó.Hann segir það taka um það bil klukkustund að prjóna eina slaufu en að sauma slaufu taki örlítið styttri tíma. „Maður er aðeins fljótari að sauma en þá þarf maður að undirbúa slaufuna eins og til dæmis að strauja efnið, setja títuprjóna og þræða saumavélina,“ útskýrir Vilhelm Ottó sem stofnaði fyrir skömmu Facebook-síðu þar sem hægt er að skoða og panta slaufur. Fyrir utan sauma- og prjónaskapinn hefur Vilhelm Ottó gaman af íþróttum og er til dæmis að æfa bæði körfubolta og fótbolta, ásamt því að vera nemandi í 8. bekk í Glerárskóla. Hann hefur til dæmis nýtt fótboltaferðalögin vel og prjónað á meðan hann er ekki að sparka í knöttinn og segir að félögunum þyki þetta frekar kúl. Hvernig hefur hann tíma fyrir þetta allt saman? „Maður verður að nýta tímann vel og forgangsraða rétt. Það tekur ekkert það langan tíma að gera slaufu, ég geri stundum eina og eina slaufu á kvöldin áður en ég fer að sofa,“ segir Vilhelm Ottó og hlær. Vilhelm Ottó segist hafa saumað og prjónað í kringum hundrað slaufur á sínum ferli. „Ég hef líklega prjónað um fjörutíu slaufur og saumað um sextíu slaufur.“ Slaufurnar og aðrar vörur eftir Vilhelm Ottó hafa verið til sölu í versluninni The Viking á Akureyri og í Jólahúsinu í Eyjafirði. Þá var mikið að gera hjá honum fyrir jólin. „Já, það var mjög mikið að gera í desember, einn daginn fór ég ekki út úr húsi, ég sat við saumavélina og straujaði allan daginn. Ég held að bara ég sjálfur hafi selt um þrjátíu slaufur í desember og svo líka auðvitað í búðunum. Ég veit líka að útlendingarnir voru hrifnir af prjónuðu slaufunum, það hafa einhverjar slaufur farið til Þýskalands, Spánar og Dubai,“ segir Vilhelm Ottó. Þá voru slaufurnar vinsælar jólagjafir fjölskyldunnar. Hann fékk fyrir skömmu saumavél ömmu sinnar og er hæstánægður með hana. „Þetta er öflug saumavél þó hún sé dálítið gömul, ég held hún sé frá 1960 en hún er góð.“ Hann langar að framleiða alls kyns fatnað í framtíðinni og er til dæmis nýbyrjaður að sauma klúta. „Mig langar að gera meira og hef verið að hugsa um það. Ég held samt að þetta sé gott í bili en ég ætla gera meira í framtíðinni,“ bætir Vilhelm Ottó við.
Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira