Af menntun og skólahaldi í fangelsum Gylfi Þorkelsson skrifar 11. febrúar 2016 07:00 Árið 2008 skilaði nefnd skipuð fulltrúum frá mennta- og dómsmálaráðuneytum, Fangelsismálastofnun og Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) tillögum að stefnumótun í menntunarmálum fanga. Nefndinni var falið að huga sérstaklega að fjarkennslu gegnum Netið, verkmenntun, menntun erlendra fanga og þeim sem fallið hafa út úr skyldunámi. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru að nám í fangelsum gegndi lykilhlutverki í endurhæfingu. Leggja bæri áherslu á að kynna fyrir föngum námsmöguleika, meta fyrra nám og raunfærni, bjóða öfluga sérkennslu og einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Lykilatriði til árangurs væri góð aðstaða til náms í öllum fangelsum, ekki síst aðstaða til verknáms og starfsþjálfunar, föngum verði tryggður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, tölvum, bókasafni og nettengingu þar sem það á við og heimild til netnotkunar verði rýmkuð í lögum. Þá lagði nefndin það til að áratuga reynsla FSu af kennslu í fangelsum yrði nýtt áfram, og þannig að föngum almennt standi til boða að stunda nám, þ.e. að skólinn verði „móðurskóli“ fyrir menntun fanga á Íslandi. Sumum tillögunum var þegar komið á koppinn. Af þeim er mest um vert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa við FSu sem eingöngu vinnur að málefnum fanga. Að stærstum hluta er það nýtt á Litla-Hrauni og Sogni. Þar hefur starfsmaður fasta viðveru en sinnir einnig föngum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Hluti stöðugildisins nýtist föngum á Kvíabryggju og Akureyri. Ráðning náms- og starfsráðgjafa er stærsta framfaraskrefið í menntunarmálum fanga í langan tíma. Fleira mætti segja í viðunandi farvegi. Það sem enn hefur þó lítt eða ekki verið brugðist við lýtur að aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar, og hæpið er að halda því fram að öflug sérkennsla sé í boði fyrir fanga, þó mikilvæg sé. Engin sérstök aðstaða til náms er á Kvíabryggju og mjög takmörkuð á Akureyri en í skólanum á Litla-Hrauni og Sogni er aðstaðan að mörgu leyti góð hvað bóknám varðar. Þar er bæði námsver fyrir háskólanema og tölvuver sem nýtist vel til fjarnáms við ýmsa skóla. Við FSu er hálft stöðugildi fyrir kennslustjóra í fangelsum sem sér um skipulagningu náms og kennslu á Litla-Hrauni og Sogni. Auk hans sinna sex kennarar staðnámi á Litla-Hrauni og þrír á Sogni. Fimm aðrir kennarar við FSu voru með fanga í fjarnámi á síðustu önn og fangar stunda einnig fjarnám við Tækniskólann og FÁ.Lag að auka fjölbreytni Alls innritaðist í nám á Litla-Hrauni og Sogni 71 nemandi á haustönn 2015. Þar af voru fimm í háskólanámi, en hinir 66 voru skráðir í 43 mismunandi námsáfanga. Nemendur koma og fara á önninni, en þegar mest var taldi kladdinn 53 nemendur, þar af 42 á Litla-Hrauni, en þess má geta að skólastofan þar rúmar 15 nemendur og tvísetja varð því skólann í þremur grunngreinunum. Af þessari litlu tölfræðisamantekt má sjá að töluvert er umleikis í menntamálum fanga. Margir hafa líka náð góðum námsárangri, sumir afburðaárangri. Hefðbundið bóknám hefur verið í fyrirrúmi, en brýnast til framtíðar litið er að fylgja ráðum fyrrgreindrar nefndar og bæta aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar og að koma á öflugri sérkennslu. Tiltölulega einfalt ætti að vera að nýta húsakost á Litla-Hrauni betur til að bjóða upp á fjölbreyttari verkmenntun. Það þyrfti ekki að kosta mikið. Ef alvara fylgir umræðu um betrunarvist í fangelsum í stað refsivistar, og að menntun sé besta betrunarúrræðið, þá er lag að auka fjölbreytni og bæta verulega aðstöðu fanga til náms, án óhóflegs tilkostnaðar. Að lokum má minna á að innan skamms verður tekið í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Þau tímamót er upplagt að nýta til allsherjar stefnumótunar í fangelsismálum, þar sem menntun fanga yrði í forgrunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Árið 2008 skilaði nefnd skipuð fulltrúum frá mennta- og dómsmálaráðuneytum, Fangelsismálastofnun og Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) tillögum að stefnumótun í menntunarmálum fanga. Nefndinni var falið að huga sérstaklega að fjarkennslu gegnum Netið, verkmenntun, menntun erlendra fanga og þeim sem fallið hafa út úr skyldunámi. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru að nám í fangelsum gegndi lykilhlutverki í endurhæfingu. Leggja bæri áherslu á að kynna fyrir föngum námsmöguleika, meta fyrra nám og raunfærni, bjóða öfluga sérkennslu og einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Lykilatriði til árangurs væri góð aðstaða til náms í öllum fangelsum, ekki síst aðstaða til verknáms og starfsþjálfunar, föngum verði tryggður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, tölvum, bókasafni og nettengingu þar sem það á við og heimild til netnotkunar verði rýmkuð í lögum. Þá lagði nefndin það til að áratuga reynsla FSu af kennslu í fangelsum yrði nýtt áfram, og þannig að föngum almennt standi til boða að stunda nám, þ.e. að skólinn verði „móðurskóli“ fyrir menntun fanga á Íslandi. Sumum tillögunum var þegar komið á koppinn. Af þeim er mest um vert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa við FSu sem eingöngu vinnur að málefnum fanga. Að stærstum hluta er það nýtt á Litla-Hrauni og Sogni. Þar hefur starfsmaður fasta viðveru en sinnir einnig föngum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Hluti stöðugildisins nýtist föngum á Kvíabryggju og Akureyri. Ráðning náms- og starfsráðgjafa er stærsta framfaraskrefið í menntunarmálum fanga í langan tíma. Fleira mætti segja í viðunandi farvegi. Það sem enn hefur þó lítt eða ekki verið brugðist við lýtur að aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar, og hæpið er að halda því fram að öflug sérkennsla sé í boði fyrir fanga, þó mikilvæg sé. Engin sérstök aðstaða til náms er á Kvíabryggju og mjög takmörkuð á Akureyri en í skólanum á Litla-Hrauni og Sogni er aðstaðan að mörgu leyti góð hvað bóknám varðar. Þar er bæði námsver fyrir háskólanema og tölvuver sem nýtist vel til fjarnáms við ýmsa skóla. Við FSu er hálft stöðugildi fyrir kennslustjóra í fangelsum sem sér um skipulagningu náms og kennslu á Litla-Hrauni og Sogni. Auk hans sinna sex kennarar staðnámi á Litla-Hrauni og þrír á Sogni. Fimm aðrir kennarar við FSu voru með fanga í fjarnámi á síðustu önn og fangar stunda einnig fjarnám við Tækniskólann og FÁ.Lag að auka fjölbreytni Alls innritaðist í nám á Litla-Hrauni og Sogni 71 nemandi á haustönn 2015. Þar af voru fimm í háskólanámi, en hinir 66 voru skráðir í 43 mismunandi námsáfanga. Nemendur koma og fara á önninni, en þegar mest var taldi kladdinn 53 nemendur, þar af 42 á Litla-Hrauni, en þess má geta að skólastofan þar rúmar 15 nemendur og tvísetja varð því skólann í þremur grunngreinunum. Af þessari litlu tölfræðisamantekt má sjá að töluvert er umleikis í menntamálum fanga. Margir hafa líka náð góðum námsárangri, sumir afburðaárangri. Hefðbundið bóknám hefur verið í fyrirrúmi, en brýnast til framtíðar litið er að fylgja ráðum fyrrgreindrar nefndar og bæta aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar og að koma á öflugri sérkennslu. Tiltölulega einfalt ætti að vera að nýta húsakost á Litla-Hrauni betur til að bjóða upp á fjölbreyttari verkmenntun. Það þyrfti ekki að kosta mikið. Ef alvara fylgir umræðu um betrunarvist í fangelsum í stað refsivistar, og að menntun sé besta betrunarúrræðið, þá er lag að auka fjölbreytni og bæta verulega aðstöðu fanga til náms, án óhóflegs tilkostnaðar. Að lokum má minna á að innan skamms verður tekið í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Þau tímamót er upplagt að nýta til allsherjar stefnumótunar í fangelsismálum, þar sem menntun fanga yrði í forgrunni.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun