Halda upp á rúbínbrúðkaup 16. september 2016 16:00 Leó og Guðrún deila mörgum hugðarefnum, svo sem bóklestri og ferðalögum. Fréttablaðið/GVA Við getum ekki treyst því að við verðum hérna megin grafar á gullbrúðkaupsdaginn. Því ætlum við að halda upp á rúbínbrúðkaupið á morgun með okkar nánustu en verðum ekki heima,“ segir Guðrún Karlsdóttir um 40 ára brúðkaupsafmæli sitt og Leo J. W. Ingasonar. Þau rifja upp fyrstu kynnin sem voru í Átthagasalnum á Hótel Sögu, eiginlega voru það átthagarnir sem leiddu þau saman. „Við byrjuðum að spjalla og Leó fékk áhuga á mér af því hann er Strandamaður í föðurættina en ég úr næstu sýslu, Húnaþingi vestra. Leó er hálfur Hollendingur og mér fannst spennandi að hitta mann sem væri bara Íslendingur að hálfu leyti, það var svolítið öðruvísi. Þetta samband hefur enst ágætlega hjá okkur,“ segir Guðrún glaðlega. Guðrún kveðst hafa starfað á búi foreldra sinna á Stóru-Borg á sumrin fram undir tvítugt og rekstur fjárins á afrétt á vorin og haustgöngur standi upp úr í minningunum, fegurðin á fjöllum og útsýnið. En Leó var fyrstu fimm árin sín í Haag í Hollandi og flutti þá til Reykjavíkur með foreldrum og þremur systkinum. Hestamennska er Guðrúnu í blóð borin og hún fékkst við tamningar á árum áður. Leó er minna fyrir hestana en hjónin deila mörgum hugðarefnum, svo sem bóklestri, tungumálum og ferðalögum. Þau fóru bæði í langskólanám og náðu sér í hinar ýmsu gráður. Leó var bæjar- og síðan héraðsskjalavörður Kópavogs og sinnti kennslu við HÍ og víðar. Hann hefur á síðari árum stundað rannsóknir á doktorssviði við háskólann í Leiden Hollandi á hollensk-íslenskum samskiptum á fyrri öldum, einkum á sviði sjávarútvegs og verslunar. Guðrún hefur síldarsöltun, hótelstörf erlendis, skrifstofuvinnu og prentsetningu á Tímanum og fleira á ferilskránni. Hún var forstöðumaður skráningardeildar í Þjóðarbókhlöðunni og stundakennari við HÍ í bókasafns- og upplýsingafræði. Bæði hafa þau hjón unnið að ritstörfum og eru félagar í Bandalagi þýðenda og túlka. Tvö börn eignuðust þau Guðrún og Leó, Karlottu Maríu þýðanda og Gunnar Leó, tónlistar- og málvísindamann, sem lést fyrir níu árum. En hvar skyldu þau hafa látið pússa sig saman fyrir fjörutíu árum? „Það var í Langholtskirkju,“ lýsir Guðrún. „Leó ólst upp í Vogahverfinu og séra Sigurður Haukur Guðjónsson var prestur fjölskyldunnar. Við hittum hann utan við kirkjuna, hann fór strax að spjalla við okkur og þar með hvarf okkur allt stress. Við vorum líka mjög ánægð með orð hans í athöfninni.“ gun@frettabladid.is Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Við getum ekki treyst því að við verðum hérna megin grafar á gullbrúðkaupsdaginn. Því ætlum við að halda upp á rúbínbrúðkaupið á morgun með okkar nánustu en verðum ekki heima,“ segir Guðrún Karlsdóttir um 40 ára brúðkaupsafmæli sitt og Leo J. W. Ingasonar. Þau rifja upp fyrstu kynnin sem voru í Átthagasalnum á Hótel Sögu, eiginlega voru það átthagarnir sem leiddu þau saman. „Við byrjuðum að spjalla og Leó fékk áhuga á mér af því hann er Strandamaður í föðurættina en ég úr næstu sýslu, Húnaþingi vestra. Leó er hálfur Hollendingur og mér fannst spennandi að hitta mann sem væri bara Íslendingur að hálfu leyti, það var svolítið öðruvísi. Þetta samband hefur enst ágætlega hjá okkur,“ segir Guðrún glaðlega. Guðrún kveðst hafa starfað á búi foreldra sinna á Stóru-Borg á sumrin fram undir tvítugt og rekstur fjárins á afrétt á vorin og haustgöngur standi upp úr í minningunum, fegurðin á fjöllum og útsýnið. En Leó var fyrstu fimm árin sín í Haag í Hollandi og flutti þá til Reykjavíkur með foreldrum og þremur systkinum. Hestamennska er Guðrúnu í blóð borin og hún fékkst við tamningar á árum áður. Leó er minna fyrir hestana en hjónin deila mörgum hugðarefnum, svo sem bóklestri, tungumálum og ferðalögum. Þau fóru bæði í langskólanám og náðu sér í hinar ýmsu gráður. Leó var bæjar- og síðan héraðsskjalavörður Kópavogs og sinnti kennslu við HÍ og víðar. Hann hefur á síðari árum stundað rannsóknir á doktorssviði við háskólann í Leiden Hollandi á hollensk-íslenskum samskiptum á fyrri öldum, einkum á sviði sjávarútvegs og verslunar. Guðrún hefur síldarsöltun, hótelstörf erlendis, skrifstofuvinnu og prentsetningu á Tímanum og fleira á ferilskránni. Hún var forstöðumaður skráningardeildar í Þjóðarbókhlöðunni og stundakennari við HÍ í bókasafns- og upplýsingafræði. Bæði hafa þau hjón unnið að ritstörfum og eru félagar í Bandalagi þýðenda og túlka. Tvö börn eignuðust þau Guðrún og Leó, Karlottu Maríu þýðanda og Gunnar Leó, tónlistar- og málvísindamann, sem lést fyrir níu árum. En hvar skyldu þau hafa látið pússa sig saman fyrir fjörutíu árum? „Það var í Langholtskirkju,“ lýsir Guðrún. „Leó ólst upp í Vogahverfinu og séra Sigurður Haukur Guðjónsson var prestur fjölskyldunnar. Við hittum hann utan við kirkjuna, hann fór strax að spjalla við okkur og þar með hvarf okkur allt stress. Við vorum líka mjög ánægð með orð hans í athöfninni.“ gun@frettabladid.is
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira