Halda upp á rúbínbrúðkaup 16. september 2016 16:00 Leó og Guðrún deila mörgum hugðarefnum, svo sem bóklestri og ferðalögum. Fréttablaðið/GVA Við getum ekki treyst því að við verðum hérna megin grafar á gullbrúðkaupsdaginn. Því ætlum við að halda upp á rúbínbrúðkaupið á morgun með okkar nánustu en verðum ekki heima,“ segir Guðrún Karlsdóttir um 40 ára brúðkaupsafmæli sitt og Leo J. W. Ingasonar. Þau rifja upp fyrstu kynnin sem voru í Átthagasalnum á Hótel Sögu, eiginlega voru það átthagarnir sem leiddu þau saman. „Við byrjuðum að spjalla og Leó fékk áhuga á mér af því hann er Strandamaður í föðurættina en ég úr næstu sýslu, Húnaþingi vestra. Leó er hálfur Hollendingur og mér fannst spennandi að hitta mann sem væri bara Íslendingur að hálfu leyti, það var svolítið öðruvísi. Þetta samband hefur enst ágætlega hjá okkur,“ segir Guðrún glaðlega. Guðrún kveðst hafa starfað á búi foreldra sinna á Stóru-Borg á sumrin fram undir tvítugt og rekstur fjárins á afrétt á vorin og haustgöngur standi upp úr í minningunum, fegurðin á fjöllum og útsýnið. En Leó var fyrstu fimm árin sín í Haag í Hollandi og flutti þá til Reykjavíkur með foreldrum og þremur systkinum. Hestamennska er Guðrúnu í blóð borin og hún fékkst við tamningar á árum áður. Leó er minna fyrir hestana en hjónin deila mörgum hugðarefnum, svo sem bóklestri, tungumálum og ferðalögum. Þau fóru bæði í langskólanám og náðu sér í hinar ýmsu gráður. Leó var bæjar- og síðan héraðsskjalavörður Kópavogs og sinnti kennslu við HÍ og víðar. Hann hefur á síðari árum stundað rannsóknir á doktorssviði við háskólann í Leiden Hollandi á hollensk-íslenskum samskiptum á fyrri öldum, einkum á sviði sjávarútvegs og verslunar. Guðrún hefur síldarsöltun, hótelstörf erlendis, skrifstofuvinnu og prentsetningu á Tímanum og fleira á ferilskránni. Hún var forstöðumaður skráningardeildar í Þjóðarbókhlöðunni og stundakennari við HÍ í bókasafns- og upplýsingafræði. Bæði hafa þau hjón unnið að ritstörfum og eru félagar í Bandalagi þýðenda og túlka. Tvö börn eignuðust þau Guðrún og Leó, Karlottu Maríu þýðanda og Gunnar Leó, tónlistar- og málvísindamann, sem lést fyrir níu árum. En hvar skyldu þau hafa látið pússa sig saman fyrir fjörutíu árum? „Það var í Langholtskirkju,“ lýsir Guðrún. „Leó ólst upp í Vogahverfinu og séra Sigurður Haukur Guðjónsson var prestur fjölskyldunnar. Við hittum hann utan við kirkjuna, hann fór strax að spjalla við okkur og þar með hvarf okkur allt stress. Við vorum líka mjög ánægð með orð hans í athöfninni.“ gun@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Sjá meira
Við getum ekki treyst því að við verðum hérna megin grafar á gullbrúðkaupsdaginn. Því ætlum við að halda upp á rúbínbrúðkaupið á morgun með okkar nánustu en verðum ekki heima,“ segir Guðrún Karlsdóttir um 40 ára brúðkaupsafmæli sitt og Leo J. W. Ingasonar. Þau rifja upp fyrstu kynnin sem voru í Átthagasalnum á Hótel Sögu, eiginlega voru það átthagarnir sem leiddu þau saman. „Við byrjuðum að spjalla og Leó fékk áhuga á mér af því hann er Strandamaður í föðurættina en ég úr næstu sýslu, Húnaþingi vestra. Leó er hálfur Hollendingur og mér fannst spennandi að hitta mann sem væri bara Íslendingur að hálfu leyti, það var svolítið öðruvísi. Þetta samband hefur enst ágætlega hjá okkur,“ segir Guðrún glaðlega. Guðrún kveðst hafa starfað á búi foreldra sinna á Stóru-Borg á sumrin fram undir tvítugt og rekstur fjárins á afrétt á vorin og haustgöngur standi upp úr í minningunum, fegurðin á fjöllum og útsýnið. En Leó var fyrstu fimm árin sín í Haag í Hollandi og flutti þá til Reykjavíkur með foreldrum og þremur systkinum. Hestamennska er Guðrúnu í blóð borin og hún fékkst við tamningar á árum áður. Leó er minna fyrir hestana en hjónin deila mörgum hugðarefnum, svo sem bóklestri, tungumálum og ferðalögum. Þau fóru bæði í langskólanám og náðu sér í hinar ýmsu gráður. Leó var bæjar- og síðan héraðsskjalavörður Kópavogs og sinnti kennslu við HÍ og víðar. Hann hefur á síðari árum stundað rannsóknir á doktorssviði við háskólann í Leiden Hollandi á hollensk-íslenskum samskiptum á fyrri öldum, einkum á sviði sjávarútvegs og verslunar. Guðrún hefur síldarsöltun, hótelstörf erlendis, skrifstofuvinnu og prentsetningu á Tímanum og fleira á ferilskránni. Hún var forstöðumaður skráningardeildar í Þjóðarbókhlöðunni og stundakennari við HÍ í bókasafns- og upplýsingafræði. Bæði hafa þau hjón unnið að ritstörfum og eru félagar í Bandalagi þýðenda og túlka. Tvö börn eignuðust þau Guðrún og Leó, Karlottu Maríu þýðanda og Gunnar Leó, tónlistar- og málvísindamann, sem lést fyrir níu árum. En hvar skyldu þau hafa látið pússa sig saman fyrir fjörutíu árum? „Það var í Langholtskirkju,“ lýsir Guðrún. „Leó ólst upp í Vogahverfinu og séra Sigurður Haukur Guðjónsson var prestur fjölskyldunnar. Við hittum hann utan við kirkjuna, hann fór strax að spjalla við okkur og þar með hvarf okkur allt stress. Við vorum líka mjög ánægð með orð hans í athöfninni.“ gun@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Sjá meira