Brynjar Níelsson: Flokkurinn verður að standa saman í stóru málunum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. apríl 2016 21:03 Brynjar Níelsson. Vísir/Pjetur Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ósáttur við að samflokkskona hans, Unnur Brá Konráðsdóttir, hafi greitt atkvæði með tillögum stjórnarandstöðunnar um þingrof. Mikilvægt sé að flokkurinn standi saman í svo stórum málum. „Ég hef oft sagt, innan þingflokksins líka, að ef menn ætla að ná árangri þarf liðsheildin að vera sterk, að menn standi saman,“ sagði Brynjar í Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Menn eru auðvitað ekkert sammála um allt og menn takast á. En ef það kemur niðurstaða innan þingflokksins í stórum pólitískum málum eins og hvort menn ætli að lifa áfram í ríkisstjórn eða ekki, fjárlagafrumvarpið og öðrum stefnumálum, þá þurfa menn að standa saman sem einn maður, annars kemur bara losarabragur á þetta og erfiðara verður að framkvæma hlutina.“ Aðspurður um stöðu flokksins í dag, í ljósi þess hversu mikið hefur gengið á að undanförnu, með vísan í afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og mál Illuga Gunnarssonar og Orku Energy, sagði Brynjar að þessi mál hafi reynst flokknum óþægileg. Nú þurfi að líta í eigin barm og auka traust og trúverðugleika. „Þessi mál hafa verið okkur óþægileg, það er alveg augljóst. En það sem við getum gert er að leggja þessi stóru hagsmunamál þjóðarinnar í dóm kjósenda. Við þurfum auðvitað að líta í eigin barm yfir þessum mistökum, sem við getum kallað PR klúður – minniháttar mál. Við þurfum að velta fyrir okkur hvort við höfum alltaf gert rétt, gagnrýna okkur sjálf og fara yfir þetta. Það eru sumir laskaðri en aðrir. Menn þurfa að auka traust og trúverðugleika,“ sagði Brynjar. Þá var hann spurður hvort ekki hefði verið kjörið tækifæri að kynna inn nýjan ráðherra, líkt og Framsókn gerði, í ljósi þess hversu stutt væri í næstu kosningar. „Það gæti auðvitað verið ágætt að breyta einhverri ásýnd. En nýr ráðherra gerir ekkert á sex mánuðum. Það væri þá bara eitthvað fix sem ég held að skipti ekki neinu máli.“ Þáttinn í heild má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ósáttur við að samflokkskona hans, Unnur Brá Konráðsdóttir, hafi greitt atkvæði með tillögum stjórnarandstöðunnar um þingrof. Mikilvægt sé að flokkurinn standi saman í svo stórum málum. „Ég hef oft sagt, innan þingflokksins líka, að ef menn ætla að ná árangri þarf liðsheildin að vera sterk, að menn standi saman,“ sagði Brynjar í Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Menn eru auðvitað ekkert sammála um allt og menn takast á. En ef það kemur niðurstaða innan þingflokksins í stórum pólitískum málum eins og hvort menn ætli að lifa áfram í ríkisstjórn eða ekki, fjárlagafrumvarpið og öðrum stefnumálum, þá þurfa menn að standa saman sem einn maður, annars kemur bara losarabragur á þetta og erfiðara verður að framkvæma hlutina.“ Aðspurður um stöðu flokksins í dag, í ljósi þess hversu mikið hefur gengið á að undanförnu, með vísan í afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og mál Illuga Gunnarssonar og Orku Energy, sagði Brynjar að þessi mál hafi reynst flokknum óþægileg. Nú þurfi að líta í eigin barm og auka traust og trúverðugleika. „Þessi mál hafa verið okkur óþægileg, það er alveg augljóst. En það sem við getum gert er að leggja þessi stóru hagsmunamál þjóðarinnar í dóm kjósenda. Við þurfum auðvitað að líta í eigin barm yfir þessum mistökum, sem við getum kallað PR klúður – minniháttar mál. Við þurfum að velta fyrir okkur hvort við höfum alltaf gert rétt, gagnrýna okkur sjálf og fara yfir þetta. Það eru sumir laskaðri en aðrir. Menn þurfa að auka traust og trúverðugleika,“ sagði Brynjar. Þá var hann spurður hvort ekki hefði verið kjörið tækifæri að kynna inn nýjan ráðherra, líkt og Framsókn gerði, í ljósi þess hversu stutt væri í næstu kosningar. „Það gæti auðvitað verið ágætt að breyta einhverri ásýnd. En nýr ráðherra gerir ekkert á sex mánuðum. Það væri þá bara eitthvað fix sem ég held að skipti ekki neinu máli.“ Þáttinn í heild má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira