Sofandi að feigðarósi – Landsnet sekkur Magnús Rannver Rafnsson skrifar 23. september 2016 07:00 Alvarleg staða Landsnets var fyrirsjáanleg. Og hún á að öllum líkindum eftir að versna. Fjallað var um þetta í blaðagreinum árið 2012 en Landsnet hafði þá þegar ratað inn á ógæfubrautir. Á fundi með iðnaðarráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, og skrifstofustjóra iðnaðar, Ingva Má Pálssyni, var sömuleiðis snert á málinu árið 2013. Staðan í dag – ósætti, tafir og óvissa – er rökrétt afleiðing af vinnubrögðum Landsnets, Bakki er bara enn eitt málið í langri röð slíkra mála. Verulegar líkur eru á að Landsnet eigi eftir að skaða íslenskan orkuiðnað enn frekar, óháð hinu fyrirsjáanlega óafturkræfa umhverfistjóni að ógleymdum óumdeildum neikvæðum áhrifum á stærstu atvinnugrein landsins; ferðamannaiðnað. Fólk flest er ekki upplýst um þá staðreynd að Landsnet gerir enn ráð fyrir sínum hefðbundnu lausnum (stálgrindum) í öllum fyrirliggjandi áætlunum um uppbyggingu raforkuflutningskerfisins; 100 milljarða uppbygging flutningskerfa framtíðarinnar verður keyrð áfram á fortíðinni. Jafnvel þótt stærstur hluti samfélagsins sé ósáttur við lausnir Landsnets er engu breytt í þessum efnum. Sem er áhugaverð staðreynd. Ólíklegt verður að teljast að áætlanir Landsnets eins og þær liggja fyrir verði nokkurn tíma samþykktar í samfélaginu. Það kemur ekki í veg fyrir að þær verði barðar í gegn með pólitísku valdi ef að líkum lætur.Áfram vaðið yfir fólk Það ætti ekki að vefjast fyrir Landsvirkjun, móðurfélagi Landsnets, að sjá hvert stefnir nú þegar fyrirtækið hefur komið sér upp vörumerkjasérfræðingi á raforkusviði. Ímynd vörunnar sem fyrirtækið byggir starfsemi sína á er jú afar mikilvæg. Raforkuflutningskerfi eru þekktasta birtingarmynd fyrirbærisins raforka og hún er neikvæð. Hún er ekki bara svolítið neikvæð, hún er svo illa liðin í samfélaginu að það er vart hægt að finna nokkuð svo mikilvægt sem á sama tíma mætir svo mikilli mótspyrnu. En menn láta sér ekki segjast, áfram er vaðið yfir fólk, fjöll og firnindi með slóð efnislegrar og óefnislegrar eyðileggingar í eftirdragi. Fleiri lögfræðingar og fleiri dómsmál er uppskeran. Skyldi þetta skapa jákvæða ímynd af raforku? Jákvæð ímynd vindorku á heimsvísu er ekki tilviljun heldur afrakstur frumkvöðlastarfs sem hófst í Danmörku. Danir enduruppgötvuðu vindorku og þróuðu betri tækni með nútímaverkfræði. Ætli það hefði skilað sama árangri að bjóða fram stálgráar vindmyllur reistar á hægryðgandi stálgrindaflækjum samkvæmt aðferðafræði frá miðri síðustu öld? Halda svo úti áróðri samtímis um að hér fari besta aðferðin og aðrar lausnir borgi sig ekki? Það var ekki sjálfgefið að hvít vindtúrbína á hvítum stofni yrði ein sterkasta táknmynd umhverfisvænnar orku í heiminum. Í stuttu máli byggir árangurinn á nýsköpun, tækniþróun og þekkingu Dana á mörgum sviðum. Slík uppskera krefst framtíðarsýnar. Framtíðarsýn yfirvalda á þessu sviði er mér ráðgáta, en virðist vera þessi: Hendum 100 milljörðum í hugsjónir og arfleifð sem ekki standast kröfur samtímans – hvorki tæknilega né umhverfislega – en setjum um leið einn lítinn sætan milljarð í nýsköpunarfyrirtækin svo þau geti leikið sér fram yfir kosningar. Byggjum á meðan skjaldborg um örfáa sérhagsmunaliða við eftirlaunaaldur, til að tryggja að úreltri 100 milljarða hugmyndafræði þeirra um raforkuflutningskerfi verði örugglega áfram þröngvað upp á samfélagið. Bein ríkisafskipti – s.s. með heimilun á upptöku lands eða skipan vanhæfra sérfræðinga í nefndir – ættu að koma með það sem upp á vantar, svo það sé alveg öruggt að rannsóknir og tækniþróun á samkeppnisforsendum geti ekki stuðlað að framförum á þessu sviði. Einmitt þannig fáum við stöðuna sem upp er komin í starfsumhverfi Landsnets og er fullkomlega rökrétt.Einokun og sérhagsmunagæsla Barack Obama sagði fyrr á árinu: Að gera ekkert er ákvörðun. Einmitt það hefur verið gert; ekkert. Staðan í dag er afleiðing af þeirri stóru ákvörðun. Landsnet er ítrekað staðið að vafasömum vinnubrögðum án þess að við því sé brugðist. Viðvarandi einokun og sérhagsmunagæsla hefur skilað okkur ónothæfum lausnum. Það fyrst og fremst er að valda tjóni í orkuiðnaði. Í stað þess að frjóvga jarðveginn fyrir nýja framtíðarsýn og lausnamiðaða tækniþróun á þessu umdeilda sviði stillir ráðherra sér upp í fremstu varnarlínu sérhagsmunaafla sem ætla að byggja 100 milljarða flutningskerfi á fortíðinni; án þess að uppfylla lögboðnar kröfur. Að orðstír Íslands sé lagður undir á þessum hæpnu forsendum eru mistök. Það þarf að endurskipuleggja starfsumhverfið um flutningskerfi raforku. Eða er ætlunin að sigla áfram sofandi inn í fortíðina? Með öðrum orðum; myndum við í dag byggja nýtt háskólasjúkrahús samkvæmt hugmyndafræði frá miðri síðustu öld?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Alvarleg staða Landsnets var fyrirsjáanleg. Og hún á að öllum líkindum eftir að versna. Fjallað var um þetta í blaðagreinum árið 2012 en Landsnet hafði þá þegar ratað inn á ógæfubrautir. Á fundi með iðnaðarráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, og skrifstofustjóra iðnaðar, Ingva Má Pálssyni, var sömuleiðis snert á málinu árið 2013. Staðan í dag – ósætti, tafir og óvissa – er rökrétt afleiðing af vinnubrögðum Landsnets, Bakki er bara enn eitt málið í langri röð slíkra mála. Verulegar líkur eru á að Landsnet eigi eftir að skaða íslenskan orkuiðnað enn frekar, óháð hinu fyrirsjáanlega óafturkræfa umhverfistjóni að ógleymdum óumdeildum neikvæðum áhrifum á stærstu atvinnugrein landsins; ferðamannaiðnað. Fólk flest er ekki upplýst um þá staðreynd að Landsnet gerir enn ráð fyrir sínum hefðbundnu lausnum (stálgrindum) í öllum fyrirliggjandi áætlunum um uppbyggingu raforkuflutningskerfisins; 100 milljarða uppbygging flutningskerfa framtíðarinnar verður keyrð áfram á fortíðinni. Jafnvel þótt stærstur hluti samfélagsins sé ósáttur við lausnir Landsnets er engu breytt í þessum efnum. Sem er áhugaverð staðreynd. Ólíklegt verður að teljast að áætlanir Landsnets eins og þær liggja fyrir verði nokkurn tíma samþykktar í samfélaginu. Það kemur ekki í veg fyrir að þær verði barðar í gegn með pólitísku valdi ef að líkum lætur.Áfram vaðið yfir fólk Það ætti ekki að vefjast fyrir Landsvirkjun, móðurfélagi Landsnets, að sjá hvert stefnir nú þegar fyrirtækið hefur komið sér upp vörumerkjasérfræðingi á raforkusviði. Ímynd vörunnar sem fyrirtækið byggir starfsemi sína á er jú afar mikilvæg. Raforkuflutningskerfi eru þekktasta birtingarmynd fyrirbærisins raforka og hún er neikvæð. Hún er ekki bara svolítið neikvæð, hún er svo illa liðin í samfélaginu að það er vart hægt að finna nokkuð svo mikilvægt sem á sama tíma mætir svo mikilli mótspyrnu. En menn láta sér ekki segjast, áfram er vaðið yfir fólk, fjöll og firnindi með slóð efnislegrar og óefnislegrar eyðileggingar í eftirdragi. Fleiri lögfræðingar og fleiri dómsmál er uppskeran. Skyldi þetta skapa jákvæða ímynd af raforku? Jákvæð ímynd vindorku á heimsvísu er ekki tilviljun heldur afrakstur frumkvöðlastarfs sem hófst í Danmörku. Danir enduruppgötvuðu vindorku og þróuðu betri tækni með nútímaverkfræði. Ætli það hefði skilað sama árangri að bjóða fram stálgráar vindmyllur reistar á hægryðgandi stálgrindaflækjum samkvæmt aðferðafræði frá miðri síðustu öld? Halda svo úti áróðri samtímis um að hér fari besta aðferðin og aðrar lausnir borgi sig ekki? Það var ekki sjálfgefið að hvít vindtúrbína á hvítum stofni yrði ein sterkasta táknmynd umhverfisvænnar orku í heiminum. Í stuttu máli byggir árangurinn á nýsköpun, tækniþróun og þekkingu Dana á mörgum sviðum. Slík uppskera krefst framtíðarsýnar. Framtíðarsýn yfirvalda á þessu sviði er mér ráðgáta, en virðist vera þessi: Hendum 100 milljörðum í hugsjónir og arfleifð sem ekki standast kröfur samtímans – hvorki tæknilega né umhverfislega – en setjum um leið einn lítinn sætan milljarð í nýsköpunarfyrirtækin svo þau geti leikið sér fram yfir kosningar. Byggjum á meðan skjaldborg um örfáa sérhagsmunaliða við eftirlaunaaldur, til að tryggja að úreltri 100 milljarða hugmyndafræði þeirra um raforkuflutningskerfi verði örugglega áfram þröngvað upp á samfélagið. Bein ríkisafskipti – s.s. með heimilun á upptöku lands eða skipan vanhæfra sérfræðinga í nefndir – ættu að koma með það sem upp á vantar, svo það sé alveg öruggt að rannsóknir og tækniþróun á samkeppnisforsendum geti ekki stuðlað að framförum á þessu sviði. Einmitt þannig fáum við stöðuna sem upp er komin í starfsumhverfi Landsnets og er fullkomlega rökrétt.Einokun og sérhagsmunagæsla Barack Obama sagði fyrr á árinu: Að gera ekkert er ákvörðun. Einmitt það hefur verið gert; ekkert. Staðan í dag er afleiðing af þeirri stóru ákvörðun. Landsnet er ítrekað staðið að vafasömum vinnubrögðum án þess að við því sé brugðist. Viðvarandi einokun og sérhagsmunagæsla hefur skilað okkur ónothæfum lausnum. Það fyrst og fremst er að valda tjóni í orkuiðnaði. Í stað þess að frjóvga jarðveginn fyrir nýja framtíðarsýn og lausnamiðaða tækniþróun á þessu umdeilda sviði stillir ráðherra sér upp í fremstu varnarlínu sérhagsmunaafla sem ætla að byggja 100 milljarða flutningskerfi á fortíðinni; án þess að uppfylla lögboðnar kröfur. Að orðstír Íslands sé lagður undir á þessum hæpnu forsendum eru mistök. Það þarf að endurskipuleggja starfsumhverfið um flutningskerfi raforku. Eða er ætlunin að sigla áfram sofandi inn í fortíðina? Með öðrum orðum; myndum við í dag byggja nýtt háskólasjúkrahús samkvæmt hugmyndafræði frá miðri síðustu öld?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar