Það eru líka konur í fiskeldi! Konur í fiskeldi skrifar 15. september 2016 07:00 Á dögunum var rætt við Orra Vigfússon í fréttum á Bylgjunni. Fór hann þar mikinn og sagði m.a. að fiskeldi skapaði eingöngu nokkur láglaunastörf fyrir karlmenn í takmarkaðan tíma, Íslendingar sæktu ekki í þessi störf og starfsemin gæti orðið baggi á sveitarfélögunum. Okkur langar að svara þessum ósanngjörnu fullyrðingum í stuttu máli. Það eru ekki mörg ár síðan heimabærinn okkar, Bíldudalur, var í mikilli vörn og í raun var stutt í að hér yrði ekki heilsársbyggð. Það kviknaði góður neisti þegar kalkþörungavinnslan hóf starfsemi en segja má að samfélagið hafi fyrst tekið stakkaskiptum þegar Arnarlax hóf starfsemi sína hérna á Bíldudal. Fiskeldi hefur hleypt miklum krafti og bjartsýni í samfélagið á svæðinu. Nú iðar allt af lífi sem sést kannski best á því að leikskólinn og grunnskólinn á Bíldudal eru nánast fullsetnir. Einnig hefur verð á húsnæði tvöfaldast vegna mikillar eftirspurnar. Það er jafnframt sérstaklega gaman að segja frá því að konur með mismunandi menntun, bakgrunn og reynslu hafa fundið fjölbreytt störf við hæfi hjá Arnarlaxi. Í stjórnendateymi fyrirtækisins eru konur m.a. í eftirtöldum stöðum: skrifstofustjóri, starfsmannastjóri, gæðastjórar og verkstjóri. Einnig starfa konur við skipsstjórn, vinnslu, fóðrun og vörubílaakstur. Hjá fyrirtækinu starfa í dag rúmlega 100 manns af fjölmörgum þjóðernum og eru nánast allir með fasta búsetu á svæðinu. Konur eru rúmlega fjórðungur starfsmanna. Í þessari upptalningu eru ótalin fjöldamörg afleidd störf sem skapast hafa með tilkomu Arnarlax á sunnanverða Vestfirði. Fiskeldi hefur þannig gert Bíldudal, Vesturbyggð og nágrenni að frábærum stað fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum sem vilja setjast hér að til frambúðar. Það þurfti ekki að byggja virkjun, stóriðju eða sökkva landi. Það þurfti ekki ríkisábyrgð, byggðakvóta eða stórfellda meðgjöf frá hinu opinbera. Það sem keyrði áfram þennan viðsnúning er að stórum hluta laxinn á sunnanverðum Vestfjörðum. Þess vegna er stundum þreytandi að sitja endurtekið undir ósanngjarnri gagnrýni sem oft á tíðum kemur frá mönnum sem ekki hafa nokkurn áhuga á samfélaginu hérna eða því fólki sem hér býr. Höldum áfram að ræða allar hliðar fiskeldis, kosti þess og galla því einungis þannig má bæta og byggja undir þessa mikilvægu atvinnugrein. En áður en við föllum í gamalkunnar skotgrafir er rétt að skerpa á nokkrum staðreyndum varðandi fiskeldið hjá Arnarlaxi: Við notum ekki sýklalyf Við notum ekki aflúsunarlyf Við notum ekki erfðabreytt fóður Við notum ekki kopar á netpokana til að koma í veg fyrir gróðursöfnun Við erum ekki með erfðabreyttan fisk Við leggjum mikla áherslu á að stunda fiskeldi í sátt við umhverfið, fólkið og samfélagið í heild Að lokum viljum við hvetja alla til að heimsækja okkur hér í blíðuna á Bíldudal og sjá með eigin augum um hvað málið snýst.Anna Vilborg Rúnarsdóttir starfsmannastjóriIða Marsibil Jónsdóttir skrifstofustjóriLilja Sigurðardóttir gæðastjóriÞóra Dögg Jörundsdóttir gæðastjóriÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum var rætt við Orra Vigfússon í fréttum á Bylgjunni. Fór hann þar mikinn og sagði m.a. að fiskeldi skapaði eingöngu nokkur láglaunastörf fyrir karlmenn í takmarkaðan tíma, Íslendingar sæktu ekki í þessi störf og starfsemin gæti orðið baggi á sveitarfélögunum. Okkur langar að svara þessum ósanngjörnu fullyrðingum í stuttu máli. Það eru ekki mörg ár síðan heimabærinn okkar, Bíldudalur, var í mikilli vörn og í raun var stutt í að hér yrði ekki heilsársbyggð. Það kviknaði góður neisti þegar kalkþörungavinnslan hóf starfsemi en segja má að samfélagið hafi fyrst tekið stakkaskiptum þegar Arnarlax hóf starfsemi sína hérna á Bíldudal. Fiskeldi hefur hleypt miklum krafti og bjartsýni í samfélagið á svæðinu. Nú iðar allt af lífi sem sést kannski best á því að leikskólinn og grunnskólinn á Bíldudal eru nánast fullsetnir. Einnig hefur verð á húsnæði tvöfaldast vegna mikillar eftirspurnar. Það er jafnframt sérstaklega gaman að segja frá því að konur með mismunandi menntun, bakgrunn og reynslu hafa fundið fjölbreytt störf við hæfi hjá Arnarlaxi. Í stjórnendateymi fyrirtækisins eru konur m.a. í eftirtöldum stöðum: skrifstofustjóri, starfsmannastjóri, gæðastjórar og verkstjóri. Einnig starfa konur við skipsstjórn, vinnslu, fóðrun og vörubílaakstur. Hjá fyrirtækinu starfa í dag rúmlega 100 manns af fjölmörgum þjóðernum og eru nánast allir með fasta búsetu á svæðinu. Konur eru rúmlega fjórðungur starfsmanna. Í þessari upptalningu eru ótalin fjöldamörg afleidd störf sem skapast hafa með tilkomu Arnarlax á sunnanverða Vestfirði. Fiskeldi hefur þannig gert Bíldudal, Vesturbyggð og nágrenni að frábærum stað fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum sem vilja setjast hér að til frambúðar. Það þurfti ekki að byggja virkjun, stóriðju eða sökkva landi. Það þurfti ekki ríkisábyrgð, byggðakvóta eða stórfellda meðgjöf frá hinu opinbera. Það sem keyrði áfram þennan viðsnúning er að stórum hluta laxinn á sunnanverðum Vestfjörðum. Þess vegna er stundum þreytandi að sitja endurtekið undir ósanngjarnri gagnrýni sem oft á tíðum kemur frá mönnum sem ekki hafa nokkurn áhuga á samfélaginu hérna eða því fólki sem hér býr. Höldum áfram að ræða allar hliðar fiskeldis, kosti þess og galla því einungis þannig má bæta og byggja undir þessa mikilvægu atvinnugrein. En áður en við föllum í gamalkunnar skotgrafir er rétt að skerpa á nokkrum staðreyndum varðandi fiskeldið hjá Arnarlaxi: Við notum ekki sýklalyf Við notum ekki aflúsunarlyf Við notum ekki erfðabreytt fóður Við notum ekki kopar á netpokana til að koma í veg fyrir gróðursöfnun Við erum ekki með erfðabreyttan fisk Við leggjum mikla áherslu á að stunda fiskeldi í sátt við umhverfið, fólkið og samfélagið í heild Að lokum viljum við hvetja alla til að heimsækja okkur hér í blíðuna á Bíldudal og sjá með eigin augum um hvað málið snýst.Anna Vilborg Rúnarsdóttir starfsmannastjóriIða Marsibil Jónsdóttir skrifstofustjóriLilja Sigurðardóttir gæðastjóriÞóra Dögg Jörundsdóttir gæðastjóriÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun