Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. apríl 2016 10:00 Lagið Panda með rapparanum Desiigner skaust óvænt á topp Billboard-listans núna á mánudaginn. Vísir/Getty Lagið Panda með rapparanum Desiigner skaust óvænt á topp Billboard-listans núna á mánudaginn. Þetta er óvenjulegt fyrir margar sakir; rapparinn er nær óþekktur og Panda er aðeins annað lagið hans. Laginu fylgir ekki myndband en samt er meirihluti hlustunar á YouTube, eða tveir þriðju heildarhlustunar. Þekkt nöfn úr rappheiminum, eins og Drake og Future, hefur enn ekki tekist að toppa listann – Drake náði öðru sæti með smellinum sínum Hotline Bling en hann náði ekki að slá út ofurhittarann hennar Adele, Hello. Vinsældir Panda má líklega rekja beint til nýbakaða Íslandsvinarins Kanye West, en í laginu Pt. II af nýjustu plötu hans, The Life of Pablo, var Panda notað nánast óbreytt og þar var Desiigner skráður sem gestur. Desiigner er þar með kominn í hóp listamanna sem hafa notið góðs af áhrifum Kanye West, en hann hefur t.d. aukið vinsældir tónlistarmannsins Travis Scott og rapparans Big Seans með svipuðum hætti. Panda er einnig fyrsta bandaríska lagið sem kemst á lista í 41 viku, en það er nýtt met. Á toppi listans hafa kanadískir listamenn trónað mest allan þennan tíma en Justin Bieber og The Weeknd hafa verið áberandi og lagið Work með barbadosku söngkonunni Rihönnu hefur verið á listanum í alls níu vikur. Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lagið Panda með rapparanum Desiigner skaust óvænt á topp Billboard-listans núna á mánudaginn. Þetta er óvenjulegt fyrir margar sakir; rapparinn er nær óþekktur og Panda er aðeins annað lagið hans. Laginu fylgir ekki myndband en samt er meirihluti hlustunar á YouTube, eða tveir þriðju heildarhlustunar. Þekkt nöfn úr rappheiminum, eins og Drake og Future, hefur enn ekki tekist að toppa listann – Drake náði öðru sæti með smellinum sínum Hotline Bling en hann náði ekki að slá út ofurhittarann hennar Adele, Hello. Vinsældir Panda má líklega rekja beint til nýbakaða Íslandsvinarins Kanye West, en í laginu Pt. II af nýjustu plötu hans, The Life of Pablo, var Panda notað nánast óbreytt og þar var Desiigner skráður sem gestur. Desiigner er þar með kominn í hóp listamanna sem hafa notið góðs af áhrifum Kanye West, en hann hefur t.d. aukið vinsældir tónlistarmannsins Travis Scott og rapparans Big Seans með svipuðum hætti. Panda er einnig fyrsta bandaríska lagið sem kemst á lista í 41 viku, en það er nýtt met. Á toppi listans hafa kanadískir listamenn trónað mest allan þennan tíma en Justin Bieber og The Weeknd hafa verið áberandi og lagið Work með barbadosku söngkonunni Rihönnu hefur verið á listanum í alls níu vikur.
Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira