Mannlegi áratugurinn í stjórnun Herdís Pála skrifar 16. nóvember 2016 09:00 Flestir þeir sem hafa mikinn áhuga á stjórnun spá gjarnan í hvernig bæta megi stjórnun þannig að rekstrarlegur árangur aukist, enda flestum ljós ákveðin tengsl þar á milli.Starfsmaður eða manneskjaNú ríkir það sem sumir hafa kallað mannlega áratuginn í stjórnun (e. human decade). Nýjustu hugmyndir um stjórnun ganga út á það að horfa á starfsmanninn ekki bara sem starfsmann, heldur einstakling. Kannski erum við að fara frá mannauðsstjórnun í mannverustjórnun, frá Human resource management í Human beings management. Til að stjórnandi eða leiðtogi geti verið góður sem slíkur, eða til að ná tilteknum rekstrarlegum árangri, þarf hann að byrja á að vera góður í að vera leiðtogi fyrir sjálfan sig. Hluti af því er að þekkja sjálfan sig, sín persónulegu gildi, eigin styrkleika, hugmyndir um eigin þróun o.s.frv. Að líta reglulega í spegilinn og skoða sjálfan sig vel, og eigin frammistöðu, er í dag talið algjörlega nauðsynlegt til að byggja einhvern meiri árangur á. Hugmyndir um orkustjórnun í stað tímastjórnunar eru sprottnar upp úr þessari bylgju. Einnig að velgengni í starfi eigi ekki að þurfa að vera á kostnað velgengni heima fyrir og að besti starfsmaðurinn sé ekki endilega sá sem vinnur lengstu vinnudagana.Skýr ávinningurÁstæðurnar fyrir því að æ fleiri stjórnendur eða leiðtogar vilja nýta sér þessar hugmyndir við stjórnun eru ekki bara þær að starf þeirra verður meira gefandi, heldur líka að þær ýta undir starfsánægju, draga úr veikindum starfsfólks sem og kostnaðarsamri starfsmannaveltu. Þær eru jafnframt taldar ýta undir framleiðni og virkni þar sem fólk upplifir sterkari löngun til að ná árangri með vinnustaðnum. Þetta hefur einnig áhrif á ímynd vinnustaða og þeir fá fleiri starfsumsóknir og geta valið úr hæfu fólki. Á þessum vinnustöðum ríkir gjarnan menning sem gerir bæði einstaklingunum og vinnustöðunum kleift að ná sínum besta árangri. Þetta snýst því ekki bara um að vera góður við starfsfólkið sitt, heldur finna leiðir til að auka árangur fyrir alla. Í þessum anda verður haldin í Hörpunni í febrúar 2017 alþjóðlega leiðtogaráðstefnan Only Human (sjá www.onlyhuman.is), ekki missa af henni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Flestir þeir sem hafa mikinn áhuga á stjórnun spá gjarnan í hvernig bæta megi stjórnun þannig að rekstrarlegur árangur aukist, enda flestum ljós ákveðin tengsl þar á milli.Starfsmaður eða manneskjaNú ríkir það sem sumir hafa kallað mannlega áratuginn í stjórnun (e. human decade). Nýjustu hugmyndir um stjórnun ganga út á það að horfa á starfsmanninn ekki bara sem starfsmann, heldur einstakling. Kannski erum við að fara frá mannauðsstjórnun í mannverustjórnun, frá Human resource management í Human beings management. Til að stjórnandi eða leiðtogi geti verið góður sem slíkur, eða til að ná tilteknum rekstrarlegum árangri, þarf hann að byrja á að vera góður í að vera leiðtogi fyrir sjálfan sig. Hluti af því er að þekkja sjálfan sig, sín persónulegu gildi, eigin styrkleika, hugmyndir um eigin þróun o.s.frv. Að líta reglulega í spegilinn og skoða sjálfan sig vel, og eigin frammistöðu, er í dag talið algjörlega nauðsynlegt til að byggja einhvern meiri árangur á. Hugmyndir um orkustjórnun í stað tímastjórnunar eru sprottnar upp úr þessari bylgju. Einnig að velgengni í starfi eigi ekki að þurfa að vera á kostnað velgengni heima fyrir og að besti starfsmaðurinn sé ekki endilega sá sem vinnur lengstu vinnudagana.Skýr ávinningurÁstæðurnar fyrir því að æ fleiri stjórnendur eða leiðtogar vilja nýta sér þessar hugmyndir við stjórnun eru ekki bara þær að starf þeirra verður meira gefandi, heldur líka að þær ýta undir starfsánægju, draga úr veikindum starfsfólks sem og kostnaðarsamri starfsmannaveltu. Þær eru jafnframt taldar ýta undir framleiðni og virkni þar sem fólk upplifir sterkari löngun til að ná árangri með vinnustaðnum. Þetta hefur einnig áhrif á ímynd vinnustaða og þeir fá fleiri starfsumsóknir og geta valið úr hæfu fólki. Á þessum vinnustöðum ríkir gjarnan menning sem gerir bæði einstaklingunum og vinnustöðunum kleift að ná sínum besta árangri. Þetta snýst því ekki bara um að vera góður við starfsfólkið sitt, heldur finna leiðir til að auka árangur fyrir alla. Í þessum anda verður haldin í Hörpunni í febrúar 2017 alþjóðlega leiðtogaráðstefnan Only Human (sjá www.onlyhuman.is), ekki missa af henni!
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar