Villidýrið sleppur út í kvöld Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. mars 2016 10:00 "Sem tónlistarkennari og organisti í kirkju gefast ekki mörg tækifæri til að pönka,“ segir Valmar. mynd/Daníel Starrason Milli þess sem Valmar Väljaots organisti í Glerárkirkju þenur kirkjuorgelið spilar hann með þjóðlagapopppönksveitinni Hvanndalsbræðrum. Þar segist hann frá útrás fyrir villidýrið í sér en reynir að haga sér í messu. Hljómsveitin spilar í Tjarnarbíói í kvöld. „Ég kom hingað árið 1994 frá Tallinn í Eistlandi til að kenna á fiðlu í tónlistarskólanum á Húsavík í eitt ár. Það var framlengt um ár í viðbót og aftur þegar ég fékk ég starf sem organisti. Svo eignaðist ég íslenskt Visa-kort og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Valmar Väljaots sposkur, en hann starfar sem organisti í Glerárkirkju á Akureyri og spilar í þjóðlagapopppönksveitinni Hvanndalsbræðrum þess á milli. Það má kalla Valmar þúsundþjalasmið þegar kemur að tónlist og tónlistarstefnum og hann leikur á mörg hljóðfæri. Hann segir lítið mál að sameina sálmaundirleik og pönk, hann hafi alltaf vasast í ólíkri tónlist. „Mér fannst Hvanndalsbræður vera fyrirbæri sem ég hefði ekki prófað áður en ég hef verið í bandinu frá 2007. Hvanndalsbræður þróuðust úr dægurlagapönksveitinni Húfu sem pönkaði íslensk lög. Mér fannst ég verða að prófa þetta. Sem tónlistarkennari og organisti í kirkju gefast ekki mörg tækifæri til að pönka og með þeim kemur villidýrið fram,“ segir Valmar hlæjandi.Tónlistarleg tugþraut „Ég hef gegnum árin alltaf blandað alls konar tónlist saman, ég lærði klassíska tónlist og er fiðluleikari en spila á píanó, harmóníku, hljómborð og strengjahljóðfæri eins og gítar og mandólín. Ég hef spilað keltneska tónlist, dixieland, fusion og ýmiss konar stefnur. Ég er í eins konar tónlistarlegri tugþraut. Þegar ég var í sovéska hernum spilaði ég meira að segja á básúnu,“ segir Valmar en hann ólst upp í Tallinn á þeim tíma þegar Eistland var undir stjórn Sovétríkjanna. „Það var herskylda í Eistlandi og ég þurfti að gegna herskyldu í tvö ár. Í hernum var lúðrasveit og mér tókst að sannfæra þá um að ég gæti leikið á básúnu. Ég hafði aldrei verið í lúðrasveit, og básúnuleikur ekki mín köllun.“Valmar Väljaots með nikkuna ásamt félögum sínum í Hvanndalsbræðrum. Hljómsveitin spilar í Tjarnarbíói í kvöld.mynd/Daníel StarrasonÍsland orðið „heim“ Eftir tuttugu og tvö ár á Íslandi segist Valmar kalla Ísland „heim“. Fjölskyldan fer reglulega í heimsókn til gamla landsins en vill helst eyða sumrunum á Íslandi. „Ég fer út til að knúsa tengdamömmu. Sjálfur á ég ekki margt að sækja til Eistlands en foreldrar mínir eru báðir dánir. Nú í ár mun ég reyndar fara tvisvar í kórferðir til þangað. Á sumrin vil ég helst vera heima á Íslandi. Þó ég breytist kannski aldrei alveg í Íslending, út af móðurmálinu, þá á ég heima hér, þetta er orðinn svo langur tími og allir mínir bestu vinir mínir eru hér á Íslandi.“ Valmar mun stíga á svið með Hvanndalsbræðrum í kvöld í Tjarnarbíói og segir hljómsveitina hafa æft stíft undanfarið. „Við æfum alltaf einu sinni í viku, eins og alvöru bílskúrsbandi sæmir. Ég hef reyndar skrópað nokkrum sinnum, æfingarnar hafa stangast á við bridsmót. En hinir hafa æft vel, ég er bara rjóminn ofan á kökuna. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði flott,“ segir Valmar.Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Milli þess sem Valmar Väljaots organisti í Glerárkirkju þenur kirkjuorgelið spilar hann með þjóðlagapopppönksveitinni Hvanndalsbræðrum. Þar segist hann frá útrás fyrir villidýrið í sér en reynir að haga sér í messu. Hljómsveitin spilar í Tjarnarbíói í kvöld. „Ég kom hingað árið 1994 frá Tallinn í Eistlandi til að kenna á fiðlu í tónlistarskólanum á Húsavík í eitt ár. Það var framlengt um ár í viðbót og aftur þegar ég fékk ég starf sem organisti. Svo eignaðist ég íslenskt Visa-kort og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Valmar Väljaots sposkur, en hann starfar sem organisti í Glerárkirkju á Akureyri og spilar í þjóðlagapopppönksveitinni Hvanndalsbræðrum þess á milli. Það má kalla Valmar þúsundþjalasmið þegar kemur að tónlist og tónlistarstefnum og hann leikur á mörg hljóðfæri. Hann segir lítið mál að sameina sálmaundirleik og pönk, hann hafi alltaf vasast í ólíkri tónlist. „Mér fannst Hvanndalsbræður vera fyrirbæri sem ég hefði ekki prófað áður en ég hef verið í bandinu frá 2007. Hvanndalsbræður þróuðust úr dægurlagapönksveitinni Húfu sem pönkaði íslensk lög. Mér fannst ég verða að prófa þetta. Sem tónlistarkennari og organisti í kirkju gefast ekki mörg tækifæri til að pönka og með þeim kemur villidýrið fram,“ segir Valmar hlæjandi.Tónlistarleg tugþraut „Ég hef gegnum árin alltaf blandað alls konar tónlist saman, ég lærði klassíska tónlist og er fiðluleikari en spila á píanó, harmóníku, hljómborð og strengjahljóðfæri eins og gítar og mandólín. Ég hef spilað keltneska tónlist, dixieland, fusion og ýmiss konar stefnur. Ég er í eins konar tónlistarlegri tugþraut. Þegar ég var í sovéska hernum spilaði ég meira að segja á básúnu,“ segir Valmar en hann ólst upp í Tallinn á þeim tíma þegar Eistland var undir stjórn Sovétríkjanna. „Það var herskylda í Eistlandi og ég þurfti að gegna herskyldu í tvö ár. Í hernum var lúðrasveit og mér tókst að sannfæra þá um að ég gæti leikið á básúnu. Ég hafði aldrei verið í lúðrasveit, og básúnuleikur ekki mín köllun.“Valmar Väljaots með nikkuna ásamt félögum sínum í Hvanndalsbræðrum. Hljómsveitin spilar í Tjarnarbíói í kvöld.mynd/Daníel StarrasonÍsland orðið „heim“ Eftir tuttugu og tvö ár á Íslandi segist Valmar kalla Ísland „heim“. Fjölskyldan fer reglulega í heimsókn til gamla landsins en vill helst eyða sumrunum á Íslandi. „Ég fer út til að knúsa tengdamömmu. Sjálfur á ég ekki margt að sækja til Eistlands en foreldrar mínir eru báðir dánir. Nú í ár mun ég reyndar fara tvisvar í kórferðir til þangað. Á sumrin vil ég helst vera heima á Íslandi. Þó ég breytist kannski aldrei alveg í Íslending, út af móðurmálinu, þá á ég heima hér, þetta er orðinn svo langur tími og allir mínir bestu vinir mínir eru hér á Íslandi.“ Valmar mun stíga á svið með Hvanndalsbræðrum í kvöld í Tjarnarbíói og segir hljómsveitina hafa æft stíft undanfarið. „Við æfum alltaf einu sinni í viku, eins og alvöru bílskúrsbandi sæmir. Ég hef reyndar skrópað nokkrum sinnum, æfingarnar hafa stangast á við bridsmót. En hinir hafa æft vel, ég er bara rjóminn ofan á kökuna. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði flott,“ segir Valmar.Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira