Hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir viðtal sitt við Einar Zeppelin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2016 17:37 Viðtal Snærósar Sindradóttur við Einar Zeppelin birtist í Fréttablaðinu síðastliðið sumar. vísir/ernir Blaðamannaverðlaunin voru afhent í Perlunni síðdegis í dag en þau eru veitt í fjórum flokkum. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlaut Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, fyrir viðtal sitt við Einar Zeppelin Hildarson. Í viðtalinu segir Einar í fyrsta skipti opinberlega frá örlagaríkum degi í lífi fjölskyldunnar þegar móðir hans svipti systur hans lífi og gerði atlögu að lífi hans en Einar var þá aðeins fjórtán ára gamall. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Snærós dregur fram átakanlegar lýsingar á aðdraganda og eftirköstum voðaverksins en eins og Einar segir í viðtalinu; þá getur ekki búið mann undir atburð sem þennan.“Viðtal Snærósar við Einar má lesa hér. Þá hlutu þeir Gísli Einarsson, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Karl Sigtryggsson og Ragnar Santons, fréttastofu RÚV, verðlaun fyrir umfjöllun ársins. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Sögur af bjargarlausu fólki á flótta náðu athygli landsmanna þegar innlendu fréttamennirnir sögðu þær milliliðalaust af vettvangi. Fréttirnar af flóttamannavandanum voru sagðar af áhuga og innsæi. Þær sýndu mikilvægi þess að festast ekki innan veggja fréttastofa og bíða fregna erlendra miðla.“ Blaðamannaverðlaun ársins 2015 hlaut síðan Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun um heimsókn sína í flóttamannabúðir í Líbanon, þar sem hún ræddi við sýrlenska flóttamenn og starfsmenn flóttamannabúða. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Með umfjöllun sinni, bæði í texta, myndum og myndböndum, kemur Sunna til skila skýrri mynd af hlutskipti þeirra sem tekist hefur að flýja stríðsátökin í Sýrlandi og komast yfir landamærin. Sérstaklega dregur Sunna upp skýra mynd að aðbúnaði og framtíðarhorfum barna á svæðinu sem eiga erfitt með að skilja af hverju yfirgefa þurfti daglega lífið, vinina og heimilið.“ Þá hlaut Magnús Halldórsson, Kjarnanum, verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2015 fyrir umfjöllun sína um sölu á hlutum Landsbankans í Borgun, máli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Umfjöllun Magnúsar vegna arðgreiðslna eigenda Borgunar og um sölu Landsbankans á hlut Sparisjóðs Vestmannaeyja leiddu í ljós sterkar vísbendingar um að hagsmunum almennings hefði ekki verið gætt við söluna á Borgun.“ Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Blaðamannaverðlaunin voru afhent í Perlunni síðdegis í dag en þau eru veitt í fjórum flokkum. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlaut Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, fyrir viðtal sitt við Einar Zeppelin Hildarson. Í viðtalinu segir Einar í fyrsta skipti opinberlega frá örlagaríkum degi í lífi fjölskyldunnar þegar móðir hans svipti systur hans lífi og gerði atlögu að lífi hans en Einar var þá aðeins fjórtán ára gamall. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Snærós dregur fram átakanlegar lýsingar á aðdraganda og eftirköstum voðaverksins en eins og Einar segir í viðtalinu; þá getur ekki búið mann undir atburð sem þennan.“Viðtal Snærósar við Einar má lesa hér. Þá hlutu þeir Gísli Einarsson, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Karl Sigtryggsson og Ragnar Santons, fréttastofu RÚV, verðlaun fyrir umfjöllun ársins. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Sögur af bjargarlausu fólki á flótta náðu athygli landsmanna þegar innlendu fréttamennirnir sögðu þær milliliðalaust af vettvangi. Fréttirnar af flóttamannavandanum voru sagðar af áhuga og innsæi. Þær sýndu mikilvægi þess að festast ekki innan veggja fréttastofa og bíða fregna erlendra miðla.“ Blaðamannaverðlaun ársins 2015 hlaut síðan Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun um heimsókn sína í flóttamannabúðir í Líbanon, þar sem hún ræddi við sýrlenska flóttamenn og starfsmenn flóttamannabúða. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Með umfjöllun sinni, bæði í texta, myndum og myndböndum, kemur Sunna til skila skýrri mynd af hlutskipti þeirra sem tekist hefur að flýja stríðsátökin í Sýrlandi og komast yfir landamærin. Sérstaklega dregur Sunna upp skýra mynd að aðbúnaði og framtíðarhorfum barna á svæðinu sem eiga erfitt með að skilja af hverju yfirgefa þurfti daglega lífið, vinina og heimilið.“ Þá hlaut Magnús Halldórsson, Kjarnanum, verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2015 fyrir umfjöllun sína um sölu á hlutum Landsbankans í Borgun, máli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Umfjöllun Magnúsar vegna arðgreiðslna eigenda Borgunar og um sölu Landsbankans á hlut Sparisjóðs Vestmannaeyja leiddu í ljós sterkar vísbendingar um að hagsmunum almennings hefði ekki verið gætt við söluna á Borgun.“
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira