Hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir viðtal sitt við Einar Zeppelin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2016 17:37 Viðtal Snærósar Sindradóttur við Einar Zeppelin birtist í Fréttablaðinu síðastliðið sumar. vísir/ernir Blaðamannaverðlaunin voru afhent í Perlunni síðdegis í dag en þau eru veitt í fjórum flokkum. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlaut Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, fyrir viðtal sitt við Einar Zeppelin Hildarson. Í viðtalinu segir Einar í fyrsta skipti opinberlega frá örlagaríkum degi í lífi fjölskyldunnar þegar móðir hans svipti systur hans lífi og gerði atlögu að lífi hans en Einar var þá aðeins fjórtán ára gamall. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Snærós dregur fram átakanlegar lýsingar á aðdraganda og eftirköstum voðaverksins en eins og Einar segir í viðtalinu; þá getur ekki búið mann undir atburð sem þennan.“Viðtal Snærósar við Einar má lesa hér. Þá hlutu þeir Gísli Einarsson, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Karl Sigtryggsson og Ragnar Santons, fréttastofu RÚV, verðlaun fyrir umfjöllun ársins. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Sögur af bjargarlausu fólki á flótta náðu athygli landsmanna þegar innlendu fréttamennirnir sögðu þær milliliðalaust af vettvangi. Fréttirnar af flóttamannavandanum voru sagðar af áhuga og innsæi. Þær sýndu mikilvægi þess að festast ekki innan veggja fréttastofa og bíða fregna erlendra miðla.“ Blaðamannaverðlaun ársins 2015 hlaut síðan Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun um heimsókn sína í flóttamannabúðir í Líbanon, þar sem hún ræddi við sýrlenska flóttamenn og starfsmenn flóttamannabúða. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Með umfjöllun sinni, bæði í texta, myndum og myndböndum, kemur Sunna til skila skýrri mynd af hlutskipti þeirra sem tekist hefur að flýja stríðsátökin í Sýrlandi og komast yfir landamærin. Sérstaklega dregur Sunna upp skýra mynd að aðbúnaði og framtíðarhorfum barna á svæðinu sem eiga erfitt með að skilja af hverju yfirgefa þurfti daglega lífið, vinina og heimilið.“ Þá hlaut Magnús Halldórsson, Kjarnanum, verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2015 fyrir umfjöllun sína um sölu á hlutum Landsbankans í Borgun, máli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Umfjöllun Magnúsar vegna arðgreiðslna eigenda Borgunar og um sölu Landsbankans á hlut Sparisjóðs Vestmannaeyja leiddu í ljós sterkar vísbendingar um að hagsmunum almennings hefði ekki verið gætt við söluna á Borgun.“ Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Blaðamannaverðlaunin voru afhent í Perlunni síðdegis í dag en þau eru veitt í fjórum flokkum. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlaut Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, fyrir viðtal sitt við Einar Zeppelin Hildarson. Í viðtalinu segir Einar í fyrsta skipti opinberlega frá örlagaríkum degi í lífi fjölskyldunnar þegar móðir hans svipti systur hans lífi og gerði atlögu að lífi hans en Einar var þá aðeins fjórtán ára gamall. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Snærós dregur fram átakanlegar lýsingar á aðdraganda og eftirköstum voðaverksins en eins og Einar segir í viðtalinu; þá getur ekki búið mann undir atburð sem þennan.“Viðtal Snærósar við Einar má lesa hér. Þá hlutu þeir Gísli Einarsson, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Karl Sigtryggsson og Ragnar Santons, fréttastofu RÚV, verðlaun fyrir umfjöllun ársins. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Sögur af bjargarlausu fólki á flótta náðu athygli landsmanna þegar innlendu fréttamennirnir sögðu þær milliliðalaust af vettvangi. Fréttirnar af flóttamannavandanum voru sagðar af áhuga og innsæi. Þær sýndu mikilvægi þess að festast ekki innan veggja fréttastofa og bíða fregna erlendra miðla.“ Blaðamannaverðlaun ársins 2015 hlaut síðan Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun um heimsókn sína í flóttamannabúðir í Líbanon, þar sem hún ræddi við sýrlenska flóttamenn og starfsmenn flóttamannabúða. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Með umfjöllun sinni, bæði í texta, myndum og myndböndum, kemur Sunna til skila skýrri mynd af hlutskipti þeirra sem tekist hefur að flýja stríðsátökin í Sýrlandi og komast yfir landamærin. Sérstaklega dregur Sunna upp skýra mynd að aðbúnaði og framtíðarhorfum barna á svæðinu sem eiga erfitt með að skilja af hverju yfirgefa þurfti daglega lífið, vinina og heimilið.“ Þá hlaut Magnús Halldórsson, Kjarnanum, verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2015 fyrir umfjöllun sína um sölu á hlutum Landsbankans í Borgun, máli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Umfjöllun Magnúsar vegna arðgreiðslna eigenda Borgunar og um sölu Landsbankans á hlut Sparisjóðs Vestmannaeyja leiddu í ljós sterkar vísbendingar um að hagsmunum almennings hefði ekki verið gætt við söluna á Borgun.“
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira