Vágestur á Íslandi Katrín Jakobsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Mansal og nútímaþrælahald munu vera einn helsti vaxtarbroddur skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum. Þekktasta birtingarmyndin er þegar konur eru sviptar frelsi og neyddar til að stunda vændi. Meðal annarra birtingarmynda nútímaþrælahalds er þegar börn eru seld til að nota líffæri þeirra, börn og fullorðnir eru seld til að betla og stela eða þegar fólk er selt í nauðungarvinnu, t.d. í matvælaiðnaði, landbúnaði, ferðaþjónustu eða byggingarvinnu. Evrópusambandið hefur áætlað að um hálf milljón manna séu þrælar í löndum sambandsins en engar áreiðanlegar upplýsingar liggja fyrir um útbreiðslu nútíma þrælahalds. Straumur flóttafólks til Evrópu gerir ástandið vafalaust ekki betra en fjölmörg dæmi eru um að fullorðnir og börn á flótta hverfi hreinlega, ef til vill af þessum orsökum. Mansal er orðin veruleg tekjulind skipulagðra glæpasamtaka utan við öll lög og kerfi. Þannig grefur þessi starfsemi bæði undan mannréttindum og þeirri samfélagsgerð sem vestræn ríki vilja standa vörð um. Þess vegna er svo mikilvægt að stjórnvöld, atvinnuveitendur og verkalýðshreyfingin standi saman að skipulögðum aðgerðum gegn þessari starfsemi. Verkalýðshreyfingin hefur m.a. sett fram kröfu um svokallaða keðjuábyrgð, þ.e. að yfirverktaki beri ábyrgð á undirverktökum sínum, þannig að sá sem sé efst í keðjunni beri ábyrgð á þeim sem starfa neðar á gólfinu. Við vinstri-græn styðjum þá kröfu heilshugar. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur árlega gefið út skýrslu um mansal í heiminum. Aðgerðir á síðasta kjörtímabili gegn mansali gerðu það að verkum að Ísland færðist upp um flokk á lista ráðuneytisins árið 2012 en var í öðrum flokki árin 2009-2011. Þar með er ekki sagt að ekki þurfi að aðhafast frekar. Tryggja þarf fjármuni þannig að lögreglan geti sinnt sínu hlutverki. Tryggja þarf vernd fórnarlamba mansals og þannig stuðla að því að ákært verði í mansalsmálum en oft óttast fórnarlömbin afleiðingar þess. Og síðast en ekki síst þarf að upplýsa almenning þannig að hann geti tekið virkan þátt í að berjast gegn mansali og nútímaþrælahaldi sem á ekki að líðast í okkar góða samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mansal og nútímaþrælahald munu vera einn helsti vaxtarbroddur skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum. Þekktasta birtingarmyndin er þegar konur eru sviptar frelsi og neyddar til að stunda vændi. Meðal annarra birtingarmynda nútímaþrælahalds er þegar börn eru seld til að nota líffæri þeirra, börn og fullorðnir eru seld til að betla og stela eða þegar fólk er selt í nauðungarvinnu, t.d. í matvælaiðnaði, landbúnaði, ferðaþjónustu eða byggingarvinnu. Evrópusambandið hefur áætlað að um hálf milljón manna séu þrælar í löndum sambandsins en engar áreiðanlegar upplýsingar liggja fyrir um útbreiðslu nútíma þrælahalds. Straumur flóttafólks til Evrópu gerir ástandið vafalaust ekki betra en fjölmörg dæmi eru um að fullorðnir og börn á flótta hverfi hreinlega, ef til vill af þessum orsökum. Mansal er orðin veruleg tekjulind skipulagðra glæpasamtaka utan við öll lög og kerfi. Þannig grefur þessi starfsemi bæði undan mannréttindum og þeirri samfélagsgerð sem vestræn ríki vilja standa vörð um. Þess vegna er svo mikilvægt að stjórnvöld, atvinnuveitendur og verkalýðshreyfingin standi saman að skipulögðum aðgerðum gegn þessari starfsemi. Verkalýðshreyfingin hefur m.a. sett fram kröfu um svokallaða keðjuábyrgð, þ.e. að yfirverktaki beri ábyrgð á undirverktökum sínum, þannig að sá sem sé efst í keðjunni beri ábyrgð á þeim sem starfa neðar á gólfinu. Við vinstri-græn styðjum þá kröfu heilshugar. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur árlega gefið út skýrslu um mansal í heiminum. Aðgerðir á síðasta kjörtímabili gegn mansali gerðu það að verkum að Ísland færðist upp um flokk á lista ráðuneytisins árið 2012 en var í öðrum flokki árin 2009-2011. Þar með er ekki sagt að ekki þurfi að aðhafast frekar. Tryggja þarf fjármuni þannig að lögreglan geti sinnt sínu hlutverki. Tryggja þarf vernd fórnarlamba mansals og þannig stuðla að því að ákært verði í mansalsmálum en oft óttast fórnarlömbin afleiðingar þess. Og síðast en ekki síst þarf að upplýsa almenning þannig að hann geti tekið virkan þátt í að berjast gegn mansali og nútímaþrælahaldi sem á ekki að líðast í okkar góða samfélagi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar