Steypustöð neitar kröfu Rauðku um brotthvarf Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. apríl 2016 07:00 Steypustöðin Bás er á Tanganum á Siglufirði. vísir/vilhelm Félag athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði, Rauðka, krefst þess að steypustöðin Bás hverfi af núverandi stað á Tanganum svokallaða. Í bréfi til Báss vísar lögmaður Rauðku til samkomulags við yfirvöld í Fjallabyggð frá í apríl 2012. Þar komi fram að forsvarsmenn Rauðku telji umrætt svæði ekki samrýmast „hugmyndum þeirra um um heildarmynd af því umhverfi sem þeir óska að starfa í“. Rauðka myndi byggja hótel og golfvöll og koma að uppbyggingu skíðasvæðis bæjarins. Lögmaðurinn segir að fljótlega eftir að samkomulagið var gert við bæinn hafi Róbert Guðfinnsson fyrir hönd Rauðku og skyldra félaga gert munnlegt samkomulag við fulltrúa Báss „um flutning fyrirtækisins af svæðinu gegn því að Bás ehf. myndi sitja eitt og án útboðs að allri jarðvegsvinnu og steypusölu“ fyrir hótelið og golfvöllinn. „Við erum ekkert að fara,“ svarar Hilmar Zophoníasson, stjórnarformaður Báss. „Forsvarsmenn Báss hafa ekki gert neitt samkomulag við Róbert Guðfinnsson. Það hafa verið viðræður í gangi um þennan flutning en það náðust bara ekki samningar. Málið er hjá okkar lögfræðingi.“ Lögmaðurinn Rauðku segir hins vegar í fyrrnefndu bréfi óumdeilanlegt að Bás hafi skuldbundið sig til að flytja burt gegn því að sitja að vinnu við uppbyggingu golfvallarins og hótelsins. Bás hafi fengið úthlutað lóð sem fyrirtækið hafi óskað eftir á hafnarsvæðinu. Ágreiningur sé nú um hvaða eignir Rauðka hafi skuldbundið sig til að kaupa af Bás og á hvaða verði.Róbert Guðfinnsson er eigandi Rauðku.vísir/arnþór„Bás ehf. hefur í stað þess að flytja af svæðinu nú óskað eftir viðbótarlóð og hyggst því starfa áfram á svæðinu og virða þannig samkomulag fyrirtækjanna að vettugi. Með því hefur Bás ehf. bæði brotið margnefnt samkomulag og auk þess valdið Rauðku ehf. og skyldum félögum þess tjóni,“ skrifar lögmaður Rauðku og stingur upp á að matsmaður meti andvirði eignanna sem um ræðir. „Verði Bás ehf. ekki við þessari kröfu sér Rauðka ehf. og skyld félög sig knúin til að leita til dómstóla til að fá kröfunni framgengt sem og að krefjast skaðabóta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Félag athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði, Rauðka, krefst þess að steypustöðin Bás hverfi af núverandi stað á Tanganum svokallaða. Í bréfi til Báss vísar lögmaður Rauðku til samkomulags við yfirvöld í Fjallabyggð frá í apríl 2012. Þar komi fram að forsvarsmenn Rauðku telji umrætt svæði ekki samrýmast „hugmyndum þeirra um um heildarmynd af því umhverfi sem þeir óska að starfa í“. Rauðka myndi byggja hótel og golfvöll og koma að uppbyggingu skíðasvæðis bæjarins. Lögmaðurinn segir að fljótlega eftir að samkomulagið var gert við bæinn hafi Róbert Guðfinnsson fyrir hönd Rauðku og skyldra félaga gert munnlegt samkomulag við fulltrúa Báss „um flutning fyrirtækisins af svæðinu gegn því að Bás ehf. myndi sitja eitt og án útboðs að allri jarðvegsvinnu og steypusölu“ fyrir hótelið og golfvöllinn. „Við erum ekkert að fara,“ svarar Hilmar Zophoníasson, stjórnarformaður Báss. „Forsvarsmenn Báss hafa ekki gert neitt samkomulag við Róbert Guðfinnsson. Það hafa verið viðræður í gangi um þennan flutning en það náðust bara ekki samningar. Málið er hjá okkar lögfræðingi.“ Lögmaðurinn Rauðku segir hins vegar í fyrrnefndu bréfi óumdeilanlegt að Bás hafi skuldbundið sig til að flytja burt gegn því að sitja að vinnu við uppbyggingu golfvallarins og hótelsins. Bás hafi fengið úthlutað lóð sem fyrirtækið hafi óskað eftir á hafnarsvæðinu. Ágreiningur sé nú um hvaða eignir Rauðka hafi skuldbundið sig til að kaupa af Bás og á hvaða verði.Róbert Guðfinnsson er eigandi Rauðku.vísir/arnþór„Bás ehf. hefur í stað þess að flytja af svæðinu nú óskað eftir viðbótarlóð og hyggst því starfa áfram á svæðinu og virða þannig samkomulag fyrirtækjanna að vettugi. Með því hefur Bás ehf. bæði brotið margnefnt samkomulag og auk þess valdið Rauðku ehf. og skyldum félögum þess tjóni,“ skrifar lögmaður Rauðku og stingur upp á að matsmaður meti andvirði eignanna sem um ræðir. „Verði Bás ehf. ekki við þessari kröfu sér Rauðka ehf. og skyld félög sig knúin til að leita til dómstóla til að fá kröfunni framgengt sem og að krefjast skaðabóta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira