Vilja dekkjakurl burt í stað framkvæmda við Hverfisgötu Ingvar Haraldsson skrifar 2. apríl 2016 07:00 Framkvæmdirnar á Hverfisgötu eiga að kosta Reykjavíkurborg 109 milljónir króna. Sjálfstæðismenn vilja að það fé fari í endurnýjun gervigrasvalla. vísir/anton brink Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði Reykjavíkurborgar vilja að fé sem nýta á í framkvæmdir á Hverfisgötu milli Klapparstígs og Smiðjustígs fari í að skipta út dekkjakurli á gervigrasvöllum borgarinnar. Tillaga þess efnis var lögð fram á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag. „Við erum að ítreka það hvað það er mikilvægt að forgangsraða rétt,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Halldór telur endurnýjun gervigrasvallanna með dekkjakurlinu meira aðkallandi en framkvæmdir á Hverfisgötunni og vill að dekkjakurlinu verði skipt út á einu ári. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar og formaður borgarráðs, segir að þegar hafi verið samþykkt aðgerðaáætlun um að leggja nýtt gervigras og skipta út gúmmíkurli á völlum Reykjavíkurborgar á næstu árum. Á þessu ári verður skipt um gras og gúmmíkurl á Víkingsvelli, vorið 2017 á gervigrasvöllum Fylkis og KR auk þess sem skipt verður um gúmmíkurl á gervigrasvelli Fram í Úlfarsárdal. Búist er við að kostnaðurinn á næstu þremur árum nemi rúmum 200 milljónum króna. Þá er stefnt að því að endurnýja gervigrasvelli Leiknis árið 2018 og hjá ÍR árið 2019.S. Björn BlöndalÞað sé hins vegar ótengt fyrirhuguðum framkvæmdum við Hverfisgötu að sögn Björns. „Það að tengja þetta við gúmmíkurlsmálið er að mínu mati nokkuð langsótt,“ segir Björn. Nákvæmlega þessir peningar fara ekki í það. Þarna er verið að slá saman ótengdum málum.“ Tillaga um framkvæmdirnar við Hverfisgötu var samþykkt í borgarráði en tillögu Sjálfstæðismanna var frestað. Á Hverfisgötunni, milli Klapparstígs og Smiðjustígs, á að skipta um allar lagnir og brunna auk þess sem gatan verður endurnýjuð og hjólastígar lagðir beggja vegna við götuna. Björn segir fjármunina komi til vegna þess að ekki takist að ljúka framkvæmdum við Geirsgötu. Það fé sem ekki verði nýtt þar eigi að fara í framkvæmdirnar við Hverfisgötu. Halldór gagnrýnir að féð til framkvæmdanna við Hverfisgötu hafi ekki verið á fjárhagsáætlun ársins. Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar af framkvæmdunum nemur 109 milljónum króna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði Reykjavíkurborgar vilja að fé sem nýta á í framkvæmdir á Hverfisgötu milli Klapparstígs og Smiðjustígs fari í að skipta út dekkjakurli á gervigrasvöllum borgarinnar. Tillaga þess efnis var lögð fram á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag. „Við erum að ítreka það hvað það er mikilvægt að forgangsraða rétt,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Halldór telur endurnýjun gervigrasvallanna með dekkjakurlinu meira aðkallandi en framkvæmdir á Hverfisgötunni og vill að dekkjakurlinu verði skipt út á einu ári. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar og formaður borgarráðs, segir að þegar hafi verið samþykkt aðgerðaáætlun um að leggja nýtt gervigras og skipta út gúmmíkurli á völlum Reykjavíkurborgar á næstu árum. Á þessu ári verður skipt um gras og gúmmíkurl á Víkingsvelli, vorið 2017 á gervigrasvöllum Fylkis og KR auk þess sem skipt verður um gúmmíkurl á gervigrasvelli Fram í Úlfarsárdal. Búist er við að kostnaðurinn á næstu þremur árum nemi rúmum 200 milljónum króna. Þá er stefnt að því að endurnýja gervigrasvelli Leiknis árið 2018 og hjá ÍR árið 2019.S. Björn BlöndalÞað sé hins vegar ótengt fyrirhuguðum framkvæmdum við Hverfisgötu að sögn Björns. „Það að tengja þetta við gúmmíkurlsmálið er að mínu mati nokkuð langsótt,“ segir Björn. Nákvæmlega þessir peningar fara ekki í það. Þarna er verið að slá saman ótengdum málum.“ Tillaga um framkvæmdirnar við Hverfisgötu var samþykkt í borgarráði en tillögu Sjálfstæðismanna var frestað. Á Hverfisgötunni, milli Klapparstígs og Smiðjustígs, á að skipta um allar lagnir og brunna auk þess sem gatan verður endurnýjuð og hjólastígar lagðir beggja vegna við götuna. Björn segir fjármunina komi til vegna þess að ekki takist að ljúka framkvæmdum við Geirsgötu. Það fé sem ekki verði nýtt þar eigi að fara í framkvæmdirnar við Hverfisgötu. Halldór gagnrýnir að féð til framkvæmdanna við Hverfisgötu hafi ekki verið á fjárhagsáætlun ársins. Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar af framkvæmdunum nemur 109 milljónum króna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira