Á annað hundrað sjúklingar í lyfjameðferð við lifrarbólgu C Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. apríl 2016 19:00 Á annað hundrað sjúklingar eru þessa dagana í lyfjameðferð gegn lifrarbólgu C á Landspítalanum og á sjúkrahúsinu Vogi. Sérstakur skanni hefur verið tekinn í notkun í tengslum við meðferðirnar. Um er að ræða samstarfsverkefni íslenskra heilbrigðisyfirvalda og lyfjafyrirtækisins Gilead sem miðar að því að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi. „Við settum okkur í upphafi það markmið að bjóða um tvö hundruð sjúklingum meðferð á fjögurra mánaða tímabili. Við fórum af stað í byrjun febrúar og það hafa þegar komið til okkar 220 sjúklingar í viðtöl og í skoðun og um 140 einstaklingar þegar byrjaðir í lyfjameðferð,“ segir Sigurður Ólafsson meltingar- og lifrarlæknir og umsjónarlæknir verkefnisins. Það er starfsfólk bæði á Landspítalanum og á sjúkrahúsinu Vogi sem kemur að verkefninu. Talið er að átta hundruð til eitt þúsund manns séu smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi og er vonast til að ná til allra sem eru með sjúkdóminn. Sérstakur bandvefsskanni er notaður til að skoða lifur þeirra sem eru með sjúkdóminn. „Þetta er nýtt tæki sem að við höfum tekið í notkun í tengslum við þetta meðferðarátak sem gerir okkur kleift að meta lifrarskemmdir á óþægindalausan hátt. Þetta kemur í staðin fyrir það sem við þurftum að gera áður það er að taka stungusýni úr lifrinni,“ segir Sigurður. Lyfjameðferðin tekur yfirleitt um tólf vikur en hún getur þó tekið allt upp í 24 vikur. Meðferðin stöðvar framrás sjúkdómsins og getur jafnvel orðið til þess lifrarskemmdir ganga til baka. Átakið er einstakt á heimsvísu og segir Sigurður það hafa vakið mikla athygli. Hann segir marga bíða spennta eftir að sjá árangurinn. „Við vonumst til þess að útrýma honum en hvort að það takist það verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Sigurður og að verkefninu eigi að ljúka á þremur árum. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Á annað hundrað sjúklingar eru þessa dagana í lyfjameðferð gegn lifrarbólgu C á Landspítalanum og á sjúkrahúsinu Vogi. Sérstakur skanni hefur verið tekinn í notkun í tengslum við meðferðirnar. Um er að ræða samstarfsverkefni íslenskra heilbrigðisyfirvalda og lyfjafyrirtækisins Gilead sem miðar að því að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi. „Við settum okkur í upphafi það markmið að bjóða um tvö hundruð sjúklingum meðferð á fjögurra mánaða tímabili. Við fórum af stað í byrjun febrúar og það hafa þegar komið til okkar 220 sjúklingar í viðtöl og í skoðun og um 140 einstaklingar þegar byrjaðir í lyfjameðferð,“ segir Sigurður Ólafsson meltingar- og lifrarlæknir og umsjónarlæknir verkefnisins. Það er starfsfólk bæði á Landspítalanum og á sjúkrahúsinu Vogi sem kemur að verkefninu. Talið er að átta hundruð til eitt þúsund manns séu smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi og er vonast til að ná til allra sem eru með sjúkdóminn. Sérstakur bandvefsskanni er notaður til að skoða lifur þeirra sem eru með sjúkdóminn. „Þetta er nýtt tæki sem að við höfum tekið í notkun í tengslum við þetta meðferðarátak sem gerir okkur kleift að meta lifrarskemmdir á óþægindalausan hátt. Þetta kemur í staðin fyrir það sem við þurftum að gera áður það er að taka stungusýni úr lifrinni,“ segir Sigurður. Lyfjameðferðin tekur yfirleitt um tólf vikur en hún getur þó tekið allt upp í 24 vikur. Meðferðin stöðvar framrás sjúkdómsins og getur jafnvel orðið til þess lifrarskemmdir ganga til baka. Átakið er einstakt á heimsvísu og segir Sigurður það hafa vakið mikla athygli. Hann segir marga bíða spennta eftir að sjá árangurinn. „Við vonumst til þess að útrýma honum en hvort að það takist það verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Sigurður og að verkefninu eigi að ljúka á þremur árum.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira