Á annað hundrað sjúklingar í lyfjameðferð við lifrarbólgu C Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. apríl 2016 19:00 Á annað hundrað sjúklingar eru þessa dagana í lyfjameðferð gegn lifrarbólgu C á Landspítalanum og á sjúkrahúsinu Vogi. Sérstakur skanni hefur verið tekinn í notkun í tengslum við meðferðirnar. Um er að ræða samstarfsverkefni íslenskra heilbrigðisyfirvalda og lyfjafyrirtækisins Gilead sem miðar að því að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi. „Við settum okkur í upphafi það markmið að bjóða um tvö hundruð sjúklingum meðferð á fjögurra mánaða tímabili. Við fórum af stað í byrjun febrúar og það hafa þegar komið til okkar 220 sjúklingar í viðtöl og í skoðun og um 140 einstaklingar þegar byrjaðir í lyfjameðferð,“ segir Sigurður Ólafsson meltingar- og lifrarlæknir og umsjónarlæknir verkefnisins. Það er starfsfólk bæði á Landspítalanum og á sjúkrahúsinu Vogi sem kemur að verkefninu. Talið er að átta hundruð til eitt þúsund manns séu smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi og er vonast til að ná til allra sem eru með sjúkdóminn. Sérstakur bandvefsskanni er notaður til að skoða lifur þeirra sem eru með sjúkdóminn. „Þetta er nýtt tæki sem að við höfum tekið í notkun í tengslum við þetta meðferðarátak sem gerir okkur kleift að meta lifrarskemmdir á óþægindalausan hátt. Þetta kemur í staðin fyrir það sem við þurftum að gera áður það er að taka stungusýni úr lifrinni,“ segir Sigurður. Lyfjameðferðin tekur yfirleitt um tólf vikur en hún getur þó tekið allt upp í 24 vikur. Meðferðin stöðvar framrás sjúkdómsins og getur jafnvel orðið til þess lifrarskemmdir ganga til baka. Átakið er einstakt á heimsvísu og segir Sigurður það hafa vakið mikla athygli. Hann segir marga bíða spennta eftir að sjá árangurinn. „Við vonumst til þess að útrýma honum en hvort að það takist það verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Sigurður og að verkefninu eigi að ljúka á þremur árum. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Á annað hundrað sjúklingar eru þessa dagana í lyfjameðferð gegn lifrarbólgu C á Landspítalanum og á sjúkrahúsinu Vogi. Sérstakur skanni hefur verið tekinn í notkun í tengslum við meðferðirnar. Um er að ræða samstarfsverkefni íslenskra heilbrigðisyfirvalda og lyfjafyrirtækisins Gilead sem miðar að því að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi. „Við settum okkur í upphafi það markmið að bjóða um tvö hundruð sjúklingum meðferð á fjögurra mánaða tímabili. Við fórum af stað í byrjun febrúar og það hafa þegar komið til okkar 220 sjúklingar í viðtöl og í skoðun og um 140 einstaklingar þegar byrjaðir í lyfjameðferð,“ segir Sigurður Ólafsson meltingar- og lifrarlæknir og umsjónarlæknir verkefnisins. Það er starfsfólk bæði á Landspítalanum og á sjúkrahúsinu Vogi sem kemur að verkefninu. Talið er að átta hundruð til eitt þúsund manns séu smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi og er vonast til að ná til allra sem eru með sjúkdóminn. Sérstakur bandvefsskanni er notaður til að skoða lifur þeirra sem eru með sjúkdóminn. „Þetta er nýtt tæki sem að við höfum tekið í notkun í tengslum við þetta meðferðarátak sem gerir okkur kleift að meta lifrarskemmdir á óþægindalausan hátt. Þetta kemur í staðin fyrir það sem við þurftum að gera áður það er að taka stungusýni úr lifrinni,“ segir Sigurður. Lyfjameðferðin tekur yfirleitt um tólf vikur en hún getur þó tekið allt upp í 24 vikur. Meðferðin stöðvar framrás sjúkdómsins og getur jafnvel orðið til þess lifrarskemmdir ganga til baka. Átakið er einstakt á heimsvísu og segir Sigurður það hafa vakið mikla athygli. Hann segir marga bíða spennta eftir að sjá árangurinn. „Við vonumst til þess að útrýma honum en hvort að það takist það verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Sigurður og að verkefninu eigi að ljúka á þremur árum.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira