Hildigunnur: Það gefst ekki öllum tækifæri til að komast í svona öflugt lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 07:45 Hildigunnur Einarsdóttir. Vísir/Valli Íslenski landsliðslínumaðurinn Hildigunnur Einarsdóttir mun spila í þýsku Bundesligunni á næsta tímabil en hún hefur hoppað upp um eina deild í Þýskalandi og gert samning við stórliðið HC Leipzig. HC Leipzig hefur verið með Íslending innan sinna raða síðustu ár því þar hefur Þorgerður Anna Atladóttir verið á leikmannalistanum en lítið spilað vegna meiðsla. Þorgerður Anna er á heimleið en þýska liðið fann sér aðra íslenska landsliðskonu. „Þetta er draumi líkast. Að ná samningi við Leipzig var nokkuð sem ég hélt að yrði aldrei möguleiki fyrir mig," sagði Hildigunnur Einarsdóttir í viðtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í morgun. Það ræst um helgina hvort að Hildigunnur verður í titilvörn á næsta tímabili eða ekki því HC Leipzig spilar um helgina hreinan úrslitaleik við Thüringer HC um þýska meistaratitilinn. „Það gefst ekki öllum tækifæri til að komast í svona öflugt lið og hvort sem árin mín hjá Lepzig verða eitt eða fleiri er ég himinlifandi," sagði Hildigunnur í fyrrnefndu viðtali. Hún er orðin 28 ára gömul og hefur spilað erlendis síðan að hún yfirgaf Val 2012. Síðan þá hefur þessi öflugi línumaður spilað með Tertnes í Noregi, með BK Heid í Svíþjóð og nú síðast með þýska b-deildarfélaginu VL Koblenz/Weibern. „Ég er viss um að ég verði ekkert annað en betri leikmaður. Allir leikmenn eru mjög góðir og það segir sig sjálft að þegar maður fer að æfa og leika með slíkum gæðahandboltakonum tekur maður framförum," sagði Hildigunnur. Hún fór á nokkrar æfingar hjá Leipzig fyrir tveimur vikum en stóð sig svo vel að nú er hún komin með samning. Hildigunnur er þó ekki að leiðinni út alveg strax. Hún mun taka þátt í næstu verkefnum íslenska landsliðsins í júní en á síðan að mæta út til Leipzig 18. júlí. „Ég fæ gott frí á Íslandi sem fer að hluta til í að búa mig undir dvölina hjá Leipzig," sagði Hildigunnur Einarsdóttir við Morgunblaðið. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Íslenski landsliðslínumaðurinn Hildigunnur Einarsdóttir mun spila í þýsku Bundesligunni á næsta tímabil en hún hefur hoppað upp um eina deild í Þýskalandi og gert samning við stórliðið HC Leipzig. HC Leipzig hefur verið með Íslending innan sinna raða síðustu ár því þar hefur Þorgerður Anna Atladóttir verið á leikmannalistanum en lítið spilað vegna meiðsla. Þorgerður Anna er á heimleið en þýska liðið fann sér aðra íslenska landsliðskonu. „Þetta er draumi líkast. Að ná samningi við Leipzig var nokkuð sem ég hélt að yrði aldrei möguleiki fyrir mig," sagði Hildigunnur Einarsdóttir í viðtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í morgun. Það ræst um helgina hvort að Hildigunnur verður í titilvörn á næsta tímabili eða ekki því HC Leipzig spilar um helgina hreinan úrslitaleik við Thüringer HC um þýska meistaratitilinn. „Það gefst ekki öllum tækifæri til að komast í svona öflugt lið og hvort sem árin mín hjá Lepzig verða eitt eða fleiri er ég himinlifandi," sagði Hildigunnur í fyrrnefndu viðtali. Hún er orðin 28 ára gömul og hefur spilað erlendis síðan að hún yfirgaf Val 2012. Síðan þá hefur þessi öflugi línumaður spilað með Tertnes í Noregi, með BK Heid í Svíþjóð og nú síðast með þýska b-deildarfélaginu VL Koblenz/Weibern. „Ég er viss um að ég verði ekkert annað en betri leikmaður. Allir leikmenn eru mjög góðir og það segir sig sjálft að þegar maður fer að æfa og leika með slíkum gæðahandboltakonum tekur maður framförum," sagði Hildigunnur. Hún fór á nokkrar æfingar hjá Leipzig fyrir tveimur vikum en stóð sig svo vel að nú er hún komin með samning. Hildigunnur er þó ekki að leiðinni út alveg strax. Hún mun taka þátt í næstu verkefnum íslenska landsliðsins í júní en á síðan að mæta út til Leipzig 18. júlí. „Ég fæ gott frí á Íslandi sem fer að hluta til í að búa mig undir dvölina hjá Leipzig," sagði Hildigunnur Einarsdóttir við Morgunblaðið.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita