Einkagrunnskóli innritar án þess að hafa samið við bæinn Sveinn Arnarsson skrifar 25. apríl 2016 07:00 Nýi grunnskólinn verður starfræktur við Flatahraun. vísir/pjetur Nýr einkarekinn grunnskóli fyrir 13 til 15 ára börn mun taka til starfa í Hafnarfirði í haust. Hver nemandi mun þurfa að greiða um 160 þúsund krónur fyrir árið. Forsvarsmenn skólans áætla að Hafnarfjarðarbær greiði einnig fyrir hvern nemanda bæjarins en enginn þjónustusamningur hefur verið gerður við bæinn. „Við munum byrja með 60 nemendur í haust, erum komin með starfsleyfi frá Hafnarfjarðarbæ og menntamálaráðuneytinu og þjónustusamningur við bæinn er í bígerð,“ segir Kristján Ómar Björnsson, einn eigenda fyrirtækisins. Kristján gerir ráð fyrir að bærinn greiði 75 prósent af reiknuðum kostnaði við hvern nemanda. „Bænum er svo í fullvald sett að koma í veg fyrir það að við innheimtum skólagjöld með því að greiða fyrir hvern nemanda eins og gert er í almennu skólunum,“ segir Kristján. Ekki er gert ráð fyrir neinum greiðslum til nýja einkaskólans á fjárhagsáætlun ársins í ár. Ef Hafnarfjarðarkaupstaður ætlar sér að veita fé til skólans þarf samkvæmt sveitarstjórnarlögum að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins og þarf sá viðauki að fara fyrir bæjarstjórn til umræðu og samþykktar.Hörður Svavarsson, fræðsluráði HafnarfjarðarHörður Svavarsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar í meirihluta fræðsluráðs, segir engan samning liggja á borðinu milli nýja skólans og bæjaryfirvalda. Fræðsluráð hafi því ekki enn samþykkt skólann sem slíkan. Það komi einnig til greina að gera ekki þjónustusamning við skólann í ljósi bágs ásigkomulags bæjarsjóðs. „Við göngum ekki til samninga með það að markmiði að semja hvað sem það kostar,“ segir Hörður. „Við þurfum fyrst að huga að öðrum málum áður en við semjum við Framsýn skólafélag um nýjan grunnskóla.“ Hörður sagði í lok árs 2015 það vera grundvallaratriði að hugað yrði að jöfnum tækifærum barna til að sækja grunnskólamenntun og sagðist ekki geta stutt skóla ríkra manna elítu, eins og hann orðaði það, og að jafnræði yrði að vera tryggt. „Efnalítið fólk mun ekki geta veitt upp 160 þúsund krónur úr vösum sínum eins og ekkert sé, það er alveg ljóst,“ segir Hörður Svavarsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Nýr einkarekinn grunnskóli fyrir 13 til 15 ára börn mun taka til starfa í Hafnarfirði í haust. Hver nemandi mun þurfa að greiða um 160 þúsund krónur fyrir árið. Forsvarsmenn skólans áætla að Hafnarfjarðarbær greiði einnig fyrir hvern nemanda bæjarins en enginn þjónustusamningur hefur verið gerður við bæinn. „Við munum byrja með 60 nemendur í haust, erum komin með starfsleyfi frá Hafnarfjarðarbæ og menntamálaráðuneytinu og þjónustusamningur við bæinn er í bígerð,“ segir Kristján Ómar Björnsson, einn eigenda fyrirtækisins. Kristján gerir ráð fyrir að bærinn greiði 75 prósent af reiknuðum kostnaði við hvern nemanda. „Bænum er svo í fullvald sett að koma í veg fyrir það að við innheimtum skólagjöld með því að greiða fyrir hvern nemanda eins og gert er í almennu skólunum,“ segir Kristján. Ekki er gert ráð fyrir neinum greiðslum til nýja einkaskólans á fjárhagsáætlun ársins í ár. Ef Hafnarfjarðarkaupstaður ætlar sér að veita fé til skólans þarf samkvæmt sveitarstjórnarlögum að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins og þarf sá viðauki að fara fyrir bæjarstjórn til umræðu og samþykktar.Hörður Svavarsson, fræðsluráði HafnarfjarðarHörður Svavarsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar í meirihluta fræðsluráðs, segir engan samning liggja á borðinu milli nýja skólans og bæjaryfirvalda. Fræðsluráð hafi því ekki enn samþykkt skólann sem slíkan. Það komi einnig til greina að gera ekki þjónustusamning við skólann í ljósi bágs ásigkomulags bæjarsjóðs. „Við göngum ekki til samninga með það að markmiði að semja hvað sem það kostar,“ segir Hörður. „Við þurfum fyrst að huga að öðrum málum áður en við semjum við Framsýn skólafélag um nýjan grunnskóla.“ Hörður sagði í lok árs 2015 það vera grundvallaratriði að hugað yrði að jöfnum tækifærum barna til að sækja grunnskólamenntun og sagðist ekki geta stutt skóla ríkra manna elítu, eins og hann orðaði það, og að jafnræði yrði að vera tryggt. „Efnalítið fólk mun ekki geta veitt upp 160 þúsund krónur úr vösum sínum eins og ekkert sé, það er alveg ljóst,“ segir Hörður Svavarsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira