Einkagrunnskóli innritar án þess að hafa samið við bæinn Sveinn Arnarsson skrifar 25. apríl 2016 07:00 Nýi grunnskólinn verður starfræktur við Flatahraun. vísir/pjetur Nýr einkarekinn grunnskóli fyrir 13 til 15 ára börn mun taka til starfa í Hafnarfirði í haust. Hver nemandi mun þurfa að greiða um 160 þúsund krónur fyrir árið. Forsvarsmenn skólans áætla að Hafnarfjarðarbær greiði einnig fyrir hvern nemanda bæjarins en enginn þjónustusamningur hefur verið gerður við bæinn. „Við munum byrja með 60 nemendur í haust, erum komin með starfsleyfi frá Hafnarfjarðarbæ og menntamálaráðuneytinu og þjónustusamningur við bæinn er í bígerð,“ segir Kristján Ómar Björnsson, einn eigenda fyrirtækisins. Kristján gerir ráð fyrir að bærinn greiði 75 prósent af reiknuðum kostnaði við hvern nemanda. „Bænum er svo í fullvald sett að koma í veg fyrir það að við innheimtum skólagjöld með því að greiða fyrir hvern nemanda eins og gert er í almennu skólunum,“ segir Kristján. Ekki er gert ráð fyrir neinum greiðslum til nýja einkaskólans á fjárhagsáætlun ársins í ár. Ef Hafnarfjarðarkaupstaður ætlar sér að veita fé til skólans þarf samkvæmt sveitarstjórnarlögum að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins og þarf sá viðauki að fara fyrir bæjarstjórn til umræðu og samþykktar.Hörður Svavarsson, fræðsluráði HafnarfjarðarHörður Svavarsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar í meirihluta fræðsluráðs, segir engan samning liggja á borðinu milli nýja skólans og bæjaryfirvalda. Fræðsluráð hafi því ekki enn samþykkt skólann sem slíkan. Það komi einnig til greina að gera ekki þjónustusamning við skólann í ljósi bágs ásigkomulags bæjarsjóðs. „Við göngum ekki til samninga með það að markmiði að semja hvað sem það kostar,“ segir Hörður. „Við þurfum fyrst að huga að öðrum málum áður en við semjum við Framsýn skólafélag um nýjan grunnskóla.“ Hörður sagði í lok árs 2015 það vera grundvallaratriði að hugað yrði að jöfnum tækifærum barna til að sækja grunnskólamenntun og sagðist ekki geta stutt skóla ríkra manna elítu, eins og hann orðaði það, og að jafnræði yrði að vera tryggt. „Efnalítið fólk mun ekki geta veitt upp 160 þúsund krónur úr vösum sínum eins og ekkert sé, það er alveg ljóst,“ segir Hörður Svavarsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Nýr einkarekinn grunnskóli fyrir 13 til 15 ára börn mun taka til starfa í Hafnarfirði í haust. Hver nemandi mun þurfa að greiða um 160 þúsund krónur fyrir árið. Forsvarsmenn skólans áætla að Hafnarfjarðarbær greiði einnig fyrir hvern nemanda bæjarins en enginn þjónustusamningur hefur verið gerður við bæinn. „Við munum byrja með 60 nemendur í haust, erum komin með starfsleyfi frá Hafnarfjarðarbæ og menntamálaráðuneytinu og þjónustusamningur við bæinn er í bígerð,“ segir Kristján Ómar Björnsson, einn eigenda fyrirtækisins. Kristján gerir ráð fyrir að bærinn greiði 75 prósent af reiknuðum kostnaði við hvern nemanda. „Bænum er svo í fullvald sett að koma í veg fyrir það að við innheimtum skólagjöld með því að greiða fyrir hvern nemanda eins og gert er í almennu skólunum,“ segir Kristján. Ekki er gert ráð fyrir neinum greiðslum til nýja einkaskólans á fjárhagsáætlun ársins í ár. Ef Hafnarfjarðarkaupstaður ætlar sér að veita fé til skólans þarf samkvæmt sveitarstjórnarlögum að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins og þarf sá viðauki að fara fyrir bæjarstjórn til umræðu og samþykktar.Hörður Svavarsson, fræðsluráði HafnarfjarðarHörður Svavarsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar í meirihluta fræðsluráðs, segir engan samning liggja á borðinu milli nýja skólans og bæjaryfirvalda. Fræðsluráð hafi því ekki enn samþykkt skólann sem slíkan. Það komi einnig til greina að gera ekki þjónustusamning við skólann í ljósi bágs ásigkomulags bæjarsjóðs. „Við göngum ekki til samninga með það að markmiði að semja hvað sem það kostar,“ segir Hörður. „Við þurfum fyrst að huga að öðrum málum áður en við semjum við Framsýn skólafélag um nýjan grunnskóla.“ Hörður sagði í lok árs 2015 það vera grundvallaratriði að hugað yrði að jöfnum tækifærum barna til að sækja grunnskólamenntun og sagðist ekki geta stutt skóla ríkra manna elítu, eins og hann orðaði það, og að jafnræði yrði að vera tryggt. „Efnalítið fólk mun ekki geta veitt upp 160 þúsund krónur úr vösum sínum eins og ekkert sé, það er alveg ljóst,“ segir Hörður Svavarsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira