Húsvörðurinn í Háskólabíói segist einungis hafa verið að vinna vinnuna sína sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2016 00:00 Viðbrögðin komu á óvart, segir Þorvaldur Hilmar Kolbeins. vísir/stefán Þorvaldur Hilmar Kolbeins, húsvörður í Háskólabíói, segist furðu lostinn yfir allri þeirri athygli sem hann hefur fengið í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, og víðar síðastliðinn sólarhring. Kona sem tapaði öðru heyrnartæki sínu í kvikmyndahúsinu í síðustu viku setti inn færslu á Facebook þar sem hún þakkaði Þorvaldi fyrir að hafa leitað uppi tækin – og raunar ekki hætt leitinni fyrr en tækið var fundið. Þorvaldur segist einungis hafa verið að vinna vinnuna sína. „Hún var náttúrulega alveg í uppnámi konan, hún var nýbúin að kaupa þetta skilst mér. Þetta kostar 200 þúsund krónur fyrir hvort eyra,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi.Bíóferðin næstum því sú langdýrasta Konan, Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, segir á síðu sinni að litlu hefði munað að bíóferðin hefði orðið sú dýrasta sem hún hefði farið í. Það hafi verið skjótum viðbrögðum og hjálpsemi húsvarðarins að þakka að svo hafi ekki farið. „Húsvörðurinn kom okkur til hjálpar og bauðst til að fara í alla ruslapoka sem voru fylltir þann daginn en þeir voru staðsettir í stórum gám fyrir utan. Við ætluðum nú ekki að láta manninn hafa svona mikið fyrir þessu en hann tók ekki í mál að gefast upp svo við skelltum okkur í sorpvinnu með tilheyrandi óþverrans lykt og allt það,“ segir Jóhanna á Facebook-síðu sinni. Þorvaldi segist ekki þykja þetta mikið tilkomumál. „Það var bara svo heppilegt að það var nýbúið að tæma ruslagáminn þannig að við rifum pokana bara upp, vorum svo sem ekki lengi að því, 20 til 30 mínútur kannski. En ég sagði við hana að þarna hefðum við haft um tíu þúsund krónur í kaup á mínútuna við að leita að tækinu,“ segir hann.Bíógestir ganga illa um Aðspurður segir Þorvaldur það algengt að hlutir týnist í byggingunni, enda fari margt fólk þar í gegn daglega. Hins vegar hafi þetta líklega verið með dýrari hlutum sem hafi týnst. „Sem betur fer skila sér flestir hlutir, sumir þó ekki, sem er leiðinlegt. En við höfum verið að fá til okkar í óskilamuni tölvur og allavega græjur frá nemendum háskólans.“ Hann tekur það fram að gengið sé illa um húsið. „Íslendingar ganga svo illa um að það er oft með ólíkindum að koma inn í salinn, sérstaklega þegar það eru frumsýningar og annað. Það er öllu hent á gólfið. Fólkið sem þrífur hér kemur oft með mjög mikið af óskilamunum til baka, en svona litlir hlutir eins og heyrnartækið fara bara með poppinu þegar það er sópað upp. Þetta er auðvitað bara tilfelli þar sem hún missir á gólfið, en ég er ekki að gera samanburð þarna á milli,“ segir Þorvaldur. „Þetta er stærsti og flottasti skemmtistaður fyrir vestan læk,“ segir Þorvaldur glaður í bragði og hvetur í leiðinni fólk til að ganga betur um og henda í ruslaföturnar. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Þorvaldur Hilmar Kolbeins, húsvörður í Háskólabíói, segist furðu lostinn yfir allri þeirri athygli sem hann hefur fengið í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, og víðar síðastliðinn sólarhring. Kona sem tapaði öðru heyrnartæki sínu í kvikmyndahúsinu í síðustu viku setti inn færslu á Facebook þar sem hún þakkaði Þorvaldi fyrir að hafa leitað uppi tækin – og raunar ekki hætt leitinni fyrr en tækið var fundið. Þorvaldur segist einungis hafa verið að vinna vinnuna sína. „Hún var náttúrulega alveg í uppnámi konan, hún var nýbúin að kaupa þetta skilst mér. Þetta kostar 200 þúsund krónur fyrir hvort eyra,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi.Bíóferðin næstum því sú langdýrasta Konan, Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, segir á síðu sinni að litlu hefði munað að bíóferðin hefði orðið sú dýrasta sem hún hefði farið í. Það hafi verið skjótum viðbrögðum og hjálpsemi húsvarðarins að þakka að svo hafi ekki farið. „Húsvörðurinn kom okkur til hjálpar og bauðst til að fara í alla ruslapoka sem voru fylltir þann daginn en þeir voru staðsettir í stórum gám fyrir utan. Við ætluðum nú ekki að láta manninn hafa svona mikið fyrir þessu en hann tók ekki í mál að gefast upp svo við skelltum okkur í sorpvinnu með tilheyrandi óþverrans lykt og allt það,“ segir Jóhanna á Facebook-síðu sinni. Þorvaldi segist ekki þykja þetta mikið tilkomumál. „Það var bara svo heppilegt að það var nýbúið að tæma ruslagáminn þannig að við rifum pokana bara upp, vorum svo sem ekki lengi að því, 20 til 30 mínútur kannski. En ég sagði við hana að þarna hefðum við haft um tíu þúsund krónur í kaup á mínútuna við að leita að tækinu,“ segir hann.Bíógestir ganga illa um Aðspurður segir Þorvaldur það algengt að hlutir týnist í byggingunni, enda fari margt fólk þar í gegn daglega. Hins vegar hafi þetta líklega verið með dýrari hlutum sem hafi týnst. „Sem betur fer skila sér flestir hlutir, sumir þó ekki, sem er leiðinlegt. En við höfum verið að fá til okkar í óskilamuni tölvur og allavega græjur frá nemendum háskólans.“ Hann tekur það fram að gengið sé illa um húsið. „Íslendingar ganga svo illa um að það er oft með ólíkindum að koma inn í salinn, sérstaklega þegar það eru frumsýningar og annað. Það er öllu hent á gólfið. Fólkið sem þrífur hér kemur oft með mjög mikið af óskilamunum til baka, en svona litlir hlutir eins og heyrnartækið fara bara með poppinu þegar það er sópað upp. Þetta er auðvitað bara tilfelli þar sem hún missir á gólfið, en ég er ekki að gera samanburð þarna á milli,“ segir Þorvaldur. „Þetta er stærsti og flottasti skemmtistaður fyrir vestan læk,“ segir Þorvaldur glaður í bragði og hvetur í leiðinni fólk til að ganga betur um og henda í ruslaföturnar.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira