Innlent

Forsetinn og fegurðardrottningin veittu viðurkenningar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Forsetinn ásamt Lindu P. á athöfninni. Í pontu stendur Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Forsetinn ásamt Lindu P. á athöfninni. Í pontu stendur Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. vísir/vilhelm
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Linda Pétursdóttir fegurðardrottning afhentu í gær viðurkenningu Fjölskylduhjálpar Íslands en Linda er vildarvinur og fyrrverandi verndari samtakanna. Sjálfboðaliðar og fyrirtæki sem lagt hafa samtökunum lið á árinu fengu viðurkenningu.

Þá opnaði forsetinn við sama tilefni heimasíðuna Íslandsforeldri. Þar gefst fólki kostur á að styrkja Fjölskylduhjálpina með mánaðarlegu framlagi. Síðuna má finna á fjolskylduhjalp.is

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×