Innlent

Leikur Íslands og Englands verður sýndur við Arnarhól

Atli ísleifsson skrifar
Frá Ingólfstorgi þegar Íslendingar mættu Portúgölum.
Frá Ingólfstorgi þegar Íslendingar mættu Portúgölum. vísir/hanna
EM torgið verður fært yfir á Arnarhól þegar Ísland leikur á móti Englandi á mánudagskvöldið klukkan 19.

Ákveðið var í samráði við Reykjavíkurborg að setja upp risaskjá og hljóðkerfi við Arnarhól vegna gríðarlegs áhuga þjóðarinnar á leiknum.

Aðrir leikir sem eftir eru í keppninni verða þó áfram sýndir á Ingólfstorgi. Í tilkynningu segir að veðurspáin sé hagstæð, fjöldi breskra ferðamanna sé á landinu og áhugi Íslendinga á EM torginu hafi þegar varið fram úr björtustu vonum.

Lækjargata verður lokuð frá morgni til kvölds næstkomandi mánudag en það verður auglýst nánar síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×