339 atvik um ofbeldi gegn starfsfólki Landspítalans í fyrra Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. júní 2016 00:47 Starfsfólk Landspítalans varð fyrir ofbeldi á næstum því hverjum degi í fyrra. Þriðjungur atvika kom upp á bráðageðdeild spítalans en deildarstjóri segir aukið álag á starfsfólk undanfarin ár geta lækkað þröskuld fyrir því að atvik komi upp. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Landspítalanum um fjölda atvika sem skráð væru árlega yfir átök eða ofbeldi sem starfsmenn verða fyrir. Í svari spítalans kemur fram að árið 2008 voru 290 atvik skráð en 317 árið eftir. Næstu ár voru tilkynnt undir 300 atvik en árið 2014 voru þau orðin 319 og svo 339 í fyrra, sem gerir rétt tæplega eitt atvik á dag að meðaltali. Atvikin sem falla hér undir eru mjög ólík, geta verið líkamlegt ofbeldi en einnig að sjúklingur sýni af sér ógnandi hegðun. Þriðjungur atvika á bráðageðdeild Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum verða flest atvikin á bráðamóttöku og geðdeildum spítalans. Á bráðageðdeild voru til að mynda tilkynnt 116 atvik í fyrra, sem er rúmlega þriðjungur allra atvika á spítalanum. Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að þessi fjöldi atvika sé að mestu leyti eðlilegur miðað við þá starfsemi sem þar fer fram. Þó sé hægt að grípa til aðgerða til að fækka þeim, meðal annars að fjölga plássum en nýtingarhlutfall á deildinni hefur farið yfir 100 prósent þegar mest lætur. „Þetta náttúrulega er aukið álag á alla, bæði finna sjúklingarnir fyrir þessu að þeir fá eflaust minni tíma hvers starfsmanns. Þeir fá eðlilega minni þjónustu fyrir vikið. Þetta er álag á starfsfólkið, það er meiri hraði, það er meiri pressa,” segir Eyrún Thorstensen, deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans. Starfsmenn deildarinnar hafi undanfarin ár þurft að hlaupa hraðar til að sinna öllum sjúklingum en spítalinn hafi þó unnið vel úr því fjármagni sem hann hefur. „Við vitum það náttúrulega bara að aukið álag getur auðvitað lækkað þröskuld fyrir því að það verði atvik,” segir Eyrún. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Starfsfólk Landspítalans varð fyrir ofbeldi á næstum því hverjum degi í fyrra. Þriðjungur atvika kom upp á bráðageðdeild spítalans en deildarstjóri segir aukið álag á starfsfólk undanfarin ár geta lækkað þröskuld fyrir því að atvik komi upp. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Landspítalanum um fjölda atvika sem skráð væru árlega yfir átök eða ofbeldi sem starfsmenn verða fyrir. Í svari spítalans kemur fram að árið 2008 voru 290 atvik skráð en 317 árið eftir. Næstu ár voru tilkynnt undir 300 atvik en árið 2014 voru þau orðin 319 og svo 339 í fyrra, sem gerir rétt tæplega eitt atvik á dag að meðaltali. Atvikin sem falla hér undir eru mjög ólík, geta verið líkamlegt ofbeldi en einnig að sjúklingur sýni af sér ógnandi hegðun. Þriðjungur atvika á bráðageðdeild Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum verða flest atvikin á bráðamóttöku og geðdeildum spítalans. Á bráðageðdeild voru til að mynda tilkynnt 116 atvik í fyrra, sem er rúmlega þriðjungur allra atvika á spítalanum. Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að þessi fjöldi atvika sé að mestu leyti eðlilegur miðað við þá starfsemi sem þar fer fram. Þó sé hægt að grípa til aðgerða til að fækka þeim, meðal annars að fjölga plássum en nýtingarhlutfall á deildinni hefur farið yfir 100 prósent þegar mest lætur. „Þetta náttúrulega er aukið álag á alla, bæði finna sjúklingarnir fyrir þessu að þeir fá eflaust minni tíma hvers starfsmanns. Þeir fá eðlilega minni þjónustu fyrir vikið. Þetta er álag á starfsfólkið, það er meiri hraði, það er meiri pressa,” segir Eyrún Thorstensen, deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans. Starfsmenn deildarinnar hafi undanfarin ár þurft að hlaupa hraðar til að sinna öllum sjúklingum en spítalinn hafi þó unnið vel úr því fjármagni sem hann hefur. „Við vitum það náttúrulega bara að aukið álag getur auðvitað lækkað þröskuld fyrir því að það verði atvik,” segir Eyrún.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira