339 atvik um ofbeldi gegn starfsfólki Landspítalans í fyrra Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. júní 2016 00:47 Starfsfólk Landspítalans varð fyrir ofbeldi á næstum því hverjum degi í fyrra. Þriðjungur atvika kom upp á bráðageðdeild spítalans en deildarstjóri segir aukið álag á starfsfólk undanfarin ár geta lækkað þröskuld fyrir því að atvik komi upp. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Landspítalanum um fjölda atvika sem skráð væru árlega yfir átök eða ofbeldi sem starfsmenn verða fyrir. Í svari spítalans kemur fram að árið 2008 voru 290 atvik skráð en 317 árið eftir. Næstu ár voru tilkynnt undir 300 atvik en árið 2014 voru þau orðin 319 og svo 339 í fyrra, sem gerir rétt tæplega eitt atvik á dag að meðaltali. Atvikin sem falla hér undir eru mjög ólík, geta verið líkamlegt ofbeldi en einnig að sjúklingur sýni af sér ógnandi hegðun. Þriðjungur atvika á bráðageðdeild Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum verða flest atvikin á bráðamóttöku og geðdeildum spítalans. Á bráðageðdeild voru til að mynda tilkynnt 116 atvik í fyrra, sem er rúmlega þriðjungur allra atvika á spítalanum. Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að þessi fjöldi atvika sé að mestu leyti eðlilegur miðað við þá starfsemi sem þar fer fram. Þó sé hægt að grípa til aðgerða til að fækka þeim, meðal annars að fjölga plássum en nýtingarhlutfall á deildinni hefur farið yfir 100 prósent þegar mest lætur. „Þetta náttúrulega er aukið álag á alla, bæði finna sjúklingarnir fyrir þessu að þeir fá eflaust minni tíma hvers starfsmanns. Þeir fá eðlilega minni þjónustu fyrir vikið. Þetta er álag á starfsfólkið, það er meiri hraði, það er meiri pressa,” segir Eyrún Thorstensen, deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans. Starfsmenn deildarinnar hafi undanfarin ár þurft að hlaupa hraðar til að sinna öllum sjúklingum en spítalinn hafi þó unnið vel úr því fjármagni sem hann hefur. „Við vitum það náttúrulega bara að aukið álag getur auðvitað lækkað þröskuld fyrir því að það verði atvik,” segir Eyrún. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Starfsfólk Landspítalans varð fyrir ofbeldi á næstum því hverjum degi í fyrra. Þriðjungur atvika kom upp á bráðageðdeild spítalans en deildarstjóri segir aukið álag á starfsfólk undanfarin ár geta lækkað þröskuld fyrir því að atvik komi upp. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Landspítalanum um fjölda atvika sem skráð væru árlega yfir átök eða ofbeldi sem starfsmenn verða fyrir. Í svari spítalans kemur fram að árið 2008 voru 290 atvik skráð en 317 árið eftir. Næstu ár voru tilkynnt undir 300 atvik en árið 2014 voru þau orðin 319 og svo 339 í fyrra, sem gerir rétt tæplega eitt atvik á dag að meðaltali. Atvikin sem falla hér undir eru mjög ólík, geta verið líkamlegt ofbeldi en einnig að sjúklingur sýni af sér ógnandi hegðun. Þriðjungur atvika á bráðageðdeild Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum verða flest atvikin á bráðamóttöku og geðdeildum spítalans. Á bráðageðdeild voru til að mynda tilkynnt 116 atvik í fyrra, sem er rúmlega þriðjungur allra atvika á spítalanum. Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að þessi fjöldi atvika sé að mestu leyti eðlilegur miðað við þá starfsemi sem þar fer fram. Þó sé hægt að grípa til aðgerða til að fækka þeim, meðal annars að fjölga plássum en nýtingarhlutfall á deildinni hefur farið yfir 100 prósent þegar mest lætur. „Þetta náttúrulega er aukið álag á alla, bæði finna sjúklingarnir fyrir þessu að þeir fá eflaust minni tíma hvers starfsmanns. Þeir fá eðlilega minni þjónustu fyrir vikið. Þetta er álag á starfsfólkið, það er meiri hraði, það er meiri pressa,” segir Eyrún Thorstensen, deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans. Starfsmenn deildarinnar hafi undanfarin ár þurft að hlaupa hraðar til að sinna öllum sjúklingum en spítalinn hafi þó unnið vel úr því fjármagni sem hann hefur. „Við vitum það náttúrulega bara að aukið álag getur auðvitað lækkað þröskuld fyrir því að það verði atvik,” segir Eyrún.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira