Sumarsólstöður í dag: „Hamingjustund fyrir okkur stjörnuskoðunarmenn þegar loksins fer að dimma á ný“ Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2016 17:45 Sævar Helgi Bragason mun halda upp á daginn í Viðey síðar í kvöld þar sem fram fer sérstök sólstöðuganga. Vísir/GVA/Vilhelm „Þetta er lengsti dagur ársins. Sólin hér í Reykjavík hvarf undir sjóndeildarhringinn í ekki nema um þrjár klukkustundir og ekki nema í um hálftíma í Norðurlandi. Sólin er þar af leiðandi í sinni nyrstu stöðu í heiminum klukkan 22:34 í kvöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Eftir daginn í dag mun sólin smám saman að lækka á lofti og mun gera það þar til í desember þegar verða vetrarsólstöður. Sævar Helgi segist mjög feginn að þessi dagur sé loks runninn upp. „Þetta er mikil hamingjustund fyrir okkur stjörnuskoðunarmenn þegar loksins fer að dimma á ný og við förum aftur að sjá stjörnurnar. Maí og júní eru alltaf mjög erfiðir. Lundin fer nú að léttast og maður fer að endurheimta vini sína.“ Sævar Helgi mun halda upp á sumarsólstöður í Viðey í kvöld þar sem haldin verður sérstök sumarsólstöðuganga á vegum Borgarsögusafns, en þetta er í sjötta sinn sem gangan er haldin. Hann segir daginn í dag einnig hafa verið merkilegan fyrir þær sakir að fullt tungl hafi borið niður á sumarsólstöðum. „Það er tiltölulega sjalfgæft að þetta gerist. Það hefur enga sérstaka merkingu, ekki nema að fullt tungl í júní er lágt á lofti og þar af leiðandi mjög fallegt þar sem það svífur rauðleitt á bleikum himni. Þetta hefur því fengið nafnið jarðaberjatungl.“ Tengdar fréttir Sólmyrkva-Sævar eltir sólmyrkva yfir hálfan hnöttinn Sævar Helgi Bragason heldur til Indónesíu ásamt tveimur félögum sínum til að verða vitni af almyrkva á sólu þann 9. mars. 12. janúar 2016 13:37 Er með nýja stjörnufræðibók í smíðum Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, vakti töluverða athygli í síðustu viku þegar fréttist að Stjörnufræðivefur hans væri gjaldþrota vegna virðisaukaskattsskuldar. 1. júní 2016 11:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira
„Þetta er lengsti dagur ársins. Sólin hér í Reykjavík hvarf undir sjóndeildarhringinn í ekki nema um þrjár klukkustundir og ekki nema í um hálftíma í Norðurlandi. Sólin er þar af leiðandi í sinni nyrstu stöðu í heiminum klukkan 22:34 í kvöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Eftir daginn í dag mun sólin smám saman að lækka á lofti og mun gera það þar til í desember þegar verða vetrarsólstöður. Sævar Helgi segist mjög feginn að þessi dagur sé loks runninn upp. „Þetta er mikil hamingjustund fyrir okkur stjörnuskoðunarmenn þegar loksins fer að dimma á ný og við förum aftur að sjá stjörnurnar. Maí og júní eru alltaf mjög erfiðir. Lundin fer nú að léttast og maður fer að endurheimta vini sína.“ Sævar Helgi mun halda upp á sumarsólstöður í Viðey í kvöld þar sem haldin verður sérstök sumarsólstöðuganga á vegum Borgarsögusafns, en þetta er í sjötta sinn sem gangan er haldin. Hann segir daginn í dag einnig hafa verið merkilegan fyrir þær sakir að fullt tungl hafi borið niður á sumarsólstöðum. „Það er tiltölulega sjalfgæft að þetta gerist. Það hefur enga sérstaka merkingu, ekki nema að fullt tungl í júní er lágt á lofti og þar af leiðandi mjög fallegt þar sem það svífur rauðleitt á bleikum himni. Þetta hefur því fengið nafnið jarðaberjatungl.“
Tengdar fréttir Sólmyrkva-Sævar eltir sólmyrkva yfir hálfan hnöttinn Sævar Helgi Bragason heldur til Indónesíu ásamt tveimur félögum sínum til að verða vitni af almyrkva á sólu þann 9. mars. 12. janúar 2016 13:37 Er með nýja stjörnufræðibók í smíðum Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, vakti töluverða athygli í síðustu viku þegar fréttist að Stjörnufræðivefur hans væri gjaldþrota vegna virðisaukaskattsskuldar. 1. júní 2016 11:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira
Sólmyrkva-Sævar eltir sólmyrkva yfir hálfan hnöttinn Sævar Helgi Bragason heldur til Indónesíu ásamt tveimur félögum sínum til að verða vitni af almyrkva á sólu þann 9. mars. 12. janúar 2016 13:37
Er með nýja stjörnufræðibók í smíðum Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, vakti töluverða athygli í síðustu viku þegar fréttist að Stjörnufræðivefur hans væri gjaldþrota vegna virðisaukaskattsskuldar. 1. júní 2016 11:00