Er með nýja stjörnufræðibók í smíðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2016 11:00 Sævar Helgi Bragason hefur stjörnufræðina ekki bara sem áhugamál, heldur einnig að atvinnu. Fréttablaðið/Hanna Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, vakti töluverða athygli í síðustu viku þegar fréttist að Stjörnufræðivefur hans væri gjaldþrota vegna virðisaukaskattsskuldar. Skuldin nam 450 þúsund krónum, en þegar fréttir af málinu urðu opinberar safnaðist fljótt upp í skuldina. Sævar hefur um margra ára bil haft áhuga á stjörnufræði. En í dag er áhugamálið einnig atvinna hans. „Ég vinn við ýmislegt sem tengist stjörnufræði. Til dæmis hef ég verið að kenna, í Menntaskólanum í Reykjavík, stjörnufræði í sjötta bekk. Síðan hef ég verið að vinna ýmis menntaverkefni tengd Háskóla Íslands, eins og Háskóli unga fólksins, Háskólalestin og Vísindasmiðjan, þar sem ég hef tekið þátt í að kenna börnum og unglingum vísindi. Sem er ákaflega skemmtilegt,“ segir Sævar. Að auki hefur Sævar unnið við að sýna ferðamönnum himininn og norðurljós. Hann hefur ásamt fleirum verið í samstarfi við Friðrik Pálsson á Hótel Rangá við að byggja upp stjörnuskoðunarhús. „Svo hef ég verið að skrifa bók og er að reyna að klára nýja bók,“ segir Sævar, en bækurnar eru skrifaðar í samstarfi við Vilhelm Anton Jónsson. Áhugi Sævars á stjörnufræði nær langt aftur í tímann. „Ég hef alltaf verið heillaður af himninum og náttúru og vísindum. Ég ætlaði alltaf að verða sérfræðingur í reikistjörnujarðfræði þannig að ég ákvað að fara í jarðfræði í háskóla til að byrja með og er með B.Sc. í jarðfræði. En ég lít ekki á mig sem jarðfræðing heldur sem stjörnufræðing enda veit ég miklu meira um það en nokkru sinni um jarðfræði og er að hyggja á að klára meistaranám í stjarneðlisfræði á næstu tveimur árum eða svo,“ segir Sævar Helgi. Hann hafi djúpstæða þörf til að segja öðrum frá því hvað alheimurinn sé magnaður. En Sævar Helgi á fleiri áhugamál. „Ég fer töluvert mikið út að hlaupa og mér finnst óskaplega gaman að ganga um íslenska náttúru. Sömuleiðis hef ég lúmskt gaman af því að elda mat,“ segir hann. Þá finnst Sævari óskaplega gaman að ferðast og skoða heiminn. Sævar Helgi á einn son sem er sex ára og byrjar í skóla í haust. jonhakon@frettabladid.is Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, vakti töluverða athygli í síðustu viku þegar fréttist að Stjörnufræðivefur hans væri gjaldþrota vegna virðisaukaskattsskuldar. Skuldin nam 450 þúsund krónum, en þegar fréttir af málinu urðu opinberar safnaðist fljótt upp í skuldina. Sævar hefur um margra ára bil haft áhuga á stjörnufræði. En í dag er áhugamálið einnig atvinna hans. „Ég vinn við ýmislegt sem tengist stjörnufræði. Til dæmis hef ég verið að kenna, í Menntaskólanum í Reykjavík, stjörnufræði í sjötta bekk. Síðan hef ég verið að vinna ýmis menntaverkefni tengd Háskóla Íslands, eins og Háskóli unga fólksins, Háskólalestin og Vísindasmiðjan, þar sem ég hef tekið þátt í að kenna börnum og unglingum vísindi. Sem er ákaflega skemmtilegt,“ segir Sævar. Að auki hefur Sævar unnið við að sýna ferðamönnum himininn og norðurljós. Hann hefur ásamt fleirum verið í samstarfi við Friðrik Pálsson á Hótel Rangá við að byggja upp stjörnuskoðunarhús. „Svo hef ég verið að skrifa bók og er að reyna að klára nýja bók,“ segir Sævar, en bækurnar eru skrifaðar í samstarfi við Vilhelm Anton Jónsson. Áhugi Sævars á stjörnufræði nær langt aftur í tímann. „Ég hef alltaf verið heillaður af himninum og náttúru og vísindum. Ég ætlaði alltaf að verða sérfræðingur í reikistjörnujarðfræði þannig að ég ákvað að fara í jarðfræði í háskóla til að byrja með og er með B.Sc. í jarðfræði. En ég lít ekki á mig sem jarðfræðing heldur sem stjörnufræðing enda veit ég miklu meira um það en nokkru sinni um jarðfræði og er að hyggja á að klára meistaranám í stjarneðlisfræði á næstu tveimur árum eða svo,“ segir Sævar Helgi. Hann hafi djúpstæða þörf til að segja öðrum frá því hvað alheimurinn sé magnaður. En Sævar Helgi á fleiri áhugamál. „Ég fer töluvert mikið út að hlaupa og mér finnst óskaplega gaman að ganga um íslenska náttúru. Sömuleiðis hef ég lúmskt gaman af því að elda mat,“ segir hann. Þá finnst Sævari óskaplega gaman að ferðast og skoða heiminn. Sævar Helgi á einn son sem er sex ára og byrjar í skóla í haust. jonhakon@frettabladid.is
Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent