Er með nýja stjörnufræðibók í smíðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2016 11:00 Sævar Helgi Bragason hefur stjörnufræðina ekki bara sem áhugamál, heldur einnig að atvinnu. Fréttablaðið/Hanna Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, vakti töluverða athygli í síðustu viku þegar fréttist að Stjörnufræðivefur hans væri gjaldþrota vegna virðisaukaskattsskuldar. Skuldin nam 450 þúsund krónum, en þegar fréttir af málinu urðu opinberar safnaðist fljótt upp í skuldina. Sævar hefur um margra ára bil haft áhuga á stjörnufræði. En í dag er áhugamálið einnig atvinna hans. „Ég vinn við ýmislegt sem tengist stjörnufræði. Til dæmis hef ég verið að kenna, í Menntaskólanum í Reykjavík, stjörnufræði í sjötta bekk. Síðan hef ég verið að vinna ýmis menntaverkefni tengd Háskóla Íslands, eins og Háskóli unga fólksins, Háskólalestin og Vísindasmiðjan, þar sem ég hef tekið þátt í að kenna börnum og unglingum vísindi. Sem er ákaflega skemmtilegt,“ segir Sævar. Að auki hefur Sævar unnið við að sýna ferðamönnum himininn og norðurljós. Hann hefur ásamt fleirum verið í samstarfi við Friðrik Pálsson á Hótel Rangá við að byggja upp stjörnuskoðunarhús. „Svo hef ég verið að skrifa bók og er að reyna að klára nýja bók,“ segir Sævar, en bækurnar eru skrifaðar í samstarfi við Vilhelm Anton Jónsson. Áhugi Sævars á stjörnufræði nær langt aftur í tímann. „Ég hef alltaf verið heillaður af himninum og náttúru og vísindum. Ég ætlaði alltaf að verða sérfræðingur í reikistjörnujarðfræði þannig að ég ákvað að fara í jarðfræði í háskóla til að byrja með og er með B.Sc. í jarðfræði. En ég lít ekki á mig sem jarðfræðing heldur sem stjörnufræðing enda veit ég miklu meira um það en nokkru sinni um jarðfræði og er að hyggja á að klára meistaranám í stjarneðlisfræði á næstu tveimur árum eða svo,“ segir Sævar Helgi. Hann hafi djúpstæða þörf til að segja öðrum frá því hvað alheimurinn sé magnaður. En Sævar Helgi á fleiri áhugamál. „Ég fer töluvert mikið út að hlaupa og mér finnst óskaplega gaman að ganga um íslenska náttúru. Sömuleiðis hef ég lúmskt gaman af því að elda mat,“ segir hann. Þá finnst Sævari óskaplega gaman að ferðast og skoða heiminn. Sævar Helgi á einn son sem er sex ára og byrjar í skóla í haust. jonhakon@frettabladid.is Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, vakti töluverða athygli í síðustu viku þegar fréttist að Stjörnufræðivefur hans væri gjaldþrota vegna virðisaukaskattsskuldar. Skuldin nam 450 þúsund krónum, en þegar fréttir af málinu urðu opinberar safnaðist fljótt upp í skuldina. Sævar hefur um margra ára bil haft áhuga á stjörnufræði. En í dag er áhugamálið einnig atvinna hans. „Ég vinn við ýmislegt sem tengist stjörnufræði. Til dæmis hef ég verið að kenna, í Menntaskólanum í Reykjavík, stjörnufræði í sjötta bekk. Síðan hef ég verið að vinna ýmis menntaverkefni tengd Háskóla Íslands, eins og Háskóli unga fólksins, Háskólalestin og Vísindasmiðjan, þar sem ég hef tekið þátt í að kenna börnum og unglingum vísindi. Sem er ákaflega skemmtilegt,“ segir Sævar. Að auki hefur Sævar unnið við að sýna ferðamönnum himininn og norðurljós. Hann hefur ásamt fleirum verið í samstarfi við Friðrik Pálsson á Hótel Rangá við að byggja upp stjörnuskoðunarhús. „Svo hef ég verið að skrifa bók og er að reyna að klára nýja bók,“ segir Sævar, en bækurnar eru skrifaðar í samstarfi við Vilhelm Anton Jónsson. Áhugi Sævars á stjörnufræði nær langt aftur í tímann. „Ég hef alltaf verið heillaður af himninum og náttúru og vísindum. Ég ætlaði alltaf að verða sérfræðingur í reikistjörnujarðfræði þannig að ég ákvað að fara í jarðfræði í háskóla til að byrja með og er með B.Sc. í jarðfræði. En ég lít ekki á mig sem jarðfræðing heldur sem stjörnufræðing enda veit ég miklu meira um það en nokkru sinni um jarðfræði og er að hyggja á að klára meistaranám í stjarneðlisfræði á næstu tveimur árum eða svo,“ segir Sævar Helgi. Hann hafi djúpstæða þörf til að segja öðrum frá því hvað alheimurinn sé magnaður. En Sævar Helgi á fleiri áhugamál. „Ég fer töluvert mikið út að hlaupa og mér finnst óskaplega gaman að ganga um íslenska náttúru. Sömuleiðis hef ég lúmskt gaman af því að elda mat,“ segir hann. Þá finnst Sævari óskaplega gaman að ferðast og skoða heiminn. Sævar Helgi á einn son sem er sex ára og byrjar í skóla í haust. jonhakon@frettabladid.is
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira