Myndband sýnir þegar kveikt er í bastkörfu skömmu áður en hótelið stóð í ljósum logum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2016 12:56 Frá vettvangi að morgni sunnudags. Mynd/Vilhjálmur H. Guðlaugsson Eigandi Hótels Ljósalands er sá sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um íkveikju sem varð til þess að mikið tjón varð í hluta hótelsins. Um er að ræða gamlar verbúðir sem fluttar voru á svæðið og innréttaðar sem hótelherbergi. Um þriðjungur þess húsnæðis mun vera ónýtur. Fólk á næstu bæjum varð vart við eldinn sem sást greinilega úr nokkurra kílómetra fjarlægð. Þrír slökkviliðsmenn voru enn að slökkva í glóðum í morgun sem komu upp vegna mikils hita. Lögregla mun rannsaka vettvanginn í dag og leitast við að fá grun sinn staðfestan hvernig kviknaði í. Nýtur lögreglan aðstoðar slökkviliðs á vettvangi.Vind hreyfði varla sem skipti sköpum við slökkvistarf sem gekk mjög vel.Mynd/Vilhjálmur H. GuðlaugssonHöfðu verið á Þorrablóti Lögreglunni á Vesturlandi og Vestfjörðum barst tilkynning um fimmleytið aðfaranótt sunnudags vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang við hótelið. Hálftíma síðar var tilkynnt til lögreglu að kviknað væri í hótelinu. Mættu slökkviliðsmenn á vettvang en þá voru lögreglumenn af Hólmavík nýmættir á vettvang. Voru nágrannar þá þegar komnir á svæðið. Mildi var að vind hreyfði vart um nóttina sem kom í veg fyrir að eldurinn bærist úr byggingunni í þá næstu. Hinn grunaði, eigandi hótelsins, situr í gæsluvarðhaldi og verður þar að óbreyttu næstu fjóra dagana. Hafði hann verið á árlegu þorrablóti Ungmennafélagsins Stjörnunnar um kvöldið í félagsheimilinu Tjarnarlundi á Saurbæ. Var hann vel við skál eins og fleiri gestir.Enn voru glóðir á vettvangi í morgun sem slökkviliðsmenn sáu um að slökkva.Mynd/Vilhjálmur H. GuðlaugssonKveikt í bastkörfu Einhverjir héldu svo gleðskapnum áfram á Hótel Ljósalandi en myndband, sem Vísir hefur undir höndum og lögregla sömuleiðis, sýnir hvar fólk situr við arineld á hótelinu og bastkarfa stendur í ljósum logum. Er myndbandið tekið skömmu áður en fyrst tilkynning berst lögreglu. Í myndbandinu er eigandinn spurður að því hvort honum sé virkilega svo kalt að kveikja þurfi í körfunni. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögregluyfirvalda á Vesturlandi en rannsóknardeild embættisins fer með rannsókn málsins. Eigandinn verður fluttur á Litla-Hraun í dag en hann mun að óbreyttu sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudags. Hinn grunaði keypti eignina haustið 2013 og hefur verið rekstur þar síðan sumarið 2014. Áður var þar veitingaskáli sem fór í þrot árið 2012.Engin lögregla í Búðardal Athygli vekur að lögreglu barst fyrst tilkynning um mann að ganga berserksgang og um hálftíma síðar barst önnur tilkynning um að kviknað væri í hótelinu. Ástæða þess að lögregla var ekki mætt fyrr á vettvang er sú að enginn lögreglumaður var á vakt í Búðardal þá nóttina. Lögreglumenn af Hólmavík og Borgarnesi svöruðu kallinu og voru þeir fyrrnefndu mætir á undan þeim síðarnefndu. Leiðin um Þröskulda er umtalsvert styttri en um Bröttubrekku. Búðardalur er hins vegar í um hálftíma akstursfjarlægð. Enginn lögreglumaður var á vakt í Búðardal um nóttina en í frétt RÚV kemur fram að mönnun þar geti verið tilfallandi. Nýr lögreglumaður taki þó til starfa þar í dag. Tengdar fréttir Úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald Héraðsdómur Vesturlands hefur úrskurðað mann sem grunaður er um íkveikju á Hótel Ljósalandi í Saurbæ í Dalasýslu í fjögurra daga gæsluvarðhald. 1. febrúar 2016 07:27 Eldur á hóteli í Dalasýslu Slökkvilið hefur barist við eldinn á Hótel Ljósalandi í morgun. Mikið tjón er á húsinu. 31. janúar 2016 10:15 Einn handtekinn vegna hótelbrunans í morgun Lögreglan á Vesturlandi hefur mann í haldi. Tjónið á Hótel Ljósalandi er sagt mikið. 31. janúar 2016 11:29 Yfir tíu manns yfirheyrðir vegna brunans á Ljósalandi Rannsókn á brunanum á Hótel Ljósalandi í Saurbæ í Dalasýslu miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. 1. febrúar 2016 09:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Eigandi Hótels Ljósalands er sá sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um íkveikju sem varð til þess að mikið tjón varð í hluta hótelsins. Um er að ræða gamlar verbúðir sem fluttar voru á svæðið og innréttaðar sem hótelherbergi. Um þriðjungur þess húsnæðis mun vera ónýtur. Fólk á næstu bæjum varð vart við eldinn sem sást greinilega úr nokkurra kílómetra fjarlægð. Þrír slökkviliðsmenn voru enn að slökkva í glóðum í morgun sem komu upp vegna mikils hita. Lögregla mun rannsaka vettvanginn í dag og leitast við að fá grun sinn staðfestan hvernig kviknaði í. Nýtur lögreglan aðstoðar slökkviliðs á vettvangi.Vind hreyfði varla sem skipti sköpum við slökkvistarf sem gekk mjög vel.Mynd/Vilhjálmur H. GuðlaugssonHöfðu verið á Þorrablóti Lögreglunni á Vesturlandi og Vestfjörðum barst tilkynning um fimmleytið aðfaranótt sunnudags vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang við hótelið. Hálftíma síðar var tilkynnt til lögreglu að kviknað væri í hótelinu. Mættu slökkviliðsmenn á vettvang en þá voru lögreglumenn af Hólmavík nýmættir á vettvang. Voru nágrannar þá þegar komnir á svæðið. Mildi var að vind hreyfði vart um nóttina sem kom í veg fyrir að eldurinn bærist úr byggingunni í þá næstu. Hinn grunaði, eigandi hótelsins, situr í gæsluvarðhaldi og verður þar að óbreyttu næstu fjóra dagana. Hafði hann verið á árlegu þorrablóti Ungmennafélagsins Stjörnunnar um kvöldið í félagsheimilinu Tjarnarlundi á Saurbæ. Var hann vel við skál eins og fleiri gestir.Enn voru glóðir á vettvangi í morgun sem slökkviliðsmenn sáu um að slökkva.Mynd/Vilhjálmur H. GuðlaugssonKveikt í bastkörfu Einhverjir héldu svo gleðskapnum áfram á Hótel Ljósalandi en myndband, sem Vísir hefur undir höndum og lögregla sömuleiðis, sýnir hvar fólk situr við arineld á hótelinu og bastkarfa stendur í ljósum logum. Er myndbandið tekið skömmu áður en fyrst tilkynning berst lögreglu. Í myndbandinu er eigandinn spurður að því hvort honum sé virkilega svo kalt að kveikja þurfi í körfunni. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögregluyfirvalda á Vesturlandi en rannsóknardeild embættisins fer með rannsókn málsins. Eigandinn verður fluttur á Litla-Hraun í dag en hann mun að óbreyttu sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudags. Hinn grunaði keypti eignina haustið 2013 og hefur verið rekstur þar síðan sumarið 2014. Áður var þar veitingaskáli sem fór í þrot árið 2012.Engin lögregla í Búðardal Athygli vekur að lögreglu barst fyrst tilkynning um mann að ganga berserksgang og um hálftíma síðar barst önnur tilkynning um að kviknað væri í hótelinu. Ástæða þess að lögregla var ekki mætt fyrr á vettvang er sú að enginn lögreglumaður var á vakt í Búðardal þá nóttina. Lögreglumenn af Hólmavík og Borgarnesi svöruðu kallinu og voru þeir fyrrnefndu mætir á undan þeim síðarnefndu. Leiðin um Þröskulda er umtalsvert styttri en um Bröttubrekku. Búðardalur er hins vegar í um hálftíma akstursfjarlægð. Enginn lögreglumaður var á vakt í Búðardal um nóttina en í frétt RÚV kemur fram að mönnun þar geti verið tilfallandi. Nýr lögreglumaður taki þó til starfa þar í dag.
Tengdar fréttir Úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald Héraðsdómur Vesturlands hefur úrskurðað mann sem grunaður er um íkveikju á Hótel Ljósalandi í Saurbæ í Dalasýslu í fjögurra daga gæsluvarðhald. 1. febrúar 2016 07:27 Eldur á hóteli í Dalasýslu Slökkvilið hefur barist við eldinn á Hótel Ljósalandi í morgun. Mikið tjón er á húsinu. 31. janúar 2016 10:15 Einn handtekinn vegna hótelbrunans í morgun Lögreglan á Vesturlandi hefur mann í haldi. Tjónið á Hótel Ljósalandi er sagt mikið. 31. janúar 2016 11:29 Yfir tíu manns yfirheyrðir vegna brunans á Ljósalandi Rannsókn á brunanum á Hótel Ljósalandi í Saurbæ í Dalasýslu miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. 1. febrúar 2016 09:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald Héraðsdómur Vesturlands hefur úrskurðað mann sem grunaður er um íkveikju á Hótel Ljósalandi í Saurbæ í Dalasýslu í fjögurra daga gæsluvarðhald. 1. febrúar 2016 07:27
Eldur á hóteli í Dalasýslu Slökkvilið hefur barist við eldinn á Hótel Ljósalandi í morgun. Mikið tjón er á húsinu. 31. janúar 2016 10:15
Einn handtekinn vegna hótelbrunans í morgun Lögreglan á Vesturlandi hefur mann í haldi. Tjónið á Hótel Ljósalandi er sagt mikið. 31. janúar 2016 11:29
Yfir tíu manns yfirheyrðir vegna brunans á Ljósalandi Rannsókn á brunanum á Hótel Ljósalandi í Saurbæ í Dalasýslu miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. 1. febrúar 2016 09:24