Innlent

Staðfesta framlengt farbann yfir Angelo

Bjarki Ármannsson skrifar
Angelo sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur.
Angelo sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur. Vísir/Ernir
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að farbann yfir Hollendingnum Angelo Uijleman, einn ákærðra í umfangsmiklu fíkniefnasmyglmáli sem kom upp í september á síðasta ári, verður framlengt.

Angelo sætir farbanni þar til dómur fellur í málinu en eigi lengur en til 28. júní.

Sjá einnig: Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju

Ákært var í málinu
í apríl, en það hefur vakið hefur mikla athygli. Ekki síst vegna þess að Angelo er greindarskertur en sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur.

Þá hafði fjölskylda Angelos ekki verið látin vita af handtöku hans fyrst um sinn og móðir hans látið lýsa eftir honum á netinu.

Alls eru fjórir ákærðir í málinu, þar af tveir Íslendingar. Ákæran snýr að skipulagningu fíkniefnainnflutnings og smygli á ríflega tuttugu kílóum af sterkum fíkniefnum.


Tengdar fréttir

Fjórmenningarnir í Norrænusmyglinu neita allir sök

Fjórmenningarnir sem ákærðir eru fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands með Norrænu á síðasta ári neituðu allir sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin

Fjórum mönnum sem hafa verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um fíkniefnasmygl verður sleppt í dag. Lögreglu ekki tekist að ljúka rannsókn. 27 ára greindarskertur Hollendingur líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×