Heilunarmiðill dæmdur fyrir að strjúka kynfæri pilts Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júlí 2016 15:17 Dómurinn var kveðinn upp af fjölskipuðum héraðsdómi. Heilunarmiðill á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands á dögunum dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot. Refsingin fellur niður að tveimur árum liðnum haldi maðurinn skilorð. Dómurinn var fjölskipaður. Brot mannsins átti sér stað á Fosshóteli á Norðurlandi í júní 2014. Brotaþoli málsins, sem var á þeim tíma átján ára, hafði lengi glímt við andlega vanheilsu. Afi hans ráðlagði honum að leita meðferðar hjá heilunarmiðlinum til að ráða bót á þeim vandamálum. Í málinu lá fyrir hljóðupptaka af fundi mannanna. Brotaþoli hafði komið fyrir upptökutæki án vitundar heilunarmiðlarans. Hinn ákærði mótmælti því að byggt yrði á upptökunni í málinu þar sem hún hefði verið án hans vitundar og leyfis. Á upptökunni heyrist hinn sakfelldi meðal annars segja „Er svolítið síðan þú losaðir úr honum?“Heilarinn aðeins „millistykki“ Stuttu síðar sagði hann „[þ]ú mátt alveg taka hann sjálfur og strjúka hann ef að þú vilt, þó að ég sé hér.“ Í atvikalýsingu segir að brotaþoli hafi neitað því. Þar segir enn fremur „Ákærði hummar þá og brotaþoli segir: „Mér finnst þetta fínt bara svona, liggja svona eins og ég er.“ Ákærði segir þá: „Jæja elskan. Þó að ég komi svona við þig?“ „Já“ svarar brotaþoli. „Er þetta vont eða gott?“ spyr ákærði. „Bara þægilegt“ svarar brotaþoli. „Já. Ég er nú að setja orku allsstaðar.“ segir ákærði þá.“ Fyrir dómi lýsti heilunarmiðlarinn starfi sínu á þann veg að hann sjálfur væri aðeins „millistykki“. Til hans kæmi orka sem færi svo inn í sjúklinginn. Í dómnum segir orðrétt, „[s]jálfur hefði ákærði augun lokuð á meðan en opnaði í þeirra stað „þriðja augað“ og sæi þá „áruna“. Oftast væri ekki mikið um snertingar en því stýrðu þeir sem ynnu með honum, læknar að handan.“ Bar hann því við að hann hefði þurft að ýta á mjaðmabein brotaþola þar sem það hafi verið vesen milli mjaðmabeins og lærleggs. Brotaþoli hafði á þessum tíma verið í heimsókn hjá ömmu sinni og eiginmanni hennar. Þau hefðu sagt honum að á hótelinu í bænum væri staddur heilari sem gæti hjálpað honum með kvíða, einelti og vinaleysi. Brotaþoli lýsti því hvernig ákærði hefði í heiluninni snert lim hans utan klæða og fært hann til. „Ég fraus,“ sagði hann fyrir dómi. Ákærði hefði haldið áfram því hann var að „kanna orku“ brotaþola.Upptakan renndi stoðum undir framburð brotaþola Að mati dómsins hafði ekkert komið fram sem gerði það að verkum að það bryti gegn réttlátri málsmeðferð ákærða þó litið yrði til upptökunnar við úrlausn málsins. Framburður aðila fyrir dómi þótti ólíkur en upptakan þótti renna stoðum undir framburð brotaþola. Af henni mátti greina að brotaþoli reyndi ekki að stöðva ákærða. Hins vegar leit fjölskipaður dómurinn til þess að heilunarmiðillinn hafði ekki fengið samþykki til athafna sinna. Hann hefði snert brotaþola og viðhaft við hann kynferðislegt tal. Var hann því sakfelldur. Að auki var hinum sakfellda heilunarmiðlara gert að greiða brotaþola 400.000 krónur í miskabætur auk alls málskostnaðar. Dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra má lesa hér. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Heilunarmiðill á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands á dögunum dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot. Refsingin fellur niður að tveimur árum liðnum haldi maðurinn skilorð. Dómurinn var fjölskipaður. Brot mannsins átti sér stað á Fosshóteli á Norðurlandi í júní 2014. Brotaþoli málsins, sem var á þeim tíma átján ára, hafði lengi glímt við andlega vanheilsu. Afi hans ráðlagði honum að leita meðferðar hjá heilunarmiðlinum til að ráða bót á þeim vandamálum. Í málinu lá fyrir hljóðupptaka af fundi mannanna. Brotaþoli hafði komið fyrir upptökutæki án vitundar heilunarmiðlarans. Hinn ákærði mótmælti því að byggt yrði á upptökunni í málinu þar sem hún hefði verið án hans vitundar og leyfis. Á upptökunni heyrist hinn sakfelldi meðal annars segja „Er svolítið síðan þú losaðir úr honum?“Heilarinn aðeins „millistykki“ Stuttu síðar sagði hann „[þ]ú mátt alveg taka hann sjálfur og strjúka hann ef að þú vilt, þó að ég sé hér.“ Í atvikalýsingu segir að brotaþoli hafi neitað því. Þar segir enn fremur „Ákærði hummar þá og brotaþoli segir: „Mér finnst þetta fínt bara svona, liggja svona eins og ég er.“ Ákærði segir þá: „Jæja elskan. Þó að ég komi svona við þig?“ „Já“ svarar brotaþoli. „Er þetta vont eða gott?“ spyr ákærði. „Bara þægilegt“ svarar brotaþoli. „Já. Ég er nú að setja orku allsstaðar.“ segir ákærði þá.“ Fyrir dómi lýsti heilunarmiðlarinn starfi sínu á þann veg að hann sjálfur væri aðeins „millistykki“. Til hans kæmi orka sem færi svo inn í sjúklinginn. Í dómnum segir orðrétt, „[s]jálfur hefði ákærði augun lokuð á meðan en opnaði í þeirra stað „þriðja augað“ og sæi þá „áruna“. Oftast væri ekki mikið um snertingar en því stýrðu þeir sem ynnu með honum, læknar að handan.“ Bar hann því við að hann hefði þurft að ýta á mjaðmabein brotaþola þar sem það hafi verið vesen milli mjaðmabeins og lærleggs. Brotaþoli hafði á þessum tíma verið í heimsókn hjá ömmu sinni og eiginmanni hennar. Þau hefðu sagt honum að á hótelinu í bænum væri staddur heilari sem gæti hjálpað honum með kvíða, einelti og vinaleysi. Brotaþoli lýsti því hvernig ákærði hefði í heiluninni snert lim hans utan klæða og fært hann til. „Ég fraus,“ sagði hann fyrir dómi. Ákærði hefði haldið áfram því hann var að „kanna orku“ brotaþola.Upptakan renndi stoðum undir framburð brotaþola Að mati dómsins hafði ekkert komið fram sem gerði það að verkum að það bryti gegn réttlátri málsmeðferð ákærða þó litið yrði til upptökunnar við úrlausn málsins. Framburður aðila fyrir dómi þótti ólíkur en upptakan þótti renna stoðum undir framburð brotaþola. Af henni mátti greina að brotaþoli reyndi ekki að stöðva ákærða. Hins vegar leit fjölskipaður dómurinn til þess að heilunarmiðillinn hafði ekki fengið samþykki til athafna sinna. Hann hefði snert brotaþola og viðhaft við hann kynferðislegt tal. Var hann því sakfelldur. Að auki var hinum sakfellda heilunarmiðlara gert að greiða brotaþola 400.000 krónur í miskabætur auk alls málskostnaðar. Dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra má lesa hér.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira