"Karlmenn í hjúkrun eru bara venjulegir menn“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2016 21:00 Nokkrir þessara manna eiga að baki áratuga reynslu í hjúkrun, en aðrir tiltölulega ungir í faginu. Allir eiga það sameiginlegt að vilja leggja sitt af mörkum til að fjölga karlmönnum í stéttinni. mynd/fíh/kristján maack „Karlmenn einhvern veginn horfa ekki á hjúkrun sem valmöguleika þegar þeir eru að velja sér framtíðarstarf. Það svona loddi við það, allavega áður fyrr, að við værum ekki taldir nógu klárir til þess að fara í læknisfræði eða værum samkynhneigðir eða eitthvað álíka,“ segir Ólafur G. Skúlason, hjúkrunarfræðingur.Ólafur G. Skúlason, er fyrrum formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaFélag íslenskra hjúkrunarfræðinga stendur fyrir átaki þar sem unnið er að vitundarvakningu í samfélaginu, gera karlmenn sýnilegri og þannig fjölga körlum í stéttinni, en nú er hlutfall karlmanna í hjúkrun á Íslandi innan við tvö prósent. Átakið fer fram á Facebook þar sem birt eru viðtöl við hjúkrunarfræðinga.„Hvernig datt þér í hug að fara í hjúkrun?“ „Það hefur verið farið í sambærilegt átak á Norðurlöndunum, til dæmis í Noregi og Danmörku, og hefur gengið mjög vel. Ætlunin er að sýna að karlmenn í hjúkrun eru bara venjulegir menn,“ segir Ólafur. Það átak hafi skilað árangri. „Öll svona átök skila árangri. Það sem við erum kannski að gera með þessu átaki er að sýna fyrirmyndir í hjúkrun. Sýna að þetta eru venjulegir karlmenn, til þess að það stimplist inn í þjóðfélagið, að hjúkrun er líka valmöguleiki fyrir karlmenn. Ég veit ekki til þess að það hafi verið gert áður, að sýna svona fyrirmyndir.“ Ólafur segir viðhorfið til stéttarinnar vissulega hafa breyst undanfarin ár, en að frekari umræðu sé þörf. Enn sé litið á hjúkrun sem kvennastétt. „Ætli fólk sé ekki bara svolítið fast í hefðunum hér á Íslandi. Það er alls ekki litið niður á karlmenn í hjúkrun en fólk er forvitið. Spyr hvers vegna hjúkrun varð fyrir valinu og spurningar á borð við „Hvernig datt þér í hug að fara í hjúkrun?" eru algengar.“ Aðspurður segir hann þessar spurningar ekki einskorðast við karlmenn. „Ég held að konur upplifi þetta líka, en ætli við kannski heyrum þetta ekki meira. Ég veit það ekki.“ Hjúkrun hefðbundin kvennastétt? Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, tekur undir með Ólafi að Íslendingar séu nokkuð fastir í hefðunum. „Á Íslandi eru alveg sárafáir karlmenn í hjúkrun. Þeir eru innan við tvö prósent á meðan í Norðurlöndunum og annars staðar í heiminum er fjöldi karlmanna í hjúkrun miklu meiri. Til dæmis á Ítalíu, í Bandaríkjunum og Ástralíu, en á öllum þessum stöðum er þessi prósenta allt önnur, frá tíu prósentum og upp í allavega fjörutíu prósent,“ segir hún. „Erum við mjög hefðbundin og teljum við þetta vera hefðbundna kvennastétt? Það má alveg velta því fyrir sér. Eða eru það launin sem þarna hafa áhrif eða hvað er það? Kannski er það staðalímyndin, en það eru án efa mjög margir þættir sem spila þarna inn í.“ Guðbjörg segist binda vonir við átakið skili breyttu viðhorfi. „Það er þannig að þegar við skoðum myndirnar á síðunni þá er þetta bara Pétur og Páll sem við sjáum úti á götu. En þegar þeir eru farnir í vinnuföt þá einhvern veginn horfir fólk öðruvísi á þá. Við viljum að þetta breytist.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
„Karlmenn einhvern veginn horfa ekki á hjúkrun sem valmöguleika þegar þeir eru að velja sér framtíðarstarf. Það svona loddi við það, allavega áður fyrr, að við værum ekki taldir nógu klárir til þess að fara í læknisfræði eða værum samkynhneigðir eða eitthvað álíka,“ segir Ólafur G. Skúlason, hjúkrunarfræðingur.Ólafur G. Skúlason, er fyrrum formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaFélag íslenskra hjúkrunarfræðinga stendur fyrir átaki þar sem unnið er að vitundarvakningu í samfélaginu, gera karlmenn sýnilegri og þannig fjölga körlum í stéttinni, en nú er hlutfall karlmanna í hjúkrun á Íslandi innan við tvö prósent. Átakið fer fram á Facebook þar sem birt eru viðtöl við hjúkrunarfræðinga.„Hvernig datt þér í hug að fara í hjúkrun?“ „Það hefur verið farið í sambærilegt átak á Norðurlöndunum, til dæmis í Noregi og Danmörku, og hefur gengið mjög vel. Ætlunin er að sýna að karlmenn í hjúkrun eru bara venjulegir menn,“ segir Ólafur. Það átak hafi skilað árangri. „Öll svona átök skila árangri. Það sem við erum kannski að gera með þessu átaki er að sýna fyrirmyndir í hjúkrun. Sýna að þetta eru venjulegir karlmenn, til þess að það stimplist inn í þjóðfélagið, að hjúkrun er líka valmöguleiki fyrir karlmenn. Ég veit ekki til þess að það hafi verið gert áður, að sýna svona fyrirmyndir.“ Ólafur segir viðhorfið til stéttarinnar vissulega hafa breyst undanfarin ár, en að frekari umræðu sé þörf. Enn sé litið á hjúkrun sem kvennastétt. „Ætli fólk sé ekki bara svolítið fast í hefðunum hér á Íslandi. Það er alls ekki litið niður á karlmenn í hjúkrun en fólk er forvitið. Spyr hvers vegna hjúkrun varð fyrir valinu og spurningar á borð við „Hvernig datt þér í hug að fara í hjúkrun?" eru algengar.“ Aðspurður segir hann þessar spurningar ekki einskorðast við karlmenn. „Ég held að konur upplifi þetta líka, en ætli við kannski heyrum þetta ekki meira. Ég veit það ekki.“ Hjúkrun hefðbundin kvennastétt? Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, tekur undir með Ólafi að Íslendingar séu nokkuð fastir í hefðunum. „Á Íslandi eru alveg sárafáir karlmenn í hjúkrun. Þeir eru innan við tvö prósent á meðan í Norðurlöndunum og annars staðar í heiminum er fjöldi karlmanna í hjúkrun miklu meiri. Til dæmis á Ítalíu, í Bandaríkjunum og Ástralíu, en á öllum þessum stöðum er þessi prósenta allt önnur, frá tíu prósentum og upp í allavega fjörutíu prósent,“ segir hún. „Erum við mjög hefðbundin og teljum við þetta vera hefðbundna kvennastétt? Það má alveg velta því fyrir sér. Eða eru það launin sem þarna hafa áhrif eða hvað er það? Kannski er það staðalímyndin, en það eru án efa mjög margir þættir sem spila þarna inn í.“ Guðbjörg segist binda vonir við átakið skili breyttu viðhorfi. „Það er þannig að þegar við skoðum myndirnar á síðunni þá er þetta bara Pétur og Páll sem við sjáum úti á götu. En þegar þeir eru farnir í vinnuföt þá einhvern veginn horfir fólk öðruvísi á þá. Við viljum að þetta breytist.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira